Mary Poppins svífur á íslenskt svið í fyrsta skipti 4. júní 2012 11:45 Julie Andrews fór eftirminnilega með hlutverk Mary Poppins í samnefndri bíómynd sem kom út árið 1964. Það er þó ekki vitað hver fer með hlutverk ofurfóstrunnar á fjölum Borgarleikhússins. „Það er enn ekki búið að ákveða hver fari með hlutverk sjálfrar Mary Poppins en það er verið að skoða málið þessa dagana. Þetta er viðamikið verkefni og ekki búið að ráða í nein hlutverk," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, um söngleikinn um Mary Poppins sem verður frumsýndur þar í febrúar 2013. Flestir þekkja söguna um göldróttu barnapíuna Mary Poppins. Bækur um hana komu út á þriðja áratug síðustu aldar og á þeim sjöunda var þeim breytt í söngvamynd þar sem Julie Andrews fór svo eftirminnilega með hlutverk ofurfóstrunnar. Mary Poppins komst þó ekki á leiksvið fyrr en árið 2004. „Það var fyrst þá sem langþráður draumur margra rættist og heimild fékkst til að gera söngleik úr sögunni. Það var stærsti leikhúsframleiðandi í heimi, Cameron Mackintosh, sem frumsýndi verkið á West End í London," segir Magnús Geir. Að hans sögn lágu rétthafar lengi einir að söngleiknum en eru nú loks farnir að veita öðrum leyfi til þess að setja hann upp og verið er að sýna verkið um allan heim við gríðarlegar vinsældir. „Við erum búin að vera í viðræðum um íslenska uppsetningu verksins í nokkur ár og fengum nú loksins heimild til að hrinda þessu í gang," bætir hann við. Um er að ræða ævintýralega fjölskyldusýningu þar sem mikið er um tónlist og dans og að baki henni stendur stór hópur leikara, söngvara og dansara.Bergur Þór Ingólfsson hefur verið ráðinn leikstjóri sýningarinnar.„Þarna fer saman grípandi tónlist, skemmtilegur húmor og tilkomumikil atriði. Eins og þeir sem þekkja söguna vita þá flýgur Mary Poppins, auk þess sem hún er göldrótt, svo sýningin er stór og flókin í sniðum," segir Magnús Geir og bætir við að það sé mikil tilhlökkun innan veggja Borgarleikhússins að ráðast í svo krefjandi verkefni. Bergur Þór Ingólfsson hefur verið ráðinn sem leikstjóri sýningarinnar, en hann leikstýrði meðal annars Galdrakarlinum í Oz sem var sýnt á fjölum Borgarleikhússins í fyrra. Æfingar koma til með að hefjast á haustmánuðum og fara á fullt í desember, en eins og áður sagði er áætluð frumsýning í febrúar 2013. tinnaros@frettabladid.is Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Rikki G á stórafmæli: Tár á hvarmi eftir afmælissöng frá karlakór Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Það er enn ekki búið að ákveða hver fari með hlutverk sjálfrar Mary Poppins en það er verið að skoða málið þessa dagana. Þetta er viðamikið verkefni og ekki búið að ráða í nein hlutverk," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, um söngleikinn um Mary Poppins sem verður frumsýndur þar í febrúar 2013. Flestir þekkja söguna um göldróttu barnapíuna Mary Poppins. Bækur um hana komu út á þriðja áratug síðustu aldar og á þeim sjöunda var þeim breytt í söngvamynd þar sem Julie Andrews fór svo eftirminnilega með hlutverk ofurfóstrunnar. Mary Poppins komst þó ekki á leiksvið fyrr en árið 2004. „Það var fyrst þá sem langþráður draumur margra rættist og heimild fékkst til að gera söngleik úr sögunni. Það var stærsti leikhúsframleiðandi í heimi, Cameron Mackintosh, sem frumsýndi verkið á West End í London," segir Magnús Geir. Að hans sögn lágu rétthafar lengi einir að söngleiknum en eru nú loks farnir að veita öðrum leyfi til þess að setja hann upp og verið er að sýna verkið um allan heim við gríðarlegar vinsældir. „Við erum búin að vera í viðræðum um íslenska uppsetningu verksins í nokkur ár og fengum nú loksins heimild til að hrinda þessu í gang," bætir hann við. Um er að ræða ævintýralega fjölskyldusýningu þar sem mikið er um tónlist og dans og að baki henni stendur stór hópur leikara, söngvara og dansara.Bergur Þór Ingólfsson hefur verið ráðinn leikstjóri sýningarinnar.„Þarna fer saman grípandi tónlist, skemmtilegur húmor og tilkomumikil atriði. Eins og þeir sem þekkja söguna vita þá flýgur Mary Poppins, auk þess sem hún er göldrótt, svo sýningin er stór og flókin í sniðum," segir Magnús Geir og bætir við að það sé mikil tilhlökkun innan veggja Borgarleikhússins að ráðast í svo krefjandi verkefni. Bergur Þór Ingólfsson hefur verið ráðinn sem leikstjóri sýningarinnar, en hann leikstýrði meðal annars Galdrakarlinum í Oz sem var sýnt á fjölum Borgarleikhússins í fyrra. Æfingar koma til með að hefjast á haustmánuðum og fara á fullt í desember, en eins og áður sagði er áætluð frumsýning í febrúar 2013. tinnaros@frettabladid.is
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Rikki G á stórafmæli: Tár á hvarmi eftir afmælissöng frá karlakór Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira