Þungarokk í þorpum 6. júlí 2012 15:00 Hér má sjá Hólmkel Leó Aðalsteinsson ásamt bræðrunum Atla, Agli og Viktori Sigursveinssonum en á myndina vantar tvo meðlimi rokksveitarinnar. Fréttablaðið/Ernir "Við spilum á stöðum sem þungarokkshljómsveitir halda aldrei tónleika á," segir Hólmkell Leó Aðalsteinsson, meðlimur hljómsveitarinnar Endless Dark, sem heldur af stað á Íslandstúr á morgun. Fyrstu tónleikarnir fara fram á Gamla Gauknum annað kvöld en að þeim loknum verður rokkað á Grundarfirði, Skagaströnd, Siglufirði, Akureyri og loks á Neskaupstað á rokkhátíðinni Eistnaflugi. "Sumir bæirnir eru bara þorp og það koma kannski rosalega fáir en við ætlum bara að hafa gaman af því," segir Hólmkell en meðlimir sveitarinnar eru frá Ólafsvík og Grundarfirði. Hann bætir við að þeir spili í Kántríbæ og að hann efist um að þungarokk hafi hljómað þar áður. Drengirnir reyndu að fá hljómsveitir frá hverjum bæ til liðs við sig. "Við könnuðum sem dæmi hvort það væri eitthvað band á Siglufirði en það virtist ekki vera svo Ugly Alex, sem kemur frá Akureyri, spilar líka með okkur þar." Hljómsveitin Trust the Lies ferðast með drengjunum allan hringinn og Mercy Buckets spilar jafnframt með þeim á Gauknum. Hólmkell segir sveitina gríðarspennta fyrir Eistnaflugi þó rafmögnuð stemning hafi myndast á tónleikum þeirra þar árið 2010. "Þá þoldu 70 prósent tónleikagesta okkur ekki því við vorum ekki nógu þungir fyrir metalhausana," segir Hólmkell sem óttast ekki að slíkt endurtaki sig. "Við erum orðnir aðeins þekktari og betri en þá." -hþt Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
"Við spilum á stöðum sem þungarokkshljómsveitir halda aldrei tónleika á," segir Hólmkell Leó Aðalsteinsson, meðlimur hljómsveitarinnar Endless Dark, sem heldur af stað á Íslandstúr á morgun. Fyrstu tónleikarnir fara fram á Gamla Gauknum annað kvöld en að þeim loknum verður rokkað á Grundarfirði, Skagaströnd, Siglufirði, Akureyri og loks á Neskaupstað á rokkhátíðinni Eistnaflugi. "Sumir bæirnir eru bara þorp og það koma kannski rosalega fáir en við ætlum bara að hafa gaman af því," segir Hólmkell en meðlimir sveitarinnar eru frá Ólafsvík og Grundarfirði. Hann bætir við að þeir spili í Kántríbæ og að hann efist um að þungarokk hafi hljómað þar áður. Drengirnir reyndu að fá hljómsveitir frá hverjum bæ til liðs við sig. "Við könnuðum sem dæmi hvort það væri eitthvað band á Siglufirði en það virtist ekki vera svo Ugly Alex, sem kemur frá Akureyri, spilar líka með okkur þar." Hljómsveitin Trust the Lies ferðast með drengjunum allan hringinn og Mercy Buckets spilar jafnframt með þeim á Gauknum. Hólmkell segir sveitina gríðarspennta fyrir Eistnaflugi þó rafmögnuð stemning hafi myndast á tónleikum þeirra þar árið 2010. "Þá þoldu 70 prósent tónleikagesta okkur ekki því við vorum ekki nógu þungir fyrir metalhausana," segir Hólmkell sem óttast ekki að slíkt endurtaki sig. "Við erum orðnir aðeins þekktari og betri en þá." -hþt
Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira