Alþjóðlegt fjölbragðapopp Trausti Júlíusson skrifar 8. júní 2012 14:00 Tónlist. Kiriyama Family. Kiriyama Family Kiriyama Family er í flokki ungra íslenskra hljómsveita í poppgeiranum sem hafa mjög alþjóðlegan hljóm. Eins og aðrar sveitir í þessum flokki, t.d. Tilbury og Of Monsters and Men þá heitir hún erlendu nafni og syngur allt á ensku. Tónlist Kiriyama Family er samt auðvitað ekkert sérstaklega lík tónlist Tilbury og enn síður tónlist Of Monsters and Men. Kiriyama Family spilar poppblöndu sem sækir í ýmis gæðapoppafbrigði tónlistarsögunnar, t.d. 70's bönd eins og Steely Dan og Doobie Brothers, 80's bönd á borð við Talk Talk og svo er smá 90's britpop fílingur í einhverjum lögum líka og áhrif frá rafpoppi 21. aldarinnar. Og fleira mætti tína til… Þetta er óvenju mótuð tónlist miðað við fyrstu plötu hljómsveitar. Platan er frekar stutt. Hún er níu-laga. En á móti kemur að hún er heilsteypt. Öll lögin eru góð. Platan er mixuð þannig að eitt lag tekur strax við af öðru sem eykur á heildarsvipinn. Tónlist Kiriyama Family er mjög skemmtilegt sambland af tónlist ólíkra áhrifavalda, en í henni felst líka ný nálgun á viðfangsefnið. Þetta er tækifærissinnuð tónlist í bestu merkingu þess orðs. Ég er strax farinn að hlakka til að heyra meira! Niðurstaða: Vönduð og fjölbreytt plata frá nýrri íslenskri popphljómsveit. Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist. Kiriyama Family. Kiriyama Family Kiriyama Family er í flokki ungra íslenskra hljómsveita í poppgeiranum sem hafa mjög alþjóðlegan hljóm. Eins og aðrar sveitir í þessum flokki, t.d. Tilbury og Of Monsters and Men þá heitir hún erlendu nafni og syngur allt á ensku. Tónlist Kiriyama Family er samt auðvitað ekkert sérstaklega lík tónlist Tilbury og enn síður tónlist Of Monsters and Men. Kiriyama Family spilar poppblöndu sem sækir í ýmis gæðapoppafbrigði tónlistarsögunnar, t.d. 70's bönd eins og Steely Dan og Doobie Brothers, 80's bönd á borð við Talk Talk og svo er smá 90's britpop fílingur í einhverjum lögum líka og áhrif frá rafpoppi 21. aldarinnar. Og fleira mætti tína til… Þetta er óvenju mótuð tónlist miðað við fyrstu plötu hljómsveitar. Platan er frekar stutt. Hún er níu-laga. En á móti kemur að hún er heilsteypt. Öll lögin eru góð. Platan er mixuð þannig að eitt lag tekur strax við af öðru sem eykur á heildarsvipinn. Tónlist Kiriyama Family er mjög skemmtilegt sambland af tónlist ólíkra áhrifavalda, en í henni felst líka ný nálgun á viðfangsefnið. Þetta er tækifærissinnuð tónlist í bestu merkingu þess orðs. Ég er strax farinn að hlakka til að heyra meira! Niðurstaða: Vönduð og fjölbreytt plata frá nýrri íslenskri popphljómsveit.
Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira