Blúshátíð snýr aftur eftir gos 24. maí 2012 11:30 Grana Louise frá Chicago snýr aftur á Norden Blues Festival um helgina. Tvær þekktar blússöngkonur frá Chicago og margir af færustu blústónlistarmönnum landsins stíga á svið á Norden Blues Festival sem verður haldin hátíðleg á Hvoli á Hvolsvelli um hvítasunnuhelgina. Þetta verður í þriðja sinn sem hátíðin er haldin. Árið 2010 var hætt við hana vegna eldgossins í Eyjafjallajökli og ákveðið var að bíða með að halda hana í fyrra. „Við urðum svolítið öskunni að bráð og frestuðum hátíðinni og svo vorum við ekki með hana í fyrra því við vildum láta allt jafna sig betur," segir Óli Jón Ólason, einn af skipuleggjendunum. Hann lofar skemmtilegri hátíð. Katherine Davis, sem er ein virtasta blússöngkona Chicago, kemur fram með Blue Ice Band og Grana Louise mætir á blúshátíðina í annað sinn. „Við erum að fá geðveikar bombur frá Chicago. Grana var hjá okkur fyrir þremur árum og hún mælti með þessari konu við okkur," segir Óli Jón og á þar við Katherine Davis. Einnig koma fram á hátíðinni hljómsveitirnar Stone Stones, Síðasti séns, Tregasveitin og Castro. Tryggvi á Heiði stígur einnig á svið. -fb Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tvær þekktar blússöngkonur frá Chicago og margir af færustu blústónlistarmönnum landsins stíga á svið á Norden Blues Festival sem verður haldin hátíðleg á Hvoli á Hvolsvelli um hvítasunnuhelgina. Þetta verður í þriðja sinn sem hátíðin er haldin. Árið 2010 var hætt við hana vegna eldgossins í Eyjafjallajökli og ákveðið var að bíða með að halda hana í fyrra. „Við urðum svolítið öskunni að bráð og frestuðum hátíðinni og svo vorum við ekki með hana í fyrra því við vildum láta allt jafna sig betur," segir Óli Jón Ólason, einn af skipuleggjendunum. Hann lofar skemmtilegri hátíð. Katherine Davis, sem er ein virtasta blússöngkona Chicago, kemur fram með Blue Ice Band og Grana Louise mætir á blúshátíðina í annað sinn. „Við erum að fá geðveikar bombur frá Chicago. Grana var hjá okkur fyrir þremur árum og hún mælti með þessari konu við okkur," segir Óli Jón og á þar við Katherine Davis. Einnig koma fram á hátíðinni hljómsveitirnar Stone Stones, Síðasti séns, Tregasveitin og Castro. Tryggvi á Heiði stígur einnig á svið. -fb
Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira