Pósa nakin fyrir sýningu í Ósló 26. maí 2012 06:30 Jói, Hildur og Erna setja upp sýningu um hvernig er að vera Íslendingur í Noregi sem verður opnuð í Ósló í júní. „Rauði þráðurinn í gegnum sýninguna er okkar upplifun af umhverfinu sem við erum í," segir ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson sem stendur að sýningunni You"reavision í Ósló ásamt kærustu sinni Hildi Hermannsdóttur og Ernu Einarsdóttur. Sýningin verður opnuð í júní og verður til húsa í Galleri Schaeffers Gate 5. Eigandinn, Mark Steiner, er mikill Íslandsaðdáandi og þegar hann kynntist þremenningunum, sem öll eru búsett í Ósló, og bað hann þau um að sjóða saman sýningu fyrir sig. Sýningin fjallar um hvernig er að vera Íslendingur í Noregi og um þá tilhneigingu fólks að gera hluti til að passa inn í fyrirfram ákveðinn ramma. „Mark fannst við áhugaverð þar sem við skerum okkur úr hópnum. Við vorum alltaf á sömu bylgjulengd með hvað við vildum gera. Þar sem við erum útlendingar í útlöndum fórum við sjálfkrafa að bera saman hegðunarmunstur samfélagsins sem við ölumst upp í og það sem við búum í núna," segir Jóhannes, betur þekktur sem Jói, en hann og Hildur hafa verið búsett í Ósló í eitt ár og Erna í tæp þrjú. Plakat sýningarinnar hefur vakið athygli en þar má sjá þremenningana án fata og málaða í rauðum, hvítum og bláum lit, sameiginlegum fánalitum Noregs og Íslands. Þeim fannst ekki hægt að útfæra plakatið á myndrænni hátt. „Við erum nakinn vegna þess að þannig erum við eins hlutlaus og hægt er að vera. Það er ekki hægt að sjá hvernig við klæðumst og þá er kannski erfiðara að setja okkur í þennan fyrirfram ákveðna ramma. Þar sem klæðnaður er ekki bara til að halda á okkur hita í nútímanum," segir Jói en nafn sýningarinnar lýsir hugsuninni á bak við hana ásamt því að vera vísun í sameiginlegt skemmtiefni beggja landa. -áp Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Rauði þráðurinn í gegnum sýninguna er okkar upplifun af umhverfinu sem við erum í," segir ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson sem stendur að sýningunni You"reavision í Ósló ásamt kærustu sinni Hildi Hermannsdóttur og Ernu Einarsdóttur. Sýningin verður opnuð í júní og verður til húsa í Galleri Schaeffers Gate 5. Eigandinn, Mark Steiner, er mikill Íslandsaðdáandi og þegar hann kynntist þremenningunum, sem öll eru búsett í Ósló, og bað hann þau um að sjóða saman sýningu fyrir sig. Sýningin fjallar um hvernig er að vera Íslendingur í Noregi og um þá tilhneigingu fólks að gera hluti til að passa inn í fyrirfram ákveðinn ramma. „Mark fannst við áhugaverð þar sem við skerum okkur úr hópnum. Við vorum alltaf á sömu bylgjulengd með hvað við vildum gera. Þar sem við erum útlendingar í útlöndum fórum við sjálfkrafa að bera saman hegðunarmunstur samfélagsins sem við ölumst upp í og það sem við búum í núna," segir Jóhannes, betur þekktur sem Jói, en hann og Hildur hafa verið búsett í Ósló í eitt ár og Erna í tæp þrjú. Plakat sýningarinnar hefur vakið athygli en þar má sjá þremenningana án fata og málaða í rauðum, hvítum og bláum lit, sameiginlegum fánalitum Noregs og Íslands. Þeim fannst ekki hægt að útfæra plakatið á myndrænni hátt. „Við erum nakinn vegna þess að þannig erum við eins hlutlaus og hægt er að vera. Það er ekki hægt að sjá hvernig við klæðumst og þá er kannski erfiðara að setja okkur í þennan fyrirfram ákveðna ramma. Þar sem klæðnaður er ekki bara til að halda á okkur hita í nútímanum," segir Jói en nafn sýningarinnar lýsir hugsuninni á bak við hana ásamt því að vera vísun í sameiginlegt skemmtiefni beggja landa. -áp
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira