Söngkonan Rihanna hefur tekið vel á því í ræktinni undanfarið og fylgt stífu æfingaprógrammi. Vegna þessa hefur hún lést verulega og kveðst ekki ánægð með breytinguna á vaxtarlagi sínu.
„Ég er í stærð 0 og er ekki ánægð með það! Ég gekk alltof langt og vil frekar vera í aðeins meiri holdum. Ég vil fá gamla rassinn minn aftur!" Segir stjarnan sem er heimsfræg ekki aðeins fyrir söng sinn heldur einnig flottan og þrýstinn líkama og ætlar sér að fá meira hold á beinin á næstunni.
