"Heiða á tvo tannbursta“ Pawel Bartoszek skrifar 8. júní 2012 06:00 Samkvæmt rannsókninni „Sameiginleg forsjá sem meginregla og íhlutun stjórnvalda – Rannsókn um sjónarhorn foreldra", frá árinu 2008, dvöldu 24% barna sem áttu fráskilda foreldra jafnlengi hjá þeim báðum. Ýmsar útgáfur af helgarfyrirkomulagi summuðust upp í 40%. Þótt nýrri tölur liggi ekki fyrir segir tilfinningin manni að víxlbúsetufyrirkomulagið hafi heldur sótt á síðan. Samfélög eru oft framsæknari en löggjafinn. Vikupabbinn er að stinga helgarpabbann af. En hvorki gildandi barnalög né þær breytingar sem til stendur að gera á þeim gera sérstaklega ráð fyrir „viku og viku". Það stendur reyndar til að setja það í lög að heimilt verði „þegar sérstaklega stendur á" að úrskurða um umgengni í allt að 7 daga af hverjum 14. En jafnframt er áfram áréttuð sú skekkja sem felst í sterkari réttarstöðu þess foreldris sem barnið hefur lögheimili hjá (sem oftast er mamman). Í frumvarpinu segir: „Ef foreldrar búa ekki saman hefur það foreldri sem barn á lögheimili hjá heimild til þess að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins, svo sem um hvar barnið skuli eiga lögheimili innan lands, um val á leikskóla, grunnskóla og daggæslu, venjulega eða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og reglubundið tómstundastarf. Foreldrar sem fara saman með forsjá barns skulu þó ávallt leitast við að hafa samráð áður en þessum málefnum barns er ráðið til lykta." Ég get kannski skilið þá þörf stjórnvalda að vilja að það sé ábyrgð eins aðila hvort barnið fari í fótbolta eða skák en lagagreinar sem þessar eru óneitanlega ekki í anda þess sem manni finnst að orðin „sameiginleg forsjá" ættu að þýða. Fyrst til eru foreldrar sem ekki búa saman en vilja deila að fullu ábyrgð á uppeldi barna sinna ættu barnalög að bjóða þeim upp á það. Í gildandi barnalögum segir: „Foreldrar geta samið um að forsjá barns verði sameiginleg. Í samningi um sameiginlega forsjá skal greina hjá hvoru foreldra barn skuli eiga lögheimili og þar með að jafnaði hafa fasta búsetu." Börn verða því lögum samkvæmt að jafnaði með fasta búsetu á einum stað. Af hverju? Geta börn átt tvær mömmur, en ekki tvo tannbursta? Sameiginleg en samt ekki alvegSkyldan til að velja lögheimili býr til kerfisbundna skekkju á rétti foreldra, sama hvort þeir kæra sig um hana eða ekki. Algeng krafa feðra um möguleikann á tvöföldu lögheimili er sprottin af þessu. Og þótt forritarinn í mér hafi reyndar örlitla samúð með þeim sem halda því fram að þetta gæti verið vesen þá verður kerfið að þjóna fólkinu en ekki öfugt. Út frá sjónarmiðum jafnréttis og heilbrigðrar skynsemi þarf því klárlega eitt af tvennu að gerast: Annað hvort þarf að heimila tvöfalt lögheimili barna eða að afnema þann sjálfkrafa umframrétt sem lögheimilið veitir öðru foreldrinu. Þetta lögheimilisrugl er reyndar hluti af stærra vandamáli: Hið opinbera biður okkur um að segja því hvar við búum, oftast með þeim mjúku rökum að það „það sé gott að vita hver sé hvar svo hægt sé að ná í hann" en síðan hefur þessi skráning áhrif á allt frá skattamálum til aðgengis að tómstundastarfi. Meira að segja sumar af tillögum að lögum um tvöfalt lögheimili barna vildu einskorða möguleikann við sama sveitarfélag. Rétt eins og það væri óleysanlegt vandamál fyrir bæi að deila kostnaðinum af skólagöngu þessara barna. Eða það að barn gæti labbað í skólann trompaði alla aðra þætti í velferð þess. Fínt að dæma fólk til sáttaÞrátt fyrir að nefndin sem átti að yfirfara barnalögin hafi lagt til að dómarar fengju heimild til að dæma foreldrum sameiginlega forsjá vildi innanríkisráðherra ekki fara að ráðum hennar. Nú virðist stefna í að þingið ætli að hafa þá heimild inni sem er gott, enda verður ekki séð að þau rök ráðuneytisins að vont sé að „dæma fólk til sátta" séu sterk. Staðan í dag er nefnilega þessi: ef ekki tekst að semja þá er móðurinni að jafnaði dæmd forsjáin. Þetta hefur auðvitað áhrif að samningsstöðu feðra. Tillögum þingsins má fagna. En það þarf að ganga lengra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun
Samkvæmt rannsókninni „Sameiginleg forsjá sem meginregla og íhlutun stjórnvalda – Rannsókn um sjónarhorn foreldra", frá árinu 2008, dvöldu 24% barna sem áttu fráskilda foreldra jafnlengi hjá þeim báðum. Ýmsar útgáfur af helgarfyrirkomulagi summuðust upp í 40%. Þótt nýrri tölur liggi ekki fyrir segir tilfinningin manni að víxlbúsetufyrirkomulagið hafi heldur sótt á síðan. Samfélög eru oft framsæknari en löggjafinn. Vikupabbinn er að stinga helgarpabbann af. En hvorki gildandi barnalög né þær breytingar sem til stendur að gera á þeim gera sérstaklega ráð fyrir „viku og viku". Það stendur reyndar til að setja það í lög að heimilt verði „þegar sérstaklega stendur á" að úrskurða um umgengni í allt að 7 daga af hverjum 14. En jafnframt er áfram áréttuð sú skekkja sem felst í sterkari réttarstöðu þess foreldris sem barnið hefur lögheimili hjá (sem oftast er mamman). Í frumvarpinu segir: „Ef foreldrar búa ekki saman hefur það foreldri sem barn á lögheimili hjá heimild til þess að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins, svo sem um hvar barnið skuli eiga lögheimili innan lands, um val á leikskóla, grunnskóla og daggæslu, venjulega eða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og reglubundið tómstundastarf. Foreldrar sem fara saman með forsjá barns skulu þó ávallt leitast við að hafa samráð áður en þessum málefnum barns er ráðið til lykta." Ég get kannski skilið þá þörf stjórnvalda að vilja að það sé ábyrgð eins aðila hvort barnið fari í fótbolta eða skák en lagagreinar sem þessar eru óneitanlega ekki í anda þess sem manni finnst að orðin „sameiginleg forsjá" ættu að þýða. Fyrst til eru foreldrar sem ekki búa saman en vilja deila að fullu ábyrgð á uppeldi barna sinna ættu barnalög að bjóða þeim upp á það. Í gildandi barnalögum segir: „Foreldrar geta samið um að forsjá barns verði sameiginleg. Í samningi um sameiginlega forsjá skal greina hjá hvoru foreldra barn skuli eiga lögheimili og þar með að jafnaði hafa fasta búsetu." Börn verða því lögum samkvæmt að jafnaði með fasta búsetu á einum stað. Af hverju? Geta börn átt tvær mömmur, en ekki tvo tannbursta? Sameiginleg en samt ekki alvegSkyldan til að velja lögheimili býr til kerfisbundna skekkju á rétti foreldra, sama hvort þeir kæra sig um hana eða ekki. Algeng krafa feðra um möguleikann á tvöföldu lögheimili er sprottin af þessu. Og þótt forritarinn í mér hafi reyndar örlitla samúð með þeim sem halda því fram að þetta gæti verið vesen þá verður kerfið að þjóna fólkinu en ekki öfugt. Út frá sjónarmiðum jafnréttis og heilbrigðrar skynsemi þarf því klárlega eitt af tvennu að gerast: Annað hvort þarf að heimila tvöfalt lögheimili barna eða að afnema þann sjálfkrafa umframrétt sem lögheimilið veitir öðru foreldrinu. Þetta lögheimilisrugl er reyndar hluti af stærra vandamáli: Hið opinbera biður okkur um að segja því hvar við búum, oftast með þeim mjúku rökum að það „það sé gott að vita hver sé hvar svo hægt sé að ná í hann" en síðan hefur þessi skráning áhrif á allt frá skattamálum til aðgengis að tómstundastarfi. Meira að segja sumar af tillögum að lögum um tvöfalt lögheimili barna vildu einskorða möguleikann við sama sveitarfélag. Rétt eins og það væri óleysanlegt vandamál fyrir bæi að deila kostnaðinum af skólagöngu þessara barna. Eða það að barn gæti labbað í skólann trompaði alla aðra þætti í velferð þess. Fínt að dæma fólk til sáttaÞrátt fyrir að nefndin sem átti að yfirfara barnalögin hafi lagt til að dómarar fengju heimild til að dæma foreldrum sameiginlega forsjá vildi innanríkisráðherra ekki fara að ráðum hennar. Nú virðist stefna í að þingið ætli að hafa þá heimild inni sem er gott, enda verður ekki séð að þau rök ráðuneytisins að vont sé að „dæma fólk til sátta" séu sterk. Staðan í dag er nefnilega þessi: ef ekki tekst að semja þá er móðurinni að jafnaði dæmd forsjáin. Þetta hefur auðvitað áhrif að samningsstöðu feðra. Tillögum þingsins má fagna. En það þarf að ganga lengra.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun