Samleikurinn leikhús-Viagra 6. júní 2012 10:00 Melkorka fær mikið lof fyrir leik sinn á breskum leikhúsfjölum. „Það er heiður að leika á móti svona reyndum leikara,“ segir Melkorka Óskarsdóttir. Hún hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í leikritinu Beast í London, sem frumsýnt var síðasta miðvikudag. Melkorka útskrifaðist fyrir fjórum árum með BA-gráðu í leiklist frá London Academy of Music and Dramatic Art og er þetta með fyrstu verkefnum hennar á þarlendu leiksviði. „Ég hef leikið í auglýsingum og tekið að mér smærri hlutverk í bíómyndum og þáttum. Eftir útskrift hef ég lítið leikið á Íslandi en meðal annars í stuttmynd Marteins Þórssonar, leikstjóra Roklands.“ Gagnrýnendur hafa farið fögrum orðum um sýninguna og fékk hún fimm stjörnu dóm á vefsíðu The Public Reviews. Þar er Melkorka sögð sýna mikinn þroska og dýpt í leik miðað við aldur ásamt því að vera skemmtileg áhorfs. Mótleikari hennar er Kieron Jecchinis. Hann á að baki langan feril í breskum leikhúsheimi. „Síðast fór hann með hlutverk í leikritinu Bingo á móti hinum þekkta Patrick Stewart í heimsfræga leikhúsinu Old Vic.“ Jecchinis hefur einnig leikið í kvikmyndum og er eflaust þekktastur fyrir leik sinn í Full Metal Jacket eftir Stanley Kubrick. Leikritið fjallar um ástarsamband eldri listamanns við vændiskonu. Samleikur þeirra er sagður í áðurnefndum dómi vera nálægur því að endurvekja fræg ummæli Charles Spencer, gagnrýnanda Telegraph, um algjört leikhús-Viagra. „Á köflum er verkið mjög sorglegt og við höfum grætt marga, sem er mjög gaman.“ Ungi leikhópurinn UNTitled Theatre stendur að baki uppsetningunni sem verður sýnd til 17. júní. Einnig koma þau fram á hátíð tengdri Ólympíuleikunum í júlí. -hþt Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Það er heiður að leika á móti svona reyndum leikara,“ segir Melkorka Óskarsdóttir. Hún hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í leikritinu Beast í London, sem frumsýnt var síðasta miðvikudag. Melkorka útskrifaðist fyrir fjórum árum með BA-gráðu í leiklist frá London Academy of Music and Dramatic Art og er þetta með fyrstu verkefnum hennar á þarlendu leiksviði. „Ég hef leikið í auglýsingum og tekið að mér smærri hlutverk í bíómyndum og þáttum. Eftir útskrift hef ég lítið leikið á Íslandi en meðal annars í stuttmynd Marteins Þórssonar, leikstjóra Roklands.“ Gagnrýnendur hafa farið fögrum orðum um sýninguna og fékk hún fimm stjörnu dóm á vefsíðu The Public Reviews. Þar er Melkorka sögð sýna mikinn þroska og dýpt í leik miðað við aldur ásamt því að vera skemmtileg áhorfs. Mótleikari hennar er Kieron Jecchinis. Hann á að baki langan feril í breskum leikhúsheimi. „Síðast fór hann með hlutverk í leikritinu Bingo á móti hinum þekkta Patrick Stewart í heimsfræga leikhúsinu Old Vic.“ Jecchinis hefur einnig leikið í kvikmyndum og er eflaust þekktastur fyrir leik sinn í Full Metal Jacket eftir Stanley Kubrick. Leikritið fjallar um ástarsamband eldri listamanns við vændiskonu. Samleikur þeirra er sagður í áðurnefndum dómi vera nálægur því að endurvekja fræg ummæli Charles Spencer, gagnrýnanda Telegraph, um algjört leikhús-Viagra. „Á köflum er verkið mjög sorglegt og við höfum grætt marga, sem er mjög gaman.“ Ungi leikhópurinn UNTitled Theatre stendur að baki uppsetningunni sem verður sýnd til 17. júní. Einnig koma þau fram á hátíð tengdri Ólympíuleikunum í júlí. -hþt
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira