Sumarsmellur frá Þorvaldi 9. júlí 2012 16:00 Leikaranum Þorvaldi Davíð Kristjánssyni er margt til lista lagt en hann gefur nú út lagið Án minna vængja sem hann segir óð til heimalandsins. Fréttablaðið/pjetur „Ég er svona skúffuskáld og lít fyrst og fremst á tónlistina sem skemmtilegt áhugamál," segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem nýverið gaf út lagið Án minna vængja. Þorvaldur samdi lagið í fyrra ásamt skólabróður sínum í Julliard, Cameron Scoggins en tók það upp er hann kom til landsins fyrir tíu dögum síðan. Þorvaldur segir lagið vera einskonar óð til Íslands og ástarinnar en lagið fer í spilun á næstu dögum. „Maður kemst ekki hjá því að fjalla um ástina í svona lögum. Ég er duglegur að semja og með fulla skúffu af góðgæti. Svo hef ég þann sið á að taka fram eitt og eitt lag þegar ég kem til landins og fer í Stúdíó Ljónshjarta hjá vini mínum, Valda í Jeff Who," segir Þorvaldur en upptökum á laginu stjórnaði hinn ungi og efnilegi Þórður Gunnar. Þorvaldur ætlar að dvelja hér á landi fram í ágúst ásamt unnustu sinni, Hrafntinnu Karldóttur. Hann segir planið vera að njóta þess að ferðast um landið ásamt því að sinna ýmsum verkefnum. Hann leikur eitt aðalhlutverkanna í væntanlegri mynd Baldvins Z, Vonarstræti, ásamt þeim Heru Hilmarsdóttur og Þorsteini Bachman. „Fyrsti samlestur var í vikunni og mér er mjög spenntur fyrir þessu verkefni," segir Þorvaldur en tökur hefjast með haustinu. Síðast sáu landsmenn Þorvald á hvíta tjaldinu sem Stebba sækó í Svörtum á leik en hann fullyrðir að Stebbi og karakterinn sem hann leikur í Vonarstræti eigi lítið annað sameiginlegt en það að vera íslenskir. „Án þess að gefa of mikið uppi þá eru þeir andstæður en Vonarstræti er svona dramamynd þar sem líf þriggja einstaklinga fléttast saman," segir Þorvaldur sem stefnir aftur út til Los Angeles í lok sumars. Hægt er að nálgast Á minna vængja á Tónlist.is og á Youtube. -áp Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég er svona skúffuskáld og lít fyrst og fremst á tónlistina sem skemmtilegt áhugamál," segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem nýverið gaf út lagið Án minna vængja. Þorvaldur samdi lagið í fyrra ásamt skólabróður sínum í Julliard, Cameron Scoggins en tók það upp er hann kom til landsins fyrir tíu dögum síðan. Þorvaldur segir lagið vera einskonar óð til Íslands og ástarinnar en lagið fer í spilun á næstu dögum. „Maður kemst ekki hjá því að fjalla um ástina í svona lögum. Ég er duglegur að semja og með fulla skúffu af góðgæti. Svo hef ég þann sið á að taka fram eitt og eitt lag þegar ég kem til landins og fer í Stúdíó Ljónshjarta hjá vini mínum, Valda í Jeff Who," segir Þorvaldur en upptökum á laginu stjórnaði hinn ungi og efnilegi Þórður Gunnar. Þorvaldur ætlar að dvelja hér á landi fram í ágúst ásamt unnustu sinni, Hrafntinnu Karldóttur. Hann segir planið vera að njóta þess að ferðast um landið ásamt því að sinna ýmsum verkefnum. Hann leikur eitt aðalhlutverkanna í væntanlegri mynd Baldvins Z, Vonarstræti, ásamt þeim Heru Hilmarsdóttur og Þorsteini Bachman. „Fyrsti samlestur var í vikunni og mér er mjög spenntur fyrir þessu verkefni," segir Þorvaldur en tökur hefjast með haustinu. Síðast sáu landsmenn Þorvald á hvíta tjaldinu sem Stebba sækó í Svörtum á leik en hann fullyrðir að Stebbi og karakterinn sem hann leikur í Vonarstræti eigi lítið annað sameiginlegt en það að vera íslenskir. „Án þess að gefa of mikið uppi þá eru þeir andstæður en Vonarstræti er svona dramamynd þar sem líf þriggja einstaklinga fléttast saman," segir Þorvaldur sem stefnir aftur út til Los Angeles í lok sumars. Hægt er að nálgast Á minna vængja á Tónlist.is og á Youtube. -áp
Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira