Sóldögg malar eins og köttur 5. júlí 2012 14:00 Hljómsveitin Sóldögg kemur saman eftir ellefu ára hlé á Bestu útihátíðinni um helgina. Bergsveinn Arilíusson söngvari segir mikla eftirvæntingu ríkja meðal hljómsveitarmeðlima. Ástæðuna fyrir endurkomunni segir Bergsveinn vera tvíþætta. „Annars vegar fannst okkur við aldrei hafa kvatt aðdáendur okkar og hins vegar var stór hópur af krökkum sem keyptu plöturnar okkar of ungur til að mæta á tónleika með okkur og það skipti okkur máli. Það fékk okkur til að segja: „Let's do it! Komum saman eitt fallegt sumarkvöld á fallegum stað." Við hlökkum mjög mikið til að „feisa" fólkið og það er engin lygi," segir Bergsveinn. Sóldögg var upp á sitt besta í lok tíunda áratugar síðustu aldar og árið 1998 kom sveitin fram á um 108 tónleikum. Þó langt sé um liðið frá því sveitin kom síðast saman segir Bergsveinn meðlimi hennar vera undirbúna fyrir tónleikana um helgina. „Það kom okkur á óvart hversu vel æfingar hafa gengið. Þetta var eins og gömul þýsk vél sem hrökk í gang og malaði eins og köttur. Þó skammtímaminnið sé beyglað þá man ég, merkilegt nokk, flesta textana. Það er svo álitamál hvort við séum enn í nógu góðu líkamlegu formi, við erum ekki 22 ára lengur." Að sögn Bergsveins mun sveitin einungis leika gamla slagara og nefnir í því samhengi lögin Svört sól, Friður og Breyta um lit. Hann segir stærsta vandamálið vera það að velja úr öllu safninu aðeins nokkur lög. „Við höfum úr nógu að moða, vonandi veljum við réttu lögin." Besta útihátíðin verður haldin á Gaddstöðum við Hellu um helgina og á meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem munu stíga á stokk eru Sykur, Páll Óskar, Gus Gus, Botnleðja og Dikta. -sm Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Sóldögg kemur saman eftir ellefu ára hlé á Bestu útihátíðinni um helgina. Bergsveinn Arilíusson söngvari segir mikla eftirvæntingu ríkja meðal hljómsveitarmeðlima. Ástæðuna fyrir endurkomunni segir Bergsveinn vera tvíþætta. „Annars vegar fannst okkur við aldrei hafa kvatt aðdáendur okkar og hins vegar var stór hópur af krökkum sem keyptu plöturnar okkar of ungur til að mæta á tónleika með okkur og það skipti okkur máli. Það fékk okkur til að segja: „Let's do it! Komum saman eitt fallegt sumarkvöld á fallegum stað." Við hlökkum mjög mikið til að „feisa" fólkið og það er engin lygi," segir Bergsveinn. Sóldögg var upp á sitt besta í lok tíunda áratugar síðustu aldar og árið 1998 kom sveitin fram á um 108 tónleikum. Þó langt sé um liðið frá því sveitin kom síðast saman segir Bergsveinn meðlimi hennar vera undirbúna fyrir tónleikana um helgina. „Það kom okkur á óvart hversu vel æfingar hafa gengið. Þetta var eins og gömul þýsk vél sem hrökk í gang og malaði eins og köttur. Þó skammtímaminnið sé beyglað þá man ég, merkilegt nokk, flesta textana. Það er svo álitamál hvort við séum enn í nógu góðu líkamlegu formi, við erum ekki 22 ára lengur." Að sögn Bergsveins mun sveitin einungis leika gamla slagara og nefnir í því samhengi lögin Svört sól, Friður og Breyta um lit. Hann segir stærsta vandamálið vera það að velja úr öllu safninu aðeins nokkur lög. „Við höfum úr nógu að moða, vonandi veljum við réttu lögin." Besta útihátíðin verður haldin á Gaddstöðum við Hellu um helgina og á meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem munu stíga á stokk eru Sykur, Páll Óskar, Gus Gus, Botnleðja og Dikta. -sm
Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira