Sígildar vangaveltur Þóroddur Bjarnason skrifar 7. júní 2012 06:00 Lagskipt sýning. Framsetning (I)ndependent people er að mörgu leyti nútímaleg að mati gagnrýnanda. Fréttablaðið/GVA Myndlist. (I)ndependent People/„Sjálfstætt fólk“. Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands, Norræna húsið, Kling & Bang, Nýlistasafnið, SÍM, Listasafn ASÍ o.fl. Sýnt á Listahátíð í Reykjavík. Myndlistarþáttur Listahátíðar í Reykjavík í ár heitir (I)ndependent People, eða Sjálfstætt fólk. Skírskotunin í Ísland, Íslendinga, íslenska þjóðarsál (er hún til?) og jafnvel íslenska pólitík samtímans er ekki víðsfjarri í íslenska heitinu, en í því enska er snúið upp á hugmyndina með því að taka I-ið í Independent út fyrir sviga, eða sjálfið tekið úr sjálfstæðinu. Þessar vangaveltur um sjálfið í samhengi við hópinn sem það tilheyrir, eða tilheyrir ekki, eru sígildar, en framsetningin í þessari sýningu er á margan hátt nútímaleg. Þó að hinar ýmsu sýningar innan (I)ndependent People snúist ekkert endilega allar beint um sjálfstæði eða sjálfstæðisleysi, þá er sjálft listamannasjálfið hér undir, og spurt spurninga hvort og þá hvernig þetta sjálf þrífst innan hóps. Getur listhópur til dæmis fengið sameiginlegt sjálf? Hvernig gengur listamönnum að afsala sér höfundarrétti? Meginhugmynd í uppbyggingu (I)ndependent People gengur sem sagt út á að gera tilraun til að má út listamanninn, og gefa listamannahópum eftir sviðið. Sumir listamannahóparnir hafa unnið saman í áraraðir, og vinna sem „einn“ maður, en aðrir eru tímabundnari. Hóparnir eru einnig misstórir, allt frá tveimur meðlimum upp í mun fleiri. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Gjörningaklúbburinn, sem hefur ára- og bráðum áratugareynslu af samvinnu, að um leið og hugmynd sé sleppt lausri og aðrir heyri hana, sé hún orðin eign hópsins. Gjörningaklúbburinn stendur fyrir einni af sýningunum í Hafnarhúsinu. Listahópurinn MEEH má segja að vinni einnig í þessum anda, sleppi hugmyndum út í loftið í formi fyrirmæla, sem aðrir hrinda í framkvæmd. MEEH er nýlegur hópur sjálfstætt starfandi íslenskra myndlistarmanna, en verk þeirra, sem er til sýnis í SÍM húsinu í Hafnarstræti, er unnið að franskri fyrirmynd þar sem menn notuðu aðferðina við ritun á skáldsögum. MEEH tekst þarna á við sjálfið, varpar frá sér hugmyndinni, og lætur öðrum eftir útfærsluna. Afsalar sér höfundarréttinum. Spurning hvort slíkt sé til eftirbreytni almennt, a.m.k. má ímynda sér að það gæti auðveldað flæði og framkvæmd verkefna ef höfundarrétturinn er ekki að flækjast fyrir. (I)ndependent People er í raun samansafn margra minni sýninga og verkefna, og fer fram á mörgum stöðum, og á netinu einnig. Auk þess er hún oft lagskipt, eða stigskipt öllu heldur. Móðursýning, Independent People, undirsýning, t.d. sýning Jónu Hlífar og Hlyns Hallssonar í Hafnarhúsinu, og svo eru sýningar innan þeirrar sýningar, þ.e. samansafn verka eftir 100 listamenn í Blatt blaði. Annað dæmi um lagskipta sýningu er áhugavert samstarfsverkefni sem þau Steingrímur Eyfjörð og Ulrika Sparre eru í forsvari fyrir, Jarðárur, sem einnig er í Hafnarhúsinu. Þar er áhorfandinn gripinn traustataki og honum boðið að gera hinar ýmsu tilraunir með skynjun og bylgjur, innan sýningarinnar. Jarðárurnar sjálfar, viðfangsefni listamannateymisins, er líka að segja má ósýnilegt nýtt lag undir fótum okkar, reitaskipting jarðarinnar með svokölluðum „Laylines“, eða Jarðárum. Þarna er fjallað um orkuna í jörðinni, eins konar neðanjarðarmenningu, eins og minnst er á í kynningu í sýningarskrá. Það er fullt tilefni til að hvetja fólk til að sökkva sér ofan í Jarðárusýninguna, og ekki laust við að maður skynji umhverfið aðeins öðruvísi eftir á. Á jarðhæð Hafnarhúss er falleg innsetning eftir Elin Strand Ruin og The New Beauty Council, og samstarfsaðila. Innviðir sænskrar félagslegrar blokkaríbúðar hafa verið prjónaðir og hengdir upp innan í álgrind, og hægt er að ganga inn í íbúðina, sem er 75% af raunstærð fyrirmyndarinnar. Prjónuð eldhúsinnrétting og prjónað klósett lítur hálf-aumkunarlega út, og minnir á mjúka skúlptúra Claes Oldenburg. Um er að ræða hugmyndalega afurð sænskra listakvenna, sem allar ólust upp í þessum félagslegu fjöldaframleiddu íbúðum í Svíþjóð, þar sem allir þurftu að láta sér líka sama skipulag, en gátu leyft sér að sníða innviðina meira að eigin höfði. Þetta verk er ágætt dæmi um það sem (I)ndependent People gengur út á og ætlar sér að vekja upp umræðu um; verkið er unnið í samvinnu margra, utan um gamla félagslega hugmynd, og svo um líf einstaklinga inni í miðstýrðu skipulagi. Niðurstaða: Áhugaverð og marglaga tilraun um sígilt viðfangsefni, en óvíst um niðurstöðu. Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Myndlist. (I)ndependent People/„Sjálfstætt fólk“. Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands, Norræna húsið, Kling & Bang, Nýlistasafnið, SÍM, Listasafn ASÍ o.fl. Sýnt á Listahátíð í Reykjavík. Myndlistarþáttur Listahátíðar í Reykjavík í ár heitir (I)ndependent People, eða Sjálfstætt fólk. Skírskotunin í Ísland, Íslendinga, íslenska þjóðarsál (er hún til?) og jafnvel íslenska pólitík samtímans er ekki víðsfjarri í íslenska heitinu, en í því enska er snúið upp á hugmyndina með því að taka I-ið í Independent út fyrir sviga, eða sjálfið tekið úr sjálfstæðinu. Þessar vangaveltur um sjálfið í samhengi við hópinn sem það tilheyrir, eða tilheyrir ekki, eru sígildar, en framsetningin í þessari sýningu er á margan hátt nútímaleg. Þó að hinar ýmsu sýningar innan (I)ndependent People snúist ekkert endilega allar beint um sjálfstæði eða sjálfstæðisleysi, þá er sjálft listamannasjálfið hér undir, og spurt spurninga hvort og þá hvernig þetta sjálf þrífst innan hóps. Getur listhópur til dæmis fengið sameiginlegt sjálf? Hvernig gengur listamönnum að afsala sér höfundarrétti? Meginhugmynd í uppbyggingu (I)ndependent People gengur sem sagt út á að gera tilraun til að má út listamanninn, og gefa listamannahópum eftir sviðið. Sumir listamannahóparnir hafa unnið saman í áraraðir, og vinna sem „einn“ maður, en aðrir eru tímabundnari. Hóparnir eru einnig misstórir, allt frá tveimur meðlimum upp í mun fleiri. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Gjörningaklúbburinn, sem hefur ára- og bráðum áratugareynslu af samvinnu, að um leið og hugmynd sé sleppt lausri og aðrir heyri hana, sé hún orðin eign hópsins. Gjörningaklúbburinn stendur fyrir einni af sýningunum í Hafnarhúsinu. Listahópurinn MEEH má segja að vinni einnig í þessum anda, sleppi hugmyndum út í loftið í formi fyrirmæla, sem aðrir hrinda í framkvæmd. MEEH er nýlegur hópur sjálfstætt starfandi íslenskra myndlistarmanna, en verk þeirra, sem er til sýnis í SÍM húsinu í Hafnarstræti, er unnið að franskri fyrirmynd þar sem menn notuðu aðferðina við ritun á skáldsögum. MEEH tekst þarna á við sjálfið, varpar frá sér hugmyndinni, og lætur öðrum eftir útfærsluna. Afsalar sér höfundarréttinum. Spurning hvort slíkt sé til eftirbreytni almennt, a.m.k. má ímynda sér að það gæti auðveldað flæði og framkvæmd verkefna ef höfundarrétturinn er ekki að flækjast fyrir. (I)ndependent People er í raun samansafn margra minni sýninga og verkefna, og fer fram á mörgum stöðum, og á netinu einnig. Auk þess er hún oft lagskipt, eða stigskipt öllu heldur. Móðursýning, Independent People, undirsýning, t.d. sýning Jónu Hlífar og Hlyns Hallssonar í Hafnarhúsinu, og svo eru sýningar innan þeirrar sýningar, þ.e. samansafn verka eftir 100 listamenn í Blatt blaði. Annað dæmi um lagskipta sýningu er áhugavert samstarfsverkefni sem þau Steingrímur Eyfjörð og Ulrika Sparre eru í forsvari fyrir, Jarðárur, sem einnig er í Hafnarhúsinu. Þar er áhorfandinn gripinn traustataki og honum boðið að gera hinar ýmsu tilraunir með skynjun og bylgjur, innan sýningarinnar. Jarðárurnar sjálfar, viðfangsefni listamannateymisins, er líka að segja má ósýnilegt nýtt lag undir fótum okkar, reitaskipting jarðarinnar með svokölluðum „Laylines“, eða Jarðárum. Þarna er fjallað um orkuna í jörðinni, eins konar neðanjarðarmenningu, eins og minnst er á í kynningu í sýningarskrá. Það er fullt tilefni til að hvetja fólk til að sökkva sér ofan í Jarðárusýninguna, og ekki laust við að maður skynji umhverfið aðeins öðruvísi eftir á. Á jarðhæð Hafnarhúss er falleg innsetning eftir Elin Strand Ruin og The New Beauty Council, og samstarfsaðila. Innviðir sænskrar félagslegrar blokkaríbúðar hafa verið prjónaðir og hengdir upp innan í álgrind, og hægt er að ganga inn í íbúðina, sem er 75% af raunstærð fyrirmyndarinnar. Prjónuð eldhúsinnrétting og prjónað klósett lítur hálf-aumkunarlega út, og minnir á mjúka skúlptúra Claes Oldenburg. Um er að ræða hugmyndalega afurð sænskra listakvenna, sem allar ólust upp í þessum félagslegu fjöldaframleiddu íbúðum í Svíþjóð, þar sem allir þurftu að láta sér líka sama skipulag, en gátu leyft sér að sníða innviðina meira að eigin höfði. Þetta verk er ágætt dæmi um það sem (I)ndependent People gengur út á og ætlar sér að vekja upp umræðu um; verkið er unnið í samvinnu margra, utan um gamla félagslega hugmynd, og svo um líf einstaklinga inni í miðstýrðu skipulagi. Niðurstaða: Áhugaverð og marglaga tilraun um sígilt viðfangsefni, en óvíst um niðurstöðu.
Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira