Þreyttur eftir þrjátíu ár í bransanum 15. júní 2012 08:00 hættur Jakob Smári Magnússon er hættur að spila á böllum og hefur fengið starf sem sölumaður. fréttablaðið/stefán „Ég er orðinn þreyttur á þessu," segir bassaleikarinn Jakob Smári Magnússon. Hann er hættur að spila með hljómsveitunum SS Sól og Reiðmönnum vindanna og ætlar yfirhöfuð að draga sig út úr allri spilamennsku á böllum eftir rúmlega þrjátíu ár í bransanum. „Ég hef verið að reyna að hafa þetta sem mína aðalvinnu en ég ætla að hætta því. Það er rosalega erfitt að lifa á tónlistinni hérna heima. Það eina sem gefur pening er að spila á böllum og ég bara nenni því ekki lengur," segir Jakob Smári, sem hefur lengi verið talinn einn besti bassaleikari þjóðarinnar. Hann er búinn að fá starf sem sölumaður hjá Ásbirni Ólafssyni og verður bassaleikurinn því í aukahlutverki hjá honum þangað til annað kemur í ljós. Jakob Smári hóf feril sinn fyrir 31 ári með hljómsveitinni Tappi Tíkarrass. Þegar hann var tvítugur sagði hann upp dagvinnunni og hellti sér út í spilamennsku með rokksveitinni Das Kapital og hefur verið atvinnumaður í faginu nánast óslitið síðan. Meðal annarra sveita sem hafa notið krafta hans eru Grafík og Egó, auk Bubba Morthens. „Ég ætlaði að gera eins og Brad Pitt sem ætlar að hætta að leika þegar hann verður fimmtugur en ég gat það ekki," segir hinn 48 ára Jakob. Hann er þó enn með nokkur verkefni í bakhöndinni, þar á meðal með Láru Rúnarsdóttur og bandaríska tónlistarmanninum John Grant. Hann spilar með Grant á næstu plötu hans sem kemur út í janúar og á tónleikum í Háskólabíói í júlí. „Það er rosalega gaman að fá að vinna með honum og mikill heiður. Maður bara buktar sig og beygir." -fb Lífið Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
„Ég er orðinn þreyttur á þessu," segir bassaleikarinn Jakob Smári Magnússon. Hann er hættur að spila með hljómsveitunum SS Sól og Reiðmönnum vindanna og ætlar yfirhöfuð að draga sig út úr allri spilamennsku á böllum eftir rúmlega þrjátíu ár í bransanum. „Ég hef verið að reyna að hafa þetta sem mína aðalvinnu en ég ætla að hætta því. Það er rosalega erfitt að lifa á tónlistinni hérna heima. Það eina sem gefur pening er að spila á böllum og ég bara nenni því ekki lengur," segir Jakob Smári, sem hefur lengi verið talinn einn besti bassaleikari þjóðarinnar. Hann er búinn að fá starf sem sölumaður hjá Ásbirni Ólafssyni og verður bassaleikurinn því í aukahlutverki hjá honum þangað til annað kemur í ljós. Jakob Smári hóf feril sinn fyrir 31 ári með hljómsveitinni Tappi Tíkarrass. Þegar hann var tvítugur sagði hann upp dagvinnunni og hellti sér út í spilamennsku með rokksveitinni Das Kapital og hefur verið atvinnumaður í faginu nánast óslitið síðan. Meðal annarra sveita sem hafa notið krafta hans eru Grafík og Egó, auk Bubba Morthens. „Ég ætlaði að gera eins og Brad Pitt sem ætlar að hætta að leika þegar hann verður fimmtugur en ég gat það ekki," segir hinn 48 ára Jakob. Hann er þó enn með nokkur verkefni í bakhöndinni, þar á meðal með Láru Rúnarsdóttur og bandaríska tónlistarmanninum John Grant. Hann spilar með Grant á næstu plötu hans sem kemur út í janúar og á tónleikum í Háskólabíói í júlí. „Það er rosalega gaman að fá að vinna með honum og mikill heiður. Maður bara buktar sig og beygir." -fb
Lífið Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira