Kvikmyndaþátturinn Kviksjá aftur á dagskrá í sumar 18. júní 2012 16:00 Sigríður Pétursdóttir stýrir Kviksjá í sumar en sinnir dagskrárgerð fyrir Djöflaeyjuna og Kviku frá London í haust. Kvikmyndaþátturinn Kviksjá í umsjón Sigríðar Pétursdóttur hefur göngu sína annað kvöld, annað árið í röð. Sýndar verða tíu íslenskar kvikmyndir sem fylgt er úr hlaði með viðtölum Sigríðar við leikstjóra, leikara eða handritshöfunda. Á dagskrá eru nýjar myndir og eldri í bland, til dæmis Á annan veg og Skilaboð til Söndru. Þrjár þeirra mynda sem sýndar verða í sumar segist Sigríður hafa leitast sérstaklega við hafa með: Stellu í Orlofi, Benjamín dúfu og Húsið. „Í fyrra var ég spurð í hverri viku hvort ég ætlaði ekki að sýna Stellu, hún er greinilega enn svona ofboðslega vinsæl. Benjamín dúfa er ein af mínum uppáhaldsmyndum og langt síðan hún var sýnd opinberlega. Það sama má segja um Húsið, sem er nýbúið að lagfæra og betrumbæta en Egill Eðvarðsson segir mjög skemmtilega frá gerð myndarinnar." Kviksjá verður jafnan á dagskrá á sunnudagskvöldum en þar sem þjóðhátíðardaginn ber upp næsta sunnudag verður fyrsta Kviksjá sumarsins send út á á morgun, föstudag. Þá verður sýnd Okkar eigin Osló frá 2011 og ræðir Sigríður við Reyni Lyngdal, leikstjóra myndarinnar. Á mánudagskvöldum verða svo sýndar valdar stuttmyndir sem nemendur Kvikmyndaskóla Íslands hafa gert undanfarin ár. Þættirnir eru sem fyrr teknir upp í Bíó Paradís, heimili kvikmyndanna, og um dagskrárgerð sér Janus Bragi Jakobsson. Í haust vendir Sigríður síðan kvæði sínu í kross og flytur til London ásamt fjölskyldu sinni. Undanfarin ár hefur hún stýrt útvarpsþættinum Kviku á Rás 1 en stýrir honum aðra hverja viku í vetur. „Ég verð með svona fróðleiksþætti en annar umsjónarmaður á móti mér sinnir því sem er að gerast í bransanum heima." Sigríður mun hins vegar einbeita sér að sjónvarpsþættinum Djöflaeyjunni og vinna innslög í hann í Englandi. „Ég er þegar búinn að finna helling af efni til að vinna," segir hún. „Það er fullt af Íslendingum að gera hluti sem sárafáir vita af, auk þess sem menningarlífið í London er afar blómlegt, eins og flestir þekkja." - bs Lífið Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kvikmyndaþátturinn Kviksjá í umsjón Sigríðar Pétursdóttur hefur göngu sína annað kvöld, annað árið í röð. Sýndar verða tíu íslenskar kvikmyndir sem fylgt er úr hlaði með viðtölum Sigríðar við leikstjóra, leikara eða handritshöfunda. Á dagskrá eru nýjar myndir og eldri í bland, til dæmis Á annan veg og Skilaboð til Söndru. Þrjár þeirra mynda sem sýndar verða í sumar segist Sigríður hafa leitast sérstaklega við hafa með: Stellu í Orlofi, Benjamín dúfu og Húsið. „Í fyrra var ég spurð í hverri viku hvort ég ætlaði ekki að sýna Stellu, hún er greinilega enn svona ofboðslega vinsæl. Benjamín dúfa er ein af mínum uppáhaldsmyndum og langt síðan hún var sýnd opinberlega. Það sama má segja um Húsið, sem er nýbúið að lagfæra og betrumbæta en Egill Eðvarðsson segir mjög skemmtilega frá gerð myndarinnar." Kviksjá verður jafnan á dagskrá á sunnudagskvöldum en þar sem þjóðhátíðardaginn ber upp næsta sunnudag verður fyrsta Kviksjá sumarsins send út á á morgun, föstudag. Þá verður sýnd Okkar eigin Osló frá 2011 og ræðir Sigríður við Reyni Lyngdal, leikstjóra myndarinnar. Á mánudagskvöldum verða svo sýndar valdar stuttmyndir sem nemendur Kvikmyndaskóla Íslands hafa gert undanfarin ár. Þættirnir eru sem fyrr teknir upp í Bíó Paradís, heimili kvikmyndanna, og um dagskrárgerð sér Janus Bragi Jakobsson. Í haust vendir Sigríður síðan kvæði sínu í kross og flytur til London ásamt fjölskyldu sinni. Undanfarin ár hefur hún stýrt útvarpsþættinum Kviku á Rás 1 en stýrir honum aðra hverja viku í vetur. „Ég verð með svona fróðleiksþætti en annar umsjónarmaður á móti mér sinnir því sem er að gerast í bransanum heima." Sigríður mun hins vegar einbeita sér að sjónvarpsþættinum Djöflaeyjunni og vinna innslög í hann í Englandi. „Ég er þegar búinn að finna helling af efni til að vinna," segir hún. „Það er fullt af Íslendingum að gera hluti sem sárafáir vita af, auk þess sem menningarlífið í London er afar blómlegt, eins og flestir þekkja." - bs
Lífið Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira