Vantar íslenska umboðsmenn 16. júní 2012 09:00 vantar umba Tómas Young hjá Útón segir að það vanti öfluga umboðsmenn á Íslandi.fréttablaðið/vilhelm „Okkur vantar fleiri aðila með þekkingu á við erlenda umboðsmenn. Við erum soddan sveitamenn hérna heima," segir Tómas Young hjá Útón, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Tveir styrkir verða veittir til umboðsmanna, eða verðandi umboðsmanna, sem hafa áhuga á að komast að hjá fyrirtæki í Bretlandi til að efla þekkingu sína á tónlistarviðskiptum. Verkefnið er unnið af Útón í samstarfi við Leonardo, starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins, og dvelja styrkþegarnir úti í tíu vikur. Samtals nemur hvor styrkur rúmum sex hundruð þúsund krónum. Aðspurður telur Tómas að fleiri íslensk bönd gætu náð betri árangri erlendis ef þau væru með öfluga umboðsmenn. Hann nefnir sem dæmi að hljómsveitin Of Monsters and Men hafi verið heppin að hafa komist í kynni við breska umboðsmanninn Heather Kolker. Hún er búsett hér á landi, á íslenskan mann og hefur starfað fyrir stór bönd á borð við MGMT og Edward Sharpe and the Magnetic Zeros. „Þekkingin sem hún hefur fleytti þeim örugglega svolítið langt áfram." Hann vonast til að þeir tveir aðilar sem fái styrkinn til að fara út komist í góð sambönd. „Við viljum að fólkið sjái hvernig bransinn úti virkar og að það byggi upp ákveðið tengslanet." Umsóknarfrestur rennur út 1. september og skulu áhugasamir senda póst á tomas@icelandmusic.is. - fb Lífið Tónlist Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Okkur vantar fleiri aðila með þekkingu á við erlenda umboðsmenn. Við erum soddan sveitamenn hérna heima," segir Tómas Young hjá Útón, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Tveir styrkir verða veittir til umboðsmanna, eða verðandi umboðsmanna, sem hafa áhuga á að komast að hjá fyrirtæki í Bretlandi til að efla þekkingu sína á tónlistarviðskiptum. Verkefnið er unnið af Útón í samstarfi við Leonardo, starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins, og dvelja styrkþegarnir úti í tíu vikur. Samtals nemur hvor styrkur rúmum sex hundruð þúsund krónum. Aðspurður telur Tómas að fleiri íslensk bönd gætu náð betri árangri erlendis ef þau væru með öfluga umboðsmenn. Hann nefnir sem dæmi að hljómsveitin Of Monsters and Men hafi verið heppin að hafa komist í kynni við breska umboðsmanninn Heather Kolker. Hún er búsett hér á landi, á íslenskan mann og hefur starfað fyrir stór bönd á borð við MGMT og Edward Sharpe and the Magnetic Zeros. „Þekkingin sem hún hefur fleytti þeim örugglega svolítið langt áfram." Hann vonast til að þeir tveir aðilar sem fái styrkinn til að fara út komist í góð sambönd. „Við viljum að fólkið sjái hvernig bransinn úti virkar og að það byggi upp ákveðið tengslanet." Umsóknarfrestur rennur út 1. september og skulu áhugasamir senda póst á tomas@icelandmusic.is. - fb
Lífið Tónlist Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira