Prinsippkonan Ólafur Þ. Stephensen skrifar 22. júní 2012 06:00 Ein ástæða þess að almenningur hefur svo litla trú á stjórnmálamönnum er að þeir ástunda í sífellu tvöfalt siðgæði. Aldrei er það skýrara en þegar menn færast úr stjórnarandstöðu í ráðherrastól. Þá sitja þeir sem fastast þótt þeir verði uppvísir að mistökum sem þeir hefðu áður talið að ættu klárlega að kosta ráðherra embættið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er búin að koma sér í þessa stöðu. Hún hefur lengi verið ötull talsmaður jafnréttis og viljað að jafnréttislöggjöfin hafi raunverulegt bit; menn eigi ekki að komast upp með að brjóta hana. Í fyrravor úrskurðaði kærunefnd jafnréttismála hins vegar að ráðherrann hefði brotið jafnréttislög með því að ráða karl í stöðu skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu og ganga fram hjá konu sem nefndin taldi jafnhæfa til starfans. Í fyrradag felldi Héraðsdómur Reykjavíkur dóm þess efnis að úrskurður kærunefndarinnar væri bindandi og að ráðherrann hefði brotið jafnréttislögin. Forsætisráðherrann reynir að snúa sig út úr klípunni með orðhengilshætti í fréttatilkynningu, þar sem segir að í dóminum sé „hvorki lagt sjálfstætt né efnislegt mat á það hvort jafnréttislög hafi verið brotin við skipun í embættið". Það gerir dómurinn náttúrlega ekki, vegna þess að hann telur að samkvæmt laganna hljóðan sé úrskurður nefndarinnar bindandi. Sá stjórnmálamaður, sem barðist harðast fyrir því að úrskurðir kærunefndarinnar yrðu bindandi, og flutti loks um það frumvarp sem félagsmálaráðherra, heitir Jóhanna Sigurðardóttir. Ráðherrann virðist ekki átta sig á að aðalatriðið í þessu máli er ekki hvort niðurstaða kærunefndarinnar sé rétt, heldur hvort Jóhanna sé sjálfri sér samkvæm og hvort ímyndin sem oft er dregin upp af henni sem prinsippföstum stjórnmálamanni sé sönn. Þegar algjörlega sambærilegt mál kom upp árið 2004 og kærunefndin úrskurðaði að þáverandi dómsmálaráðherra hefði brotið jafnréttislög (sem hann taldi fráleitt) áleit Jóhanna Sigurðardóttir að hann ætti að segja af sér. „Hjá öðrum lýðræðisþjóðum hefði ráðherra sem brýtur svo gróflega lög og reglur verið látinn fjúka. En hér á landi er allt leyfilegt hjá ráðherrum og þeir komast upp með allt," sagði hún þá í þingræðu. Hún þurfti hvorki dóm héraðsdóms né Hæstaréttar til að komast að þessari niðurstöðu. Þetta er ekki eini tvískinnungur Jóhönnu í málinu. Hún kom því á að gera úrskurði kærunefndar bindandi. Engu að síður er rakið í dómnum að forsætisráðuneytið hafi sent kærunefndinni bréf þar sem fram kom að ráðuneytið „teldi erfitt að festa hönd á það með hvaða hætti úrskurður kærunefndar jafnréttismála í málinu væri bindandi að lögum. Jafnframt taldi ráðuneytið að úrskurðurinn hefði ekki þau áhrif að til bótaréttar stefnanda hefði stofnast". Getur verið að þetta hafi vakað fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hún kynnti breytinguna um bindandi úrskurði og sagði: „Með því er niðurstöðum nefndarinnar gefið meira vægi og aukast þá líkur á að farið sé eftir þeim"?! Auðvitað segir Jóhanna Sigurðardóttir ekki af sér ráðherradómi. Hún þumbast bara áfram eins og forverar hennar, sem hún sakaði um „hroka og vankunnáttu" á jafnréttislögunum. En er til of mikils mælzt að hún biðji kjósendur afsökunar á að hafa þverbrotið sín gömlu og margfrægu prinsipp? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ein ástæða þess að almenningur hefur svo litla trú á stjórnmálamönnum er að þeir ástunda í sífellu tvöfalt siðgæði. Aldrei er það skýrara en þegar menn færast úr stjórnarandstöðu í ráðherrastól. Þá sitja þeir sem fastast þótt þeir verði uppvísir að mistökum sem þeir hefðu áður talið að ættu klárlega að kosta ráðherra embættið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er búin að koma sér í þessa stöðu. Hún hefur lengi verið ötull talsmaður jafnréttis og viljað að jafnréttislöggjöfin hafi raunverulegt bit; menn eigi ekki að komast upp með að brjóta hana. Í fyrravor úrskurðaði kærunefnd jafnréttismála hins vegar að ráðherrann hefði brotið jafnréttislög með því að ráða karl í stöðu skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu og ganga fram hjá konu sem nefndin taldi jafnhæfa til starfans. Í fyrradag felldi Héraðsdómur Reykjavíkur dóm þess efnis að úrskurður kærunefndarinnar væri bindandi og að ráðherrann hefði brotið jafnréttislögin. Forsætisráðherrann reynir að snúa sig út úr klípunni með orðhengilshætti í fréttatilkynningu, þar sem segir að í dóminum sé „hvorki lagt sjálfstætt né efnislegt mat á það hvort jafnréttislög hafi verið brotin við skipun í embættið". Það gerir dómurinn náttúrlega ekki, vegna þess að hann telur að samkvæmt laganna hljóðan sé úrskurður nefndarinnar bindandi. Sá stjórnmálamaður, sem barðist harðast fyrir því að úrskurðir kærunefndarinnar yrðu bindandi, og flutti loks um það frumvarp sem félagsmálaráðherra, heitir Jóhanna Sigurðardóttir. Ráðherrann virðist ekki átta sig á að aðalatriðið í þessu máli er ekki hvort niðurstaða kærunefndarinnar sé rétt, heldur hvort Jóhanna sé sjálfri sér samkvæm og hvort ímyndin sem oft er dregin upp af henni sem prinsippföstum stjórnmálamanni sé sönn. Þegar algjörlega sambærilegt mál kom upp árið 2004 og kærunefndin úrskurðaði að þáverandi dómsmálaráðherra hefði brotið jafnréttislög (sem hann taldi fráleitt) áleit Jóhanna Sigurðardóttir að hann ætti að segja af sér. „Hjá öðrum lýðræðisþjóðum hefði ráðherra sem brýtur svo gróflega lög og reglur verið látinn fjúka. En hér á landi er allt leyfilegt hjá ráðherrum og þeir komast upp með allt," sagði hún þá í þingræðu. Hún þurfti hvorki dóm héraðsdóms né Hæstaréttar til að komast að þessari niðurstöðu. Þetta er ekki eini tvískinnungur Jóhönnu í málinu. Hún kom því á að gera úrskurði kærunefndar bindandi. Engu að síður er rakið í dómnum að forsætisráðuneytið hafi sent kærunefndinni bréf þar sem fram kom að ráðuneytið „teldi erfitt að festa hönd á það með hvaða hætti úrskurður kærunefndar jafnréttismála í málinu væri bindandi að lögum. Jafnframt taldi ráðuneytið að úrskurðurinn hefði ekki þau áhrif að til bótaréttar stefnanda hefði stofnast". Getur verið að þetta hafi vakað fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hún kynnti breytinguna um bindandi úrskurði og sagði: „Með því er niðurstöðum nefndarinnar gefið meira vægi og aukast þá líkur á að farið sé eftir þeim"?! Auðvitað segir Jóhanna Sigurðardóttir ekki af sér ráðherradómi. Hún þumbast bara áfram eins og forverar hennar, sem hún sakaði um „hroka og vankunnáttu" á jafnréttislögunum. En er til of mikils mælzt að hún biðji kjósendur afsökunar á að hafa þverbrotið sín gömlu og margfrægu prinsipp?
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun