Hljómsveitin Bon Iver gefur út nýja EP-plötu í næstu viku. Hún hefur að geyma sjö lög sem voru tekin upp á tónleikum, þar á meðal útgáfu sveitarinnar á Bjarkarlaginu Who Is It? Meðal annarra laga á plötunni er Holocene sem kom nýlega út á smáskífu. Það er einnig að finna á síðustu plötu Bon Iver sem kom út í fyrra.
Hljómsveitin byrjar tónleikaferðalag sitt um Evrópu 5. júlí í Póllandi. Tveimur dögum síðar taka við tónleikar á Hróarskelduhátíðinni, þar sem Björk treður einmitt líka upp.
Björk á plötu Bon Iver
