Menningarráðuneyti Taílands hefur gagnrýnt Lady Gaga fyrir að nota þjóðfána landsins á óviðeigandi hátt á tónleikum sem hún hélt í höfuðborginni Bangkok.
Gaga klæddist taílenskum höfuðbúnaði á tónleikunum og var einnig í bikiní.
Til að toppa það sat hún á mótorhjóli með taílenska þjóðfánann bundinn við hjólið. Að sögn menningarráðuneytisins var uppátækið óviðeigandi og særði tilfinningar Taílendinga. Ekki stendur samt til að lögsækja söngkonuna fyrir hegðun sína.
Lady Gaga gagnrýnd
