Merkilegt framhald fyrir tónvísindasmiðjur Bjarkar 11. júlí 2012 11:00 Björk Guðmundsdóttir Biophiliu-tónvísindasmiðjur Bjarkar hafa farið sigurför um heiminn. Stór áfangi næst með opnun slíkrar smiðju í Borgarbókasafninu í New York á morgun. „Þetta framhald er stór áfangi fyrir tónvísindasmiðjur Bjarkar en við höfum leitað eftir slíku," útskýrir Curver Thoroddsen, sem stýrir Biophiliu-kennsluverkefninu fyrir hönd Bjarkar Guðmundsdóttur. Með orðunum á hann við smiðju sem hefst á morgun í New York Public Library en verkefnið er framhald af smiðjum sem haldnar voru í tengslum við Biophiliu-tónleika Bjarkar í borginni í ársbyrjun. „Aðstandendur bókasafnsins sýndu verkefninu mikinn áhuga og vildu strax fá það til sín," segir hann en þeir fengu að koma í heimsókn og heilluðust upp úr skónum. Smiðjan verður haldin einu sinni í viku, tvo og hálfan tíma í senn, og eitt lag af Biophiliu-plötunni verður tekið fyrir í hvert skipti. Tónlistar- og vísindahlið laganna verða skoðaðar og iPad-spjaldtölvur notaðar við kennsluna en þátttakendur semja á tíu mismunandi forrit sem sum hver eru líkt og hljóðfæri. Þau fá að því loknu að eiga upptökur af öllu. Aðalatriðið er að hvetja þau til að skapa," segir hann. Uppbókað er í smiðjuna sem er ókeypis og stendur til áramóta í tveimur útibúum safnsins.Grunnur var lagður að kennsluháttum prógrammsins af vísindamönnum frá Háskóla Íslands og tónlistarkennurum frá Reykjavíkurborg í samstarfi við Björk síðasta haust. Eftir það hafa smiðjurnar farið sigurför um heiminn. „Við höfum kennt í mörgum löndum samhliða Biophiliu-tónleikaferðalaginu. Við héldum fjórar smiðjur í Hörpu og eftir það héldum við í ferðalag. Við höfum kennt í Manchester, Buenos Aires og í Hall of Science í New York," segir hann. Síðastliðinn föstudag byrjuðu aðrar smiðjur í Children's Museum of Manhattan sem eru ætlaðar yngri aldurshópi. „Þar geta börn og fjölskyldur kíkt við og skapað á hverjum degi næstu mánuðina."Hann nefnir jafnframt að Saint Ann-skólinn muni innleiða kennsluhætti Biophiliu-smiðjanna í námskrá sína á næstu haustönn. Jafnframt verður sett upp vinnusmiðja í Tæknisafninu í Ósló í byrjun ágúst. Á haustmánuðum hefst þriggja ára ferðalag þessara Biophiliu-smiðja um grunnskóla Reykjavíkur í samstarfi við Reykjavíkurborg og Háskóla Íslands þar sem tónlistar- og náttúrufræðikennarar munu hvetja íslensk ungmenni til tilrauna og sköpunar. hallfridur@frettabladid.is Björk Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Biophiliu-tónvísindasmiðjur Bjarkar hafa farið sigurför um heiminn. Stór áfangi næst með opnun slíkrar smiðju í Borgarbókasafninu í New York á morgun. „Þetta framhald er stór áfangi fyrir tónvísindasmiðjur Bjarkar en við höfum leitað eftir slíku," útskýrir Curver Thoroddsen, sem stýrir Biophiliu-kennsluverkefninu fyrir hönd Bjarkar Guðmundsdóttur. Með orðunum á hann við smiðju sem hefst á morgun í New York Public Library en verkefnið er framhald af smiðjum sem haldnar voru í tengslum við Biophiliu-tónleika Bjarkar í borginni í ársbyrjun. „Aðstandendur bókasafnsins sýndu verkefninu mikinn áhuga og vildu strax fá það til sín," segir hann en þeir fengu að koma í heimsókn og heilluðust upp úr skónum. Smiðjan verður haldin einu sinni í viku, tvo og hálfan tíma í senn, og eitt lag af Biophiliu-plötunni verður tekið fyrir í hvert skipti. Tónlistar- og vísindahlið laganna verða skoðaðar og iPad-spjaldtölvur notaðar við kennsluna en þátttakendur semja á tíu mismunandi forrit sem sum hver eru líkt og hljóðfæri. Þau fá að því loknu að eiga upptökur af öllu. Aðalatriðið er að hvetja þau til að skapa," segir hann. Uppbókað er í smiðjuna sem er ókeypis og stendur til áramóta í tveimur útibúum safnsins.Grunnur var lagður að kennsluháttum prógrammsins af vísindamönnum frá Háskóla Íslands og tónlistarkennurum frá Reykjavíkurborg í samstarfi við Björk síðasta haust. Eftir það hafa smiðjurnar farið sigurför um heiminn. „Við höfum kennt í mörgum löndum samhliða Biophiliu-tónleikaferðalaginu. Við héldum fjórar smiðjur í Hörpu og eftir það héldum við í ferðalag. Við höfum kennt í Manchester, Buenos Aires og í Hall of Science í New York," segir hann. Síðastliðinn föstudag byrjuðu aðrar smiðjur í Children's Museum of Manhattan sem eru ætlaðar yngri aldurshópi. „Þar geta börn og fjölskyldur kíkt við og skapað á hverjum degi næstu mánuðina."Hann nefnir jafnframt að Saint Ann-skólinn muni innleiða kennsluhætti Biophiliu-smiðjanna í námskrá sína á næstu haustönn. Jafnframt verður sett upp vinnusmiðja í Tæknisafninu í Ósló í byrjun ágúst. Á haustmánuðum hefst þriggja ára ferðalag þessara Biophiliu-smiðja um grunnskóla Reykjavíkur í samstarfi við Reykjavíkurborg og Háskóla Íslands þar sem tónlistar- og náttúrufræðikennarar munu hvetja íslensk ungmenni til tilrauna og sköpunar. hallfridur@frettabladid.is
Björk Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira