Köld krumla fortíðarinnar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 8. júní 2012 06:00 Dauði næturgalans eftir Kaaberbøl og Friis. Bækur. Dauði næturgalans. Kaaberbøl & Friis. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Mál og menning. Dauði næturgalans er þriðja bókin sem fjallar um dönsku hjúkrunarkonuna Ninu Borg. Hún starfar í búðum fyrir flóttamenn í Kaupmannahöfn og fléttast inn í þeirra flækjur og fortíð. Nina er ágætlega uppbyggður karakter og hennar flókna sambandi við sjálfa sig og þörfina til að bjarga heiminum eru vel gerð skil í bókinni. Fléttan í Dauða næturgalans er ágætlega útfærð. Hún teygir sig yfir til Úkraínu, bæði í nútíð og á fjórða áratugnum, tíma harðræðis Stalíns og hungursneyðarinnar. Sú fortíðartenging er vel heppnuð og veitir bókinni aukna dýpt. Sjónarhorn höfunda flakkar á milli nokkurra persóna og ferst þeim það ágætlega úr hendi. Persónugalleríið er vel skapað og lesandi fær áhuga á lífi þeirra og örlögum og getur sett sig inn í ólíkar aðstæður þeirra. Helsti galli bókarinnar er hve nátengd fléttan er hinum tveimur fyrri um Ninu Borg. Fjölmargar vísanir eru í atburði úr þeim bókum sem fennt hefur yfir í minni lesenda. Erfitt gæti reynst þeim sem ekki hafa lesið þær að komast inn í söguna. Engu að síður er Dauði næturgalans fínasti krimmi sem heldur manni við efnið. Og meira biður maður ekki um, eða hvað? Þýðing Ingunnar Ásdísardóttur er lipurleg og hnökralaus. Niðurstaða: Ágætis krimmi um veruleika flóttamanna í Danmörku, sem líður þó fyrir tengingu við fyrri bækur. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur. Dauði næturgalans. Kaaberbøl & Friis. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Mál og menning. Dauði næturgalans er þriðja bókin sem fjallar um dönsku hjúkrunarkonuna Ninu Borg. Hún starfar í búðum fyrir flóttamenn í Kaupmannahöfn og fléttast inn í þeirra flækjur og fortíð. Nina er ágætlega uppbyggður karakter og hennar flókna sambandi við sjálfa sig og þörfina til að bjarga heiminum eru vel gerð skil í bókinni. Fléttan í Dauða næturgalans er ágætlega útfærð. Hún teygir sig yfir til Úkraínu, bæði í nútíð og á fjórða áratugnum, tíma harðræðis Stalíns og hungursneyðarinnar. Sú fortíðartenging er vel heppnuð og veitir bókinni aukna dýpt. Sjónarhorn höfunda flakkar á milli nokkurra persóna og ferst þeim það ágætlega úr hendi. Persónugalleríið er vel skapað og lesandi fær áhuga á lífi þeirra og örlögum og getur sett sig inn í ólíkar aðstæður þeirra. Helsti galli bókarinnar er hve nátengd fléttan er hinum tveimur fyrri um Ninu Borg. Fjölmargar vísanir eru í atburði úr þeim bókum sem fennt hefur yfir í minni lesenda. Erfitt gæti reynst þeim sem ekki hafa lesið þær að komast inn í söguna. Engu að síður er Dauði næturgalans fínasti krimmi sem heldur manni við efnið. Og meira biður maður ekki um, eða hvað? Þýðing Ingunnar Ásdísardóttur er lipurleg og hnökralaus. Niðurstaða: Ágætis krimmi um veruleika flóttamanna í Danmörku, sem líður þó fyrir tengingu við fyrri bækur.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira