Stór Mandela-tónleikahelgi í maí á næsta ári 26. maí 2012 20:00 Tónleikar Bryans Ferry marka upphafið að alþjóðlegum Mandela-dögum í Reykjavík. Tónleikar Bryans Ferry í Hörpunni á sunnudag og mánudag marka upphafið að alþjóðlegum Mandela-dögum í Reykjavík. Fyrirhugaðir eru fleiri tónleikar og viðburðir í Reykjavík til vitundarvakningar og stuðnings mannúðarsjónarmiðum Mandela, fyrrum forseta Suður-Afríku, í samvinnu við Nelson Mandela-stofnunina. Þeir næstu verða helgina 17. og 18. júlí en sá 18. er einmitt fæðingardagur Mandela. Þá stígur á svið í Reykjavík þekktur erlendur flytjandi og verður tilkynnt um hann fljótlega. Helgina 21. og 22. september verður svo önnur uppákoma tengd Mandela-dögunum. „Við erum að skipuleggja eitt ár fram í tímann. Þetta verða hinar ýmsu uppákomur sem enda með stórri tónleikahelgi í maí á næsta ári," segir Sigurjón Einarsson, stjórnarformaður Mandela Days Reykjavík. „Þessir tónleikar hafa verið haldnir víða síðustu tíu ár og þar hafa komið fram hinir ýmsu listamenn. Þetta er langur listi með stórum nöfnum og við erum að vinna í honum og athuga hverjir geta komið á hvaða dögum." Tónleikarnir í maí 2013 áttu upphaflega að vera í september á þessu ári en ekkert varð af því. „Það sem er erfitt við að halda stóra tónleika eins og þessa á Íslandi er að það er rosalega erfitt að fá hótelgistingu fyrir stóra og mikla hópa á háannatíð hjá hótelunum. Við ákváðum að teygja á verkefninu í eitt ár, líka vegna þess að þá höfum við úr fleiri listamönnum að moða."Bryan Ferry.Aðspurður segir Sigurjón að Bryan Ferry sé mjög spenntur fyrir tónleikunum á Íslandi. „Þetta verður rosalega stórt og mikið „show" og eitt það stærsta sem hefur verið í Hörpu nokkru sinni. Hingað koma gámar af búnaði með skipum og þetta verður mikil veisla bæði í tónum og myndum." Ósóttar pantanir eru til sölu á fyrri tónleikana og enn eru til miðar á þá síðari. Miðasala fer fram á Harpa.is og Midi.is. freyr@frettabladid.is Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónleikar Bryans Ferry í Hörpunni á sunnudag og mánudag marka upphafið að alþjóðlegum Mandela-dögum í Reykjavík. Fyrirhugaðir eru fleiri tónleikar og viðburðir í Reykjavík til vitundarvakningar og stuðnings mannúðarsjónarmiðum Mandela, fyrrum forseta Suður-Afríku, í samvinnu við Nelson Mandela-stofnunina. Þeir næstu verða helgina 17. og 18. júlí en sá 18. er einmitt fæðingardagur Mandela. Þá stígur á svið í Reykjavík þekktur erlendur flytjandi og verður tilkynnt um hann fljótlega. Helgina 21. og 22. september verður svo önnur uppákoma tengd Mandela-dögunum. „Við erum að skipuleggja eitt ár fram í tímann. Þetta verða hinar ýmsu uppákomur sem enda með stórri tónleikahelgi í maí á næsta ári," segir Sigurjón Einarsson, stjórnarformaður Mandela Days Reykjavík. „Þessir tónleikar hafa verið haldnir víða síðustu tíu ár og þar hafa komið fram hinir ýmsu listamenn. Þetta er langur listi með stórum nöfnum og við erum að vinna í honum og athuga hverjir geta komið á hvaða dögum." Tónleikarnir í maí 2013 áttu upphaflega að vera í september á þessu ári en ekkert varð af því. „Það sem er erfitt við að halda stóra tónleika eins og þessa á Íslandi er að það er rosalega erfitt að fá hótelgistingu fyrir stóra og mikla hópa á háannatíð hjá hótelunum. Við ákváðum að teygja á verkefninu í eitt ár, líka vegna þess að þá höfum við úr fleiri listamönnum að moða."Bryan Ferry.Aðspurður segir Sigurjón að Bryan Ferry sé mjög spenntur fyrir tónleikunum á Íslandi. „Þetta verður rosalega stórt og mikið „show" og eitt það stærsta sem hefur verið í Hörpu nokkru sinni. Hingað koma gámar af búnaði með skipum og þetta verður mikil veisla bæði í tónum og myndum." Ósóttar pantanir eru til sölu á fyrri tónleikana og enn eru til miðar á þá síðari. Miðasala fer fram á Harpa.is og Midi.is. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira