Sumarið er tíminn Teitur Guðmundsson skrifar 17. júlí 2012 06:00 Þegar grasið verður grænt, og ofnæmið þitt verður, óþolandi, ójá! Bubbi vonandi fyrirgefur mér að ég sé að breyta texta hans við frábært lag þessa meistara í íslenskri tónlistarsögu, en þetta á bara svo ansi vel við! Það er ljóst að við sem erum svo óheppin að vera með ofnæmi höfum heldur betur fundið fyrir því að sumarið er komið í allri sinni frjókornadýrð. Ekki hefur bætt úr skák að veðurblíðan og lítil rigning hefur viðhaldið háu frjókornamagni í loftinu auk þess sem annar frábær listamaður og núverandi borgarstjóri hefur lagt rækt við óræktina og forðast slátt þetta sumarið. Fór í apótekið í dag og ætlaði að sækja „skammtinn" minn en lyfið sem ég nota gegn ofvextinum á umferðareyjum borgarinnar er uppselt og á bið, ansans vesen það. En sem betur fer eru fleiri lyf á markaði og ég hef ekki frekari áhyggjur af því í bili, enda með tiltölulega vægt ofnæmi sem hefur lagast mikið með aldrinum. Það er þó búið að koma fram að magn frjókorna hérlendis er umtalsvert í ár og eru margir sem kvarta undan einkennum og er mikil sala á ofnæmislyfjum til handa stífluðum hornösum og einstaklingum með fljótandi augu og kláða að ekki sé minnst á geltandi og hvæsandi asthmatíkera. En hvað er það sem veldur þessu guðsvolaða ástandi frjóofnæmissjúklinga? Jú, það eru fyrst og fremst birki og grös, en einnig ýmsar súrur og njólar auk runnajurta eins og víði og ylli svo nokkuð sé nefnt. Þegar frjókornin hitta fyrir einstakling sem er með ofnæmi ræsa þau upp sjálfkrafa minnisviðbragð í ákveðnum frumum í líkama viðkomandi sem losar úr læðingi efni sem kallast histamín auk annarra efna. Þessi losun hefur í för með sér kerfisbundið bólguviðbragð sem getur verið staðbundið í slímhúð í augum, nefi og lungum sem eru algengustu staðirnir, en einnig er mögulegt að slíkt geti dreift sér um allan líkamann eins og t.d. útbrot. Ýmsar leiðir eru færar til að gera lífið bærilegt með andhistamínum, bæði með töflum, augndropum og nefúða. Þá er stundum notuð sprautumeðferð og afnæming svo eitthvað sé nefnt. Þá eru líka býsna margir sem telja að óhefðbundnar aðferðir hjálpi án þess að ég geti staðfest það. Sumarið er tíminn, þegar blómin springa út og þau ilma, af dulúð og sól, ójá. Sumarið er tíminn, þegar mér líður best, með ofnæmislyfið mitt, inni í húsi, ójá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun
Þegar grasið verður grænt, og ofnæmið þitt verður, óþolandi, ójá! Bubbi vonandi fyrirgefur mér að ég sé að breyta texta hans við frábært lag þessa meistara í íslenskri tónlistarsögu, en þetta á bara svo ansi vel við! Það er ljóst að við sem erum svo óheppin að vera með ofnæmi höfum heldur betur fundið fyrir því að sumarið er komið í allri sinni frjókornadýrð. Ekki hefur bætt úr skák að veðurblíðan og lítil rigning hefur viðhaldið háu frjókornamagni í loftinu auk þess sem annar frábær listamaður og núverandi borgarstjóri hefur lagt rækt við óræktina og forðast slátt þetta sumarið. Fór í apótekið í dag og ætlaði að sækja „skammtinn" minn en lyfið sem ég nota gegn ofvextinum á umferðareyjum borgarinnar er uppselt og á bið, ansans vesen það. En sem betur fer eru fleiri lyf á markaði og ég hef ekki frekari áhyggjur af því í bili, enda með tiltölulega vægt ofnæmi sem hefur lagast mikið með aldrinum. Það er þó búið að koma fram að magn frjókorna hérlendis er umtalsvert í ár og eru margir sem kvarta undan einkennum og er mikil sala á ofnæmislyfjum til handa stífluðum hornösum og einstaklingum með fljótandi augu og kláða að ekki sé minnst á geltandi og hvæsandi asthmatíkera. En hvað er það sem veldur þessu guðsvolaða ástandi frjóofnæmissjúklinga? Jú, það eru fyrst og fremst birki og grös, en einnig ýmsar súrur og njólar auk runnajurta eins og víði og ylli svo nokkuð sé nefnt. Þegar frjókornin hitta fyrir einstakling sem er með ofnæmi ræsa þau upp sjálfkrafa minnisviðbragð í ákveðnum frumum í líkama viðkomandi sem losar úr læðingi efni sem kallast histamín auk annarra efna. Þessi losun hefur í för með sér kerfisbundið bólguviðbragð sem getur verið staðbundið í slímhúð í augum, nefi og lungum sem eru algengustu staðirnir, en einnig er mögulegt að slíkt geti dreift sér um allan líkamann eins og t.d. útbrot. Ýmsar leiðir eru færar til að gera lífið bærilegt með andhistamínum, bæði með töflum, augndropum og nefúða. Þá er stundum notuð sprautumeðferð og afnæming svo eitthvað sé nefnt. Þá eru líka býsna margir sem telja að óhefðbundnar aðferðir hjálpi án þess að ég geti staðfest það. Sumarið er tíminn, þegar blómin springa út og þau ilma, af dulúð og sól, ójá. Sumarið er tíminn, þegar mér líður best, með ofnæmislyfið mitt, inni í húsi, ójá.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun