Mamma hvetur Björn til að hætta við maraþonið 10. júlí 2012 12:00 Hlaupamaður Björn Bragi segist vera smá hlaupamaður í sér og taka tímabil á hverju ári þar sem hann sé duglegur að fara út að skokka.Fréttablaðið/pjetur „Mamma hringir í mig á hverjum degi og hvetur mig til að hætta við þetta. Hún er mjög hrædd um mig," segir Björn Bragi Arnarsson, sjónvarpsmaður með meiru, sem stefnir á að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst næstkomandi. Björn Bragi hafði ákveðið að taka þátt í hlaupinu en stefndi á styttri vegalengd en alla 42 kílómetrana. „Kári Steinn, hlaupari og félagi minn, hafði verið að hvetja mig til að fara alla leið og taka heilt maraþon. Þegar hann kom í viðtal til okkar í Týndu kynslóðina ákvað hann svo að nota tækifærið og mana mig til þess og ég gat ekki skorast undan því," segir Björn. Björn Bragi segist vera smá hlaupamaður í sér og taka tímabil á hverju ári þar sem hann sé duglegur að fara út að skokka. Hann hafi þó aldrei farið svo mikið sem hálft maraþon, hvað þá heilt. „Menn hafa svolítið verið að efast um að ég muni yfir höfuð geta þetta, en það styrkir mig bara þeim mun meira í að sýna fólki að þetta sé hægt," segir hann og bætir við að hann búist þó ekki við að koma í mark á neinum sigurtíma. „Ef allt fer á versta veg þá skríð ég bara í mark. Ég er að fá fólk til að heita á mig svo það er eins gott að gera þetta almennilega," segir hann, en hann mun hlaupa til styrktar krabbameinsfélaginu. Aðspurður segist Björn enn ekki vera kominn með nægilegt skipulag í æfingunum en hann sé þó smám saman að lengja vegalengdirnar sem hann hleypur. „Ég á nokkra góða félaga sem hlaupa mikið og eru duglegir að gefa mér ráðleggingar," segir hann og bætir við að hann læri nýja hluti tengda hlaupum á hverjum degi. Fram að maraþoninu kemur hann til með að verða með eitt til tvö innslög vikulega í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. Þar getur fólk fylgst með undirbúningsferlinu hjá honum auk þess sem hann mun hitta fyrir aðra hlaupara og fræðast um mataræði og æfingar tengdum hlaupunum. „Ég kíki svo líka á einhver af góðgerðafélögunum sem fólk er að styrkja í hlaupinu," segir hann. tinnaros@frettabladid.is Lífið Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira
„Mamma hringir í mig á hverjum degi og hvetur mig til að hætta við þetta. Hún er mjög hrædd um mig," segir Björn Bragi Arnarsson, sjónvarpsmaður með meiru, sem stefnir á að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst næstkomandi. Björn Bragi hafði ákveðið að taka þátt í hlaupinu en stefndi á styttri vegalengd en alla 42 kílómetrana. „Kári Steinn, hlaupari og félagi minn, hafði verið að hvetja mig til að fara alla leið og taka heilt maraþon. Þegar hann kom í viðtal til okkar í Týndu kynslóðina ákvað hann svo að nota tækifærið og mana mig til þess og ég gat ekki skorast undan því," segir Björn. Björn Bragi segist vera smá hlaupamaður í sér og taka tímabil á hverju ári þar sem hann sé duglegur að fara út að skokka. Hann hafi þó aldrei farið svo mikið sem hálft maraþon, hvað þá heilt. „Menn hafa svolítið verið að efast um að ég muni yfir höfuð geta þetta, en það styrkir mig bara þeim mun meira í að sýna fólki að þetta sé hægt," segir hann og bætir við að hann búist þó ekki við að koma í mark á neinum sigurtíma. „Ef allt fer á versta veg þá skríð ég bara í mark. Ég er að fá fólk til að heita á mig svo það er eins gott að gera þetta almennilega," segir hann, en hann mun hlaupa til styrktar krabbameinsfélaginu. Aðspurður segist Björn enn ekki vera kominn með nægilegt skipulag í æfingunum en hann sé þó smám saman að lengja vegalengdirnar sem hann hleypur. „Ég á nokkra góða félaga sem hlaupa mikið og eru duglegir að gefa mér ráðleggingar," segir hann og bætir við að hann læri nýja hluti tengda hlaupum á hverjum degi. Fram að maraþoninu kemur hann til með að verða með eitt til tvö innslög vikulega í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. Þar getur fólk fylgst með undirbúningsferlinu hjá honum auk þess sem hann mun hitta fyrir aðra hlaupara og fræðast um mataræði og æfingar tengdum hlaupunum. „Ég kíki svo líka á einhver af góðgerðafélögunum sem fólk er að styrkja í hlaupinu," segir hann. tinnaros@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira