Pétur Jóhann og Þorsteinn saman í nýjum þáttum 15. júní 2012 10:00 Gott teymi Pétur Jóhann Sigfússon og Þorsteinn Guðmundsson leiða saman hesta sína í nýjum gamanþáttum en landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson verður þeim innan handar í skrifunum og leikstýrir. Þættirnir eiga að vera í líkingu við Seinfeld og Klovn. „Við erum bara mjög spenntir og setjum markið hátt," segir leikarinn Þorsteinn Guðmundsson en hann og grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon vinna nú að gerð nýrra gamanþátta. Þættirnir eru gamanþættir með söguþræði í anda sjónvarpsþáttanna vinsælu Seinfeld og Klovn. Aðalhlutverkin eru í höndunum á Pétri Jóhanni og Þorsteini en þættirnir hafa verið í bígerð í dágóðan tíma. Þorsteinn segir að ekkert vinnuheiti sé ennþá komið en búið er að taka upp einn prufuþátt, eða svokallaðan „pilot", sem mældist vel fyrir. „Þetta gekk vel en ég hef aldrei gert prufuþátt nánast í fullri lengd. Prufuþátturinn var gerður til að sjá hvernig karakterarnir og aðstæður unnu saman. Það var gott því þá gátum við séð hvað var að virka og hvað ekki og mér sýndist flestir hafa gaman af," segir Þorsteinn en hann og Pétur Jóhann hefjast handa við skriftir í haust ásamt markverðinum knáa Hannesi Þór Halldórssyni sem leikstýrir þáttunum. „Hann verður okkur innan handar í skrifunum og svo stefnum við á að fara í tökur næsta vor." Þættirnir hafa verið í þróun af Saga Film í samvinnu við Stöð 2 en Þorsteinn vill ekki gefa of mikið uppi varðandi söguþráðinn sjálfan. Hann segir karakterana þó að miklum hluta byggða á þeim sjálfum. „Söguþráðurinn er ennþá í þróun. Við Pétur verðum að nota sumarið til að fara ofan í okkar sálarfylgsni og göngum aðeins lengra en venjulega. Við ætlum að kanna okkar svörtustu sálarhliðar og draga fram atburði og það sem við höfum lent í í lífinu," segir Þorsteinn en hann og Pétur eru góðir vinir og þeir hafa verið með uppistand í Gamla Bíói undanfarna mánuði. „Ég er ekki viss um að við höfum leikið saman áður en við höfum grínað mikið saman og haldið ágætis sambandi. Við eigum vel saman og hlökkum mikið til samstarfsins næsta haust." alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira
„Við erum bara mjög spenntir og setjum markið hátt," segir leikarinn Þorsteinn Guðmundsson en hann og grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon vinna nú að gerð nýrra gamanþátta. Þættirnir eru gamanþættir með söguþræði í anda sjónvarpsþáttanna vinsælu Seinfeld og Klovn. Aðalhlutverkin eru í höndunum á Pétri Jóhanni og Þorsteini en þættirnir hafa verið í bígerð í dágóðan tíma. Þorsteinn segir að ekkert vinnuheiti sé ennþá komið en búið er að taka upp einn prufuþátt, eða svokallaðan „pilot", sem mældist vel fyrir. „Þetta gekk vel en ég hef aldrei gert prufuþátt nánast í fullri lengd. Prufuþátturinn var gerður til að sjá hvernig karakterarnir og aðstæður unnu saman. Það var gott því þá gátum við séð hvað var að virka og hvað ekki og mér sýndist flestir hafa gaman af," segir Þorsteinn en hann og Pétur Jóhann hefjast handa við skriftir í haust ásamt markverðinum knáa Hannesi Þór Halldórssyni sem leikstýrir þáttunum. „Hann verður okkur innan handar í skrifunum og svo stefnum við á að fara í tökur næsta vor." Þættirnir hafa verið í þróun af Saga Film í samvinnu við Stöð 2 en Þorsteinn vill ekki gefa of mikið uppi varðandi söguþráðinn sjálfan. Hann segir karakterana þó að miklum hluta byggða á þeim sjálfum. „Söguþráðurinn er ennþá í þróun. Við Pétur verðum að nota sumarið til að fara ofan í okkar sálarfylgsni og göngum aðeins lengra en venjulega. Við ætlum að kanna okkar svörtustu sálarhliðar og draga fram atburði og það sem við höfum lent í í lífinu," segir Þorsteinn en hann og Pétur eru góðir vinir og þeir hafa verið með uppistand í Gamla Bíói undanfarna mánuði. „Ég er ekki viss um að við höfum leikið saman áður en við höfum grínað mikið saman og haldið ágætis sambandi. Við eigum vel saman og hlökkum mikið til samstarfsins næsta haust." alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira