Sóldögg malar eins og köttur 5. júlí 2012 14:00 Hljómsveitin Sóldögg kemur saman eftir ellefu ára hlé á Bestu útihátíðinni um helgina. Bergsveinn Arilíusson söngvari segir mikla eftirvæntingu ríkja meðal hljómsveitarmeðlima. Ástæðuna fyrir endurkomunni segir Bergsveinn vera tvíþætta. „Annars vegar fannst okkur við aldrei hafa kvatt aðdáendur okkar og hins vegar var stór hópur af krökkum sem keyptu plöturnar okkar of ungur til að mæta á tónleika með okkur og það skipti okkur máli. Það fékk okkur til að segja: „Let's do it! Komum saman eitt fallegt sumarkvöld á fallegum stað." Við hlökkum mjög mikið til að „feisa" fólkið og það er engin lygi," segir Bergsveinn. Sóldögg var upp á sitt besta í lok tíunda áratugar síðustu aldar og árið 1998 kom sveitin fram á um 108 tónleikum. Þó langt sé um liðið frá því sveitin kom síðast saman segir Bergsveinn meðlimi hennar vera undirbúna fyrir tónleikana um helgina. „Það kom okkur á óvart hversu vel æfingar hafa gengið. Þetta var eins og gömul þýsk vél sem hrökk í gang og malaði eins og köttur. Þó skammtímaminnið sé beyglað þá man ég, merkilegt nokk, flesta textana. Það er svo álitamál hvort við séum enn í nógu góðu líkamlegu formi, við erum ekki 22 ára lengur." Að sögn Bergsveins mun sveitin einungis leika gamla slagara og nefnir í því samhengi lögin Svört sól, Friður og Breyta um lit. Hann segir stærsta vandamálið vera það að velja úr öllu safninu aðeins nokkur lög. „Við höfum úr nógu að moða, vonandi veljum við réttu lögin." Besta útihátíðin verður haldin á Gaddstöðum við Hellu um helgina og á meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem munu stíga á stokk eru Sykur, Páll Óskar, Gus Gus, Botnleðja og Dikta. -sm Tónlist Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hljómsveitin Sóldögg kemur saman eftir ellefu ára hlé á Bestu útihátíðinni um helgina. Bergsveinn Arilíusson söngvari segir mikla eftirvæntingu ríkja meðal hljómsveitarmeðlima. Ástæðuna fyrir endurkomunni segir Bergsveinn vera tvíþætta. „Annars vegar fannst okkur við aldrei hafa kvatt aðdáendur okkar og hins vegar var stór hópur af krökkum sem keyptu plöturnar okkar of ungur til að mæta á tónleika með okkur og það skipti okkur máli. Það fékk okkur til að segja: „Let's do it! Komum saman eitt fallegt sumarkvöld á fallegum stað." Við hlökkum mjög mikið til að „feisa" fólkið og það er engin lygi," segir Bergsveinn. Sóldögg var upp á sitt besta í lok tíunda áratugar síðustu aldar og árið 1998 kom sveitin fram á um 108 tónleikum. Þó langt sé um liðið frá því sveitin kom síðast saman segir Bergsveinn meðlimi hennar vera undirbúna fyrir tónleikana um helgina. „Það kom okkur á óvart hversu vel æfingar hafa gengið. Þetta var eins og gömul þýsk vél sem hrökk í gang og malaði eins og köttur. Þó skammtímaminnið sé beyglað þá man ég, merkilegt nokk, flesta textana. Það er svo álitamál hvort við séum enn í nógu góðu líkamlegu formi, við erum ekki 22 ára lengur." Að sögn Bergsveins mun sveitin einungis leika gamla slagara og nefnir í því samhengi lögin Svört sól, Friður og Breyta um lit. Hann segir stærsta vandamálið vera það að velja úr öllu safninu aðeins nokkur lög. „Við höfum úr nógu að moða, vonandi veljum við réttu lögin." Besta útihátíðin verður haldin á Gaddstöðum við Hellu um helgina og á meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem munu stíga á stokk eru Sykur, Páll Óskar, Gus Gus, Botnleðja og Dikta. -sm
Tónlist Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning