Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna í Rakhine-héraði í Mjanmar, sem einnig er þekkt sem Búrma, hefur verið kallað heim. Átök hafa blossað upp á milli búddatrúarmanna og múslíma á svæðinu.
Ófriðurinn hefur varað í viku og hafa sautján manns hið minnsta látist. Átökin hófust þegar hópur búddatrúarmanna réðist á múslíma til þess að hefna fyrir nauðgun. Neyðarástandi og útgöngubanni hefur verið lýst yfir í Rakhine. Fjöldi fólks reynir nú að flýja burt. - þeb
SÞ kalla heim frá Mjanmar
