Jón Kaldal ritstýrir nýju blaði 11. júlí 2012 12:00 „Þetta er verkefni sem ég hef lengi haft á bakvið eyrað og talið þörf á að ýta úr höfn. Heimur, útgefandi Iceland Review, var sammála því svo við ákváðum í sameiningu að slá til," segir Jón Kaldal ritstjóri Iceland Review Street edition, nýs blaðs sem kemur út í fyrsta skipti 20.júlí næstkomandi. Iceland Review Street edition er fríblað á dagblaðsformi og mun koma út á tveggja vikna fresti. „Þetta er blað á ensku og fyrst og fremst hugsað fyrir þann mikla fjölda ferðamanna sem heimsækja landið ár hvert. Samkvæmt könnunum er meðalaldur ferðamanna hérlendis um fertugt og átta af hverjum tíu segja helstu ástæðu ferðarinnar vera að sjá náttúru og landslag Íslands," segir Jón, sem ritstýrði áður Fréttatímanum og þar áður Fréttablaðinu. „Auðvitað hefur fólk alltaf áhuga á fólki svo við verðum með menningartengda umfjöllun líka. Hinn almenni ferðamaður hefur þó meiri áhuga á að vita hvar tíu bestu náttúrulaugarnar eru en tíu bestu barirnir svo við ætlum að sinna þeirri hlið eins vel og við getum," bætir hann við. Iceland Review tímaritið hefur verið leiðandi í enskri umfjöllun um Ísland frá því það var stofnað árið 1963. Það er með þúsundir áskrifenda um allan heim og heimasíðan þeirra er ein mest sótta síðan um Ísland á ensku. Þar sem það tímarit er prentað á glanspappír, kemur út fjórum til fimm sinnum á ári og er sölublað telur Jón þetta nýja blað þó ekki ógna stöðu þess á markaðinum. „Við lítum á þetta blað sem góða og þarfa viðbót. Því verður dreift í 25.000 eintökum á þá staði þar sem fólk er helst á ferðinni, bæði úti á landsbygðinni og á höfuðborgarsvæðinu, og er hugsað til þess að hjálpa fólki að kynnast Íslandi betur," segir hann að lokum. - trs Fréttir Lífið Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
„Þetta er verkefni sem ég hef lengi haft á bakvið eyrað og talið þörf á að ýta úr höfn. Heimur, útgefandi Iceland Review, var sammála því svo við ákváðum í sameiningu að slá til," segir Jón Kaldal ritstjóri Iceland Review Street edition, nýs blaðs sem kemur út í fyrsta skipti 20.júlí næstkomandi. Iceland Review Street edition er fríblað á dagblaðsformi og mun koma út á tveggja vikna fresti. „Þetta er blað á ensku og fyrst og fremst hugsað fyrir þann mikla fjölda ferðamanna sem heimsækja landið ár hvert. Samkvæmt könnunum er meðalaldur ferðamanna hérlendis um fertugt og átta af hverjum tíu segja helstu ástæðu ferðarinnar vera að sjá náttúru og landslag Íslands," segir Jón, sem ritstýrði áður Fréttatímanum og þar áður Fréttablaðinu. „Auðvitað hefur fólk alltaf áhuga á fólki svo við verðum með menningartengda umfjöllun líka. Hinn almenni ferðamaður hefur þó meiri áhuga á að vita hvar tíu bestu náttúrulaugarnar eru en tíu bestu barirnir svo við ætlum að sinna þeirri hlið eins vel og við getum," bætir hann við. Iceland Review tímaritið hefur verið leiðandi í enskri umfjöllun um Ísland frá því það var stofnað árið 1963. Það er með þúsundir áskrifenda um allan heim og heimasíðan þeirra er ein mest sótta síðan um Ísland á ensku. Þar sem það tímarit er prentað á glanspappír, kemur út fjórum til fimm sinnum á ári og er sölublað telur Jón þetta nýja blað þó ekki ógna stöðu þess á markaðinum. „Við lítum á þetta blað sem góða og þarfa viðbót. Því verður dreift í 25.000 eintökum á þá staði þar sem fólk er helst á ferðinni, bæði úti á landsbygðinni og á höfuðborgarsvæðinu, og er hugsað til þess að hjálpa fólki að kynnast Íslandi betur," segir hann að lokum. - trs
Fréttir Lífið Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira