Frumflytur dansverk í Tókýó 4. júní 2012 17:00 Ragnheiður Bjarnason danslistakona. Danslistakonan Ragnheiður Bjarnason frumflutti um helgina dansverkið Frosting í galleríinu XYZ collective í Tókýó. Frosting er lifandi innsetning þar sem dans, tónlist og myndlist mynda eitt listaverk. Ragnheiður Bjarnason er höfundur verksins, en hún bjó einnig til sviðsmynd og búninga, auk þess að dansa í verkinu. Belginn Benjamin Dousselaere sá um tónlistina. Hugmyndin um glassúr og notkun þess í daglegu lífi er það sem Ragnheiður vinnur með í verkinu. „Við reynum alltaf að fegra raunveruleikann á einhvern hátt. Í Frosting tek ég aðallega á kvenlíkamanum, þar sem ég er kona, og skoða hvernig við konur fegrum hann og pússum, fyllum upp í allar fellingar og hrukkur. Við breytum líkamanum eftir hentugleika samfélagsins hverju sinni, áður en við höldum út í okkar daglega amstur," útskýrir Ragnheiður. „Glassúr er sætur og góður, lúkkar vel og hefur engar glufur né hrukkur, aðeins slétt yfirborð. Það er allt fallegra þegar glassúrinn er kominn á." Ragnheiður fékk hugmyndina að verkinu þegar hún var við nám í fataiðn í Tækniskólanum síðasta vetur. Út frá því varð hún forvitin um klæðaburð kvenna frá fornu fari og fannst áhugavert að rýna í hvernig konur hafa alltaf sveigt og beygt líkama sinn eftir hentisemi tískunnar hverju sinni. „Oftast eru þessar aðferðir frekar ógnvekjandi og kvalafullar. Ekkert hefur breyst. Það eina sem við höfum núna í meira magni eru aðgerðir til að halda í það sem telst vera fagurt. Enn er verið að móta kvenlíkamann eftir ákveðnum tískustraumum og fegurðarmótum sem breytast örar en við höldum."Frosting. Í verkinu vinnur Ragnheiður með hugmyndir um glassúr og hvernig það er notað í daglegu lífi til að fegra raunveruleikann.Ragnheiður dvelur í Tókýó í sumar með unnusta sínum, Snæbirni Brynjarssyni, en hann er í námi þar. Hún heimsótti hann fyrst í desember síðastliðnum og kynntist þá japönskum umboðsmanni og áhugamanni um íslenska list, sem bauðst til að aðstoða hana við að setja upp sýningu í Tókýó. Þegar Ragnheiður kemur heim í ágúst stefnir hún á að sýna Frosting hér. Þangað til ætlar hún að halda áfram að njóta lífsins á nýjum slóðum. „Tókýó er bara snilld. Hér er gjörsamlega allt. Menningin er svo allt öðruvísi en við eigum að venjast heima að það er ekki hægt að lýsa því. Ef þú ert ekki búin að fara til Japans þá ætti það að vera á topp 5 listanum yfir staði til að heimsækja næstu árin." holmfridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Danslistakonan Ragnheiður Bjarnason frumflutti um helgina dansverkið Frosting í galleríinu XYZ collective í Tókýó. Frosting er lifandi innsetning þar sem dans, tónlist og myndlist mynda eitt listaverk. Ragnheiður Bjarnason er höfundur verksins, en hún bjó einnig til sviðsmynd og búninga, auk þess að dansa í verkinu. Belginn Benjamin Dousselaere sá um tónlistina. Hugmyndin um glassúr og notkun þess í daglegu lífi er það sem Ragnheiður vinnur með í verkinu. „Við reynum alltaf að fegra raunveruleikann á einhvern hátt. Í Frosting tek ég aðallega á kvenlíkamanum, þar sem ég er kona, og skoða hvernig við konur fegrum hann og pússum, fyllum upp í allar fellingar og hrukkur. Við breytum líkamanum eftir hentugleika samfélagsins hverju sinni, áður en við höldum út í okkar daglega amstur," útskýrir Ragnheiður. „Glassúr er sætur og góður, lúkkar vel og hefur engar glufur né hrukkur, aðeins slétt yfirborð. Það er allt fallegra þegar glassúrinn er kominn á." Ragnheiður fékk hugmyndina að verkinu þegar hún var við nám í fataiðn í Tækniskólanum síðasta vetur. Út frá því varð hún forvitin um klæðaburð kvenna frá fornu fari og fannst áhugavert að rýna í hvernig konur hafa alltaf sveigt og beygt líkama sinn eftir hentisemi tískunnar hverju sinni. „Oftast eru þessar aðferðir frekar ógnvekjandi og kvalafullar. Ekkert hefur breyst. Það eina sem við höfum núna í meira magni eru aðgerðir til að halda í það sem telst vera fagurt. Enn er verið að móta kvenlíkamann eftir ákveðnum tískustraumum og fegurðarmótum sem breytast örar en við höldum."Frosting. Í verkinu vinnur Ragnheiður með hugmyndir um glassúr og hvernig það er notað í daglegu lífi til að fegra raunveruleikann.Ragnheiður dvelur í Tókýó í sumar með unnusta sínum, Snæbirni Brynjarssyni, en hann er í námi þar. Hún heimsótti hann fyrst í desember síðastliðnum og kynntist þá japönskum umboðsmanni og áhugamanni um íslenska list, sem bauðst til að aðstoða hana við að setja upp sýningu í Tókýó. Þegar Ragnheiður kemur heim í ágúst stefnir hún á að sýna Frosting hér. Þangað til ætlar hún að halda áfram að njóta lífsins á nýjum slóðum. „Tókýó er bara snilld. Hér er gjörsamlega allt. Menningin er svo allt öðruvísi en við eigum að venjast heima að það er ekki hægt að lýsa því. Ef þú ert ekki búin að fara til Japans þá ætti það að vera á topp 5 listanum yfir staði til að heimsækja næstu árin." holmfridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira