Gojira syngur um frelsið 21. júní 2012 22:00 Franska þungarokkssveitin Gojira gefur út sína fimmtu hljóðversplötu eftir helgi. „Þroskaðri en fyrri verk," segir forsprakkinn Joe Duplantier. Frönsku þungarokkararnir í Gojira gefa eftir helgi út sína fimmtu hljóðversplötu, L"Enfant Sauvage. Hún er jafnframt sú fyrsta sem kemur út hjá bandarísku útgáfunni Roadrunner Records, undirfyrirtæki Warner Music Group. Gojira var stofnuð árið 1996 í Bayonne í Frakklandi og hét reyndar Godzilla fyrstu fimm árin. Hljómsveitin er skipuð bræðrunum Joe og Mario Duplantier, Christian Andreu og Jean-Michel Labade. Eftir að hafa spilað saman í nokkur ár og meðal annars hitað upp fyrir Cannibal Corpse urðu þeir að breyta nafninu af ótta við lögsókn en Gojira er einfaldlega Godzilla eins og Japanar myndu skrifa það. Eftir að hafa gefið út tvær plötur sem fengu fínar viðtökur í heimalandinu vildu Duplantier og félagar stækka aðdáendahópinn. Þeir sömdu við frönsku útgáfuna Listenable Records og gáfu út plötuna From Mars to Sirius. Umslaginu þótti svipa mjög til lógós hvalaverndunarsamtakanna Sea Shepherd, sem meðlimir sveitarinnar styðja. Tónleikaferð um Evrópu fylgdi í kjölfarið og meðal annars spilaði Gojira á Airwaves-hátíðinni 2006 á Nasa. Áheyrendurnir voru ekki margir en Frakkarnir létu það ekki á sig fá og skiluðu sínu með miklum sóma. Sumir erlendir miðlar sögðu tónleikana einn af hápunktum hátíðarinnar. Síðan þá hefur vegur Gojira vaxið jafnt og þétt úti um allan heim. Hún nær til breiðs hóps þungarokkara enda er hún ófeimin við að blanda saman dauðarokki, framsæknu þungarokki og thrash-metal. Textarnir hafa oft og tíðum fjallað um náttúruvernd, sem er óvenjulegt í þungarokkinu. Platan The Way of All Flesh leit dagsins ljós fyrir fjórum árum og fékk góðar viðtökur og núna er L"Enfant Sauvage á leiðinni. „Frelsi fylgir ábyrgð og þess vegna spyr ég: „Hvað er frelsi? Hvaða þýðingu hefur það fyrir mig?" L"Enfant Sauvage fjallar um þetta," segir söngvarinn og gítarleikarinn Joe Duplantier. „Hún er þroskaðri en fyrri verk okkar. Það er minni vitleysa í gangi en á sama tíma er krafturinn og einfaldleikinn meiri." freyr@frettabladid.is Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Franska þungarokkssveitin Gojira gefur út sína fimmtu hljóðversplötu eftir helgi. „Þroskaðri en fyrri verk," segir forsprakkinn Joe Duplantier. Frönsku þungarokkararnir í Gojira gefa eftir helgi út sína fimmtu hljóðversplötu, L"Enfant Sauvage. Hún er jafnframt sú fyrsta sem kemur út hjá bandarísku útgáfunni Roadrunner Records, undirfyrirtæki Warner Music Group. Gojira var stofnuð árið 1996 í Bayonne í Frakklandi og hét reyndar Godzilla fyrstu fimm árin. Hljómsveitin er skipuð bræðrunum Joe og Mario Duplantier, Christian Andreu og Jean-Michel Labade. Eftir að hafa spilað saman í nokkur ár og meðal annars hitað upp fyrir Cannibal Corpse urðu þeir að breyta nafninu af ótta við lögsókn en Gojira er einfaldlega Godzilla eins og Japanar myndu skrifa það. Eftir að hafa gefið út tvær plötur sem fengu fínar viðtökur í heimalandinu vildu Duplantier og félagar stækka aðdáendahópinn. Þeir sömdu við frönsku útgáfuna Listenable Records og gáfu út plötuna From Mars to Sirius. Umslaginu þótti svipa mjög til lógós hvalaverndunarsamtakanna Sea Shepherd, sem meðlimir sveitarinnar styðja. Tónleikaferð um Evrópu fylgdi í kjölfarið og meðal annars spilaði Gojira á Airwaves-hátíðinni 2006 á Nasa. Áheyrendurnir voru ekki margir en Frakkarnir létu það ekki á sig fá og skiluðu sínu með miklum sóma. Sumir erlendir miðlar sögðu tónleikana einn af hápunktum hátíðarinnar. Síðan þá hefur vegur Gojira vaxið jafnt og þétt úti um allan heim. Hún nær til breiðs hóps þungarokkara enda er hún ófeimin við að blanda saman dauðarokki, framsæknu þungarokki og thrash-metal. Textarnir hafa oft og tíðum fjallað um náttúruvernd, sem er óvenjulegt í þungarokkinu. Platan The Way of All Flesh leit dagsins ljós fyrir fjórum árum og fékk góðar viðtökur og núna er L"Enfant Sauvage á leiðinni. „Frelsi fylgir ábyrgð og þess vegna spyr ég: „Hvað er frelsi? Hvaða þýðingu hefur það fyrir mig?" L"Enfant Sauvage fjallar um þetta," segir söngvarinn og gítarleikarinn Joe Duplantier. „Hún er þroskaðri en fyrri verk okkar. Það er minni vitleysa í gangi en á sama tíma er krafturinn og einfaldleikinn meiri." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira