Opna öfluga vefsíðu um tónlist 26. júlí 2012 13:00 Óli Dóri, stjórnandi útvarpsþáttarins Straums á X-inu 9.77, ritstýrir virkri og daglegri tónlistarumfjöllun á nýju vefsíðunni straum.is. Fréttablaðið/Ernir „Mér fannst eitthvað vanta til að skrásetja þessa íslensku tónlistarsenu sem er í gangi og hefur verið mjög öflug síðustu ár," segir tónlistarspekingurinn Ólafur Halldór Ólafsson, betur þekktur sem Óli Dóri. Hann hefur sett á laggirnar vefsíðuna straum.is sem verður með virka og daglega tónlistarumfjöllun. Óli Dóri er ritstjóri síðunnar og hefur áralanga reynslu af kynningu nýrra og ferskra tóna í útvarpsþætti sínum Straumi, sem er á dagskrá X-ins 9.77 á mánudagskvöldum milli klukkan tíu og tólf. Hægt er að nálgast upptökur af þættinum hér á Vísi á slóðinni visir.is/straumur. „Ég hef verið með þáttinn í sex ár með hléum og hann hefur gengið mjög vel," segir hann en heimasíðan er ákveðið framhald af góðri umfjöllun Straums. Vefsíðan fór af stað um helgina og standa Ernir Eyjólfsson ljósmyndari, Jón Örn Loðmfjörð, sem sér um forritun og Davíð Roach Gunnarsson greinahöfundur, að síðunni ásamt ritstjóranum og eru fleiri pennar að bætast í hópinn. Umfjölluninn verður alhliða og lýtur bæði að íslenskri og erlendri tónlist í formi kynninga, ritaðra viðtala og myndbandsviðtala. „Við ætlum að reyna að hafa vikuleg myndbandsviðtöl og erum búnir að taka eitt við Skúla mennska. Við heimsóttum hann í aukavinnuna en hann er pylsusali, sem er mjög skemmtilegt. Við ætlum líka að reyna að sýna daglegt líf fólks sem er í þessum geira," segir Óli Dóri. -hþt Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Mér fannst eitthvað vanta til að skrásetja þessa íslensku tónlistarsenu sem er í gangi og hefur verið mjög öflug síðustu ár," segir tónlistarspekingurinn Ólafur Halldór Ólafsson, betur þekktur sem Óli Dóri. Hann hefur sett á laggirnar vefsíðuna straum.is sem verður með virka og daglega tónlistarumfjöllun. Óli Dóri er ritstjóri síðunnar og hefur áralanga reynslu af kynningu nýrra og ferskra tóna í útvarpsþætti sínum Straumi, sem er á dagskrá X-ins 9.77 á mánudagskvöldum milli klukkan tíu og tólf. Hægt er að nálgast upptökur af þættinum hér á Vísi á slóðinni visir.is/straumur. „Ég hef verið með þáttinn í sex ár með hléum og hann hefur gengið mjög vel," segir hann en heimasíðan er ákveðið framhald af góðri umfjöllun Straums. Vefsíðan fór af stað um helgina og standa Ernir Eyjólfsson ljósmyndari, Jón Örn Loðmfjörð, sem sér um forritun og Davíð Roach Gunnarsson greinahöfundur, að síðunni ásamt ritstjóranum og eru fleiri pennar að bætast í hópinn. Umfjölluninn verður alhliða og lýtur bæði að íslenskri og erlendri tónlist í formi kynninga, ritaðra viðtala og myndbandsviðtala. „Við ætlum að reyna að hafa vikuleg myndbandsviðtöl og erum búnir að taka eitt við Skúla mennska. Við heimsóttum hann í aukavinnuna en hann er pylsusali, sem er mjög skemmtilegt. Við ætlum líka að reyna að sýna daglegt líf fólks sem er í þessum geira," segir Óli Dóri. -hþt
Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira