Nas kveður fortíðina 12. júlí 2012 12:00 Bless bless Nas skildi við söngkonuna Kelis fyrir þremur árum og er nú kominn með nýja plötu. Tíunda plata rapparans Nas kemur út í næstu viku. Hann segir plötuna afar mikilvæga fyrir sig, þar sem hann þurfi að segja skilið við fortíðina. Þriðjudaginn níunda ágúst í fyrra sendi rapparinn Nas frá sér lagið Nasty. Hálfu ári síðar tilkynnti hann á Twitter-síðu sinni að ný plata væri tilbúin, sú tíunda í röðinni. Hún kemur út í næstu viku og nefnist Life is Good. Titillinn er vísun í afslappaðan Nas, sem vill kveðja fortíðina og taka nýju lífi opnum örmum. Hann og söngkonan Kelis skildu árið 2009, eftir sex ára hjónaband. Skilnaðurinn fór í hart og nýja platan virðist hafa átt sinn þátt í að koma rapparanum aftur á sporið. Hann hefur borið plötuna saman við plötuna Here, My Dear, þar sem Marvin Gaye fór yfir hjónaband sitt og Önnu Gordy. Heill her upptökustjóra kom að plötunni, eins og raunin er oft í hipphopp-heiminum. Einn af þeim er reynsluboltinn Salaam Remi og sagði hann í viðtali um plötuna að ef hann gerði hipphopp, yrði það að vera eitthvað sem viðvaningar gætu ekki rappað. „Það er eins gott að menn hafi eitthvað að segja," sagði hann. Annar upptökustjóri, No I.D., vildi leita í fortíðina á plötunni. „Ég vildi gera tónlist sem myndi leyfa Nas að vera Nas," sagði hann. „Ég hef ekki hugmynd um hvað krakkarnir eru að gera í dag, en ég vildi að Nas gerði það sem hann gerir best." atlifannar@frettabladid.is Lífið Tónlist Tengdar fréttir sagan af græna kjólnum á umslaginu Græni kjóllinn sem liggur í kjöltu Nas á umslagi plötunnar er brúðarkjóll söngkonunnar Kelis, fyrrverandi eiginkonu rapparans. Þau eiga saman einn son. 12. júlí 2012 10:00 Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tíunda plata rapparans Nas kemur út í næstu viku. Hann segir plötuna afar mikilvæga fyrir sig, þar sem hann þurfi að segja skilið við fortíðina. Þriðjudaginn níunda ágúst í fyrra sendi rapparinn Nas frá sér lagið Nasty. Hálfu ári síðar tilkynnti hann á Twitter-síðu sinni að ný plata væri tilbúin, sú tíunda í röðinni. Hún kemur út í næstu viku og nefnist Life is Good. Titillinn er vísun í afslappaðan Nas, sem vill kveðja fortíðina og taka nýju lífi opnum örmum. Hann og söngkonan Kelis skildu árið 2009, eftir sex ára hjónaband. Skilnaðurinn fór í hart og nýja platan virðist hafa átt sinn þátt í að koma rapparanum aftur á sporið. Hann hefur borið plötuna saman við plötuna Here, My Dear, þar sem Marvin Gaye fór yfir hjónaband sitt og Önnu Gordy. Heill her upptökustjóra kom að plötunni, eins og raunin er oft í hipphopp-heiminum. Einn af þeim er reynsluboltinn Salaam Remi og sagði hann í viðtali um plötuna að ef hann gerði hipphopp, yrði það að vera eitthvað sem viðvaningar gætu ekki rappað. „Það er eins gott að menn hafi eitthvað að segja," sagði hann. Annar upptökustjóri, No I.D., vildi leita í fortíðina á plötunni. „Ég vildi gera tónlist sem myndi leyfa Nas að vera Nas," sagði hann. „Ég hef ekki hugmynd um hvað krakkarnir eru að gera í dag, en ég vildi að Nas gerði það sem hann gerir best." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Tónlist Tengdar fréttir sagan af græna kjólnum á umslaginu Græni kjóllinn sem liggur í kjöltu Nas á umslagi plötunnar er brúðarkjóll söngkonunnar Kelis, fyrrverandi eiginkonu rapparans. Þau eiga saman einn son. 12. júlí 2012 10:00 Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
sagan af græna kjólnum á umslaginu Græni kjóllinn sem liggur í kjöltu Nas á umslagi plötunnar er brúðarkjóll söngkonunnar Kelis, fyrrverandi eiginkonu rapparans. Þau eiga saman einn son. 12. júlí 2012 10:00