Umsókn um málfrelsi Pawel Bartoszek skrifar 25. maí 2012 06:00 Fyrir seinustu alþingiskosningar bauð RÚV framboðunum að fá ókeypis kynningartíma í sjónvarpi. Sum, til dæmis Borgarahreyfingin, vildu taka boðinu en þar sem rótgrónu flokkarnir höfðu ekki áhuga var hætt við allt. Ný framboð fengu því ekki að kynna sig í sjónvarpi því það hentaði ekki þeim sem fyrir voru. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu benti á þennan galla og taldi að reglurnar um ókeypis sjónvarpstíma ættu heima í lögum. Menntamálaráðuneytið ákvað að bregðast við þessum ábendingum með því að leggja til að … bannað yrði að birta skoðanakannanir stuttu fyrir kosningar. Nokkuð sem ÖSE lagði ekki til og fátt bendir til að gagnist nýjum framboðum nokkuð.„Útlendingurinn sagði…" Það virðist tíska að réttlæta vondar, íþyngjandi breytingar með villandi tilvísunum til útlanda. Í grein um ný fjölmiðlalög fyrir viku síðan gagnrýndi ég m.a. að til stæði að banna útlendingum utan EES að vera ábyrgðarmenn fjölmiðla. Viðbrögð ráðuneytisins við þeirri gagnrýni mátti lesa í Fréttablaðinu seinasta miðvikudag: „Í svari ráðuneytisins um hvort það stangist á við ákvæði stjórnarskrár um atvinnu- og tjáningarfrelsi segir það mat framkvæmdarstjórnar ESB að ákvæði gildandi laga, um að ábyrgðarmaðurinn skuli hafa heimilisfesti hér á landi og vera lögráða, stangist á við staðfesturétt, sem er hluti EES-samningsins. Útvíkkunin til EES-svæðisins sé í takti við EES-rétt um staðfesturétt. Katrín segir einfaldlega verið að innleiða EES-reglur, til dæmis hljóð- og myndskipunartilskipunina. Þetta sé almenna reglan innan EES-svæðisins. Borgarar utan þess svæðis geti sótt um undanþágu frá banninu, líkt og þegar kemur að landakaupum." Hér er ráðherrann að blása sápukúlur. Ég efast ekki um að það sé gott mál, og í takt við EES samninginn, að leyfa Slóvena sem býr í Danmörku að reka fjölmiðil á Íslandi. En það er látið í veðri vaka að ef við opnum þær dyr þá verðum við, skv. EES, að loka á útlendinga utan EES. Mér sýnist það vera bull. Það er stundum vandamál hvað opinber umræða á Íslandi á það til að fara í „hann sagði, hún sagði" ham án þess að auðtjekkanleg álitaefni séu leidd til lykta. Ég held því til dæmis fram að EES neyði okkur EKKI til að banna Bandaríkjamönnum að reka og ábyrgjast blöð á Íslandi. Ef ráðherra er á öðru máli þá verður hún að vísa okkur á þá evrópsku lagagrein sem krefur okkur um slíkt. Að sama skapi, ef ráðherra heldur því að það sé „alvanalegt" að Bandaríkjamenn megi ekki ábyrgjast fjölmiðla í Evrópu, þá hlýtur hún að geta afhent okkur lista með öllum löndum þar sem þannig bönn eru við lýði, ásamt tilvitnunum í lagagreinar. Ég er hræddur um að það gæti reynst erfitt.Undanþága frá mannréttindum Sú fullyrðing ráðherra að þetta sé eins og að banna útlendingum að eiga jarðir og að menn geti bara sótt um undanþágu er stórmerkileg. Í fyrsta lagi gerir frumvarpið ekki ráð fyrir neinum undanþágum við ríkisfangsgreininni, svo erfitt er að sjá hvernig þær ætti að veita. Í öðru lagi þá tryggir stjórnarskráin almennt mannréttindi allra, allra sem dvelja á Íslandi, ekki bara Íslendinga. Í eignarréttarákvæðinu er þó sérstaklega tekið fram að „með lögum [megi] takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi". Engar sambærilegar heimildir til að takmarka málfrelsi eða atvinnufrelsi útlendinga er að finna í stjórnarskránni. Ráðherra vill sem sagt hefta málfrelsi án heimildar í stjórnarskrá og veita svo undanþágur frá því banni án heimildar í lögum. Hvorugt gengur upp. Og að allri lögfræðinni slepptri þá þykir mér merkilegt ef menn þurfa að sækja um undanþágu til að njóta málfrelsis og reka eigin vefsíður.Hugsað í bönnum Útlendingabannið og skoðanakannanabannið eru hvort tveggja skaðleg, hundóþörf og lagalega hæpin bönn sem reynt er að koma inn í löggjöf um fjölmiðla með röngum fullyrðingum um að einhver stofnun erlendis hafi mælst til þess. Þessi skapandi nálgun menntamálaráðherra á heimildanotkun gefur tilefni til að skoða gaumgæfilega hvaða fleiri hörmungar hafi ratað inn í íslenska löggjöf að undanförnu undir því falska yfirskyni að um ábendingar eða tilskipanir erlendis frá væri að ræða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson Skoðun
Fyrir seinustu alþingiskosningar bauð RÚV framboðunum að fá ókeypis kynningartíma í sjónvarpi. Sum, til dæmis Borgarahreyfingin, vildu taka boðinu en þar sem rótgrónu flokkarnir höfðu ekki áhuga var hætt við allt. Ný framboð fengu því ekki að kynna sig í sjónvarpi því það hentaði ekki þeim sem fyrir voru. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu benti á þennan galla og taldi að reglurnar um ókeypis sjónvarpstíma ættu heima í lögum. Menntamálaráðuneytið ákvað að bregðast við þessum ábendingum með því að leggja til að … bannað yrði að birta skoðanakannanir stuttu fyrir kosningar. Nokkuð sem ÖSE lagði ekki til og fátt bendir til að gagnist nýjum framboðum nokkuð.„Útlendingurinn sagði…" Það virðist tíska að réttlæta vondar, íþyngjandi breytingar með villandi tilvísunum til útlanda. Í grein um ný fjölmiðlalög fyrir viku síðan gagnrýndi ég m.a. að til stæði að banna útlendingum utan EES að vera ábyrgðarmenn fjölmiðla. Viðbrögð ráðuneytisins við þeirri gagnrýni mátti lesa í Fréttablaðinu seinasta miðvikudag: „Í svari ráðuneytisins um hvort það stangist á við ákvæði stjórnarskrár um atvinnu- og tjáningarfrelsi segir það mat framkvæmdarstjórnar ESB að ákvæði gildandi laga, um að ábyrgðarmaðurinn skuli hafa heimilisfesti hér á landi og vera lögráða, stangist á við staðfesturétt, sem er hluti EES-samningsins. Útvíkkunin til EES-svæðisins sé í takti við EES-rétt um staðfesturétt. Katrín segir einfaldlega verið að innleiða EES-reglur, til dæmis hljóð- og myndskipunartilskipunina. Þetta sé almenna reglan innan EES-svæðisins. Borgarar utan þess svæðis geti sótt um undanþágu frá banninu, líkt og þegar kemur að landakaupum." Hér er ráðherrann að blása sápukúlur. Ég efast ekki um að það sé gott mál, og í takt við EES samninginn, að leyfa Slóvena sem býr í Danmörku að reka fjölmiðil á Íslandi. En það er látið í veðri vaka að ef við opnum þær dyr þá verðum við, skv. EES, að loka á útlendinga utan EES. Mér sýnist það vera bull. Það er stundum vandamál hvað opinber umræða á Íslandi á það til að fara í „hann sagði, hún sagði" ham án þess að auðtjekkanleg álitaefni séu leidd til lykta. Ég held því til dæmis fram að EES neyði okkur EKKI til að banna Bandaríkjamönnum að reka og ábyrgjast blöð á Íslandi. Ef ráðherra er á öðru máli þá verður hún að vísa okkur á þá evrópsku lagagrein sem krefur okkur um slíkt. Að sama skapi, ef ráðherra heldur því að það sé „alvanalegt" að Bandaríkjamenn megi ekki ábyrgjast fjölmiðla í Evrópu, þá hlýtur hún að geta afhent okkur lista með öllum löndum þar sem þannig bönn eru við lýði, ásamt tilvitnunum í lagagreinar. Ég er hræddur um að það gæti reynst erfitt.Undanþága frá mannréttindum Sú fullyrðing ráðherra að þetta sé eins og að banna útlendingum að eiga jarðir og að menn geti bara sótt um undanþágu er stórmerkileg. Í fyrsta lagi gerir frumvarpið ekki ráð fyrir neinum undanþágum við ríkisfangsgreininni, svo erfitt er að sjá hvernig þær ætti að veita. Í öðru lagi þá tryggir stjórnarskráin almennt mannréttindi allra, allra sem dvelja á Íslandi, ekki bara Íslendinga. Í eignarréttarákvæðinu er þó sérstaklega tekið fram að „með lögum [megi] takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi". Engar sambærilegar heimildir til að takmarka málfrelsi eða atvinnufrelsi útlendinga er að finna í stjórnarskránni. Ráðherra vill sem sagt hefta málfrelsi án heimildar í stjórnarskrá og veita svo undanþágur frá því banni án heimildar í lögum. Hvorugt gengur upp. Og að allri lögfræðinni slepptri þá þykir mér merkilegt ef menn þurfa að sækja um undanþágu til að njóta málfrelsis og reka eigin vefsíður.Hugsað í bönnum Útlendingabannið og skoðanakannanabannið eru hvort tveggja skaðleg, hundóþörf og lagalega hæpin bönn sem reynt er að koma inn í löggjöf um fjölmiðla með röngum fullyrðingum um að einhver stofnun erlendis hafi mælst til þess. Þessi skapandi nálgun menntamálaráðherra á heimildanotkun gefur tilefni til að skoða gaumgæfilega hvaða fleiri hörmungar hafi ratað inn í íslenska löggjöf að undanförnu undir því falska yfirskyni að um ábendingar eða tilskipanir erlendis frá væri að ræða.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun