Ólýsanleg stemning á Hellfest 23. júní 2012 09:00 Jens Ólafsson, söngvari Brain Police, stendur á sviðinu fyrir framan áhorfendaskarann á Hellfest. „Stemningin var alveg ólýsanleg. Við vart trúðum okkar augum né eyrum, þetta gekk svo vel," segir Jón Björn Ríkharðsson, eða Jónbi, trommari í Brain Police. Rokkararnir eru nýkomnir heim eftir spilamennsku á Hellfest í Frakklandi, sem er ein vinsælasta þungarokkshátíð Evrópu. Þeir spiluðu í þrjú þúsund manna tjaldi sem var fullt út úr dyrum. Þetta voru fjölmennustu tónleikar sem Brain Police hefur spilað á erlendis en á meðal þekktra sveita sem spiluðu á hátíðinni voru Guns N'Roses, Ozzy Osbourne og Mötley Crüe. Aö sögn Jónba gekk hátíðin mjög vel fyrir sig þrátt fyrir mikinn mannfjölda, eða um níutíu þúsund gesti. „Þarna voru aldrei kýtingar eða slagsmál og nauðganir er eitthvað sem fólk veit ekki einu sinni hvað er á þessum hátíðum. Þarna er fólk bara að skemmta sér og ég held að Íslendingar mættu fara meira á svona erlendar hátíðir og sjá hvernig þetta er gert." Hann telur að Brain Police hafi eignast fullt af nýjum aðdáendum með spilamennsku sinni. „Miðað við „lækin" á Facebook-síðunni okkar þá höfum við gert eitthvað gott. Við náðum að selja slatta af plötum og bolum og ég held að við eigum eftir að fara þarna aftur." Fram undan hjá rokkurunum, sem nýlega sneru aftur eftir nokkurra ára hlé, er hátíðin Stoned From the Underground í Þýskalandi um miðjan júlí. Í október fer hún svo á þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu. - fb Tónlist Mest lesið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Stemningin var alveg ólýsanleg. Við vart trúðum okkar augum né eyrum, þetta gekk svo vel," segir Jón Björn Ríkharðsson, eða Jónbi, trommari í Brain Police. Rokkararnir eru nýkomnir heim eftir spilamennsku á Hellfest í Frakklandi, sem er ein vinsælasta þungarokkshátíð Evrópu. Þeir spiluðu í þrjú þúsund manna tjaldi sem var fullt út úr dyrum. Þetta voru fjölmennustu tónleikar sem Brain Police hefur spilað á erlendis en á meðal þekktra sveita sem spiluðu á hátíðinni voru Guns N'Roses, Ozzy Osbourne og Mötley Crüe. Aö sögn Jónba gekk hátíðin mjög vel fyrir sig þrátt fyrir mikinn mannfjölda, eða um níutíu þúsund gesti. „Þarna voru aldrei kýtingar eða slagsmál og nauðganir er eitthvað sem fólk veit ekki einu sinni hvað er á þessum hátíðum. Þarna er fólk bara að skemmta sér og ég held að Íslendingar mættu fara meira á svona erlendar hátíðir og sjá hvernig þetta er gert." Hann telur að Brain Police hafi eignast fullt af nýjum aðdáendum með spilamennsku sinni. „Miðað við „lækin" á Facebook-síðunni okkar þá höfum við gert eitthvað gott. Við náðum að selja slatta af plötum og bolum og ég held að við eigum eftir að fara þarna aftur." Fram undan hjá rokkurunum, sem nýlega sneru aftur eftir nokkurra ára hlé, er hátíðin Stoned From the Underground í Þýskalandi um miðjan júlí. Í október fer hún svo á þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu. - fb
Tónlist Mest lesið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira