Óttinn við upplýsingar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. maí 2012 06:00 Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði grein hér í blaðið fyrr í vikunni og skammaðist út í auglýsingaherferð hagsmunaaðila í sjávarútvegi vegna kvótafrumvarpa ríkisstjórnarinnar. „Uppistaðan í skilaboðum útgerðarmanna til þjóðarinnar eru órökstuddar fullyrðingar, illa dulbúnar hótanir og tilfinningaklám af ömurlegustu sort," skrifar Þórunn. „Rökræðan krefst þess að málefnið sé skoðað frá öllum hliðum og leyfir ekki þöggun eða ofríki af neinu tagi. Auglýsingaherferð útgerðarmanna er að þessu leyti lítið annað en tilræði við frjálsa rökræðu í lýðræðissamfélagi." Þessi málflutningur er endurómur af annarri ræðu, sem er líka vinsæl þessa dagana, um að upplýsingamiðlun á vegum Evrópusambandsins, til almennings í ríki sem sótt hefur um aðild að sambandinu, jaðri við landráð. Ásmundur Einar Daðason þingmaður skrifaði á vef sinn um daginn: „Í lýðræðisþjóðfélagi eru pólitísk álitamál rædd í opinni frjálsri umræðu. Til að umræðan sé frjáls þarf að gæta að jafnræðissjónarmiðum [...] Evrópustofa skekkir í grundvallaratriðum lýðræðislega umræðu á Íslandi." Auglýsinga- og kynningarherferðir eru aðeins ein leið til að koma sjónarmiðum og upplýsingum á framfæri í hinni lýðræðislegu umræðu. Almenningur sækir sér upplýsingar eftir ótalmörgum öðrum leiðum. Svo við tökum bara þessi tvö dæmi, er enginn hörgull á sjónarmiðum og röksemdum gegn hvort heldur er Evrópusambandsaðild Íslands og ESB sem slíku eða þeirri skoðun að bezt sé að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu sem minnst. Það er þess vegna fráleitt að kalla það „þöggun eða ofríki" eða tilræði við lýðræðislega umræðu þegar einhverjir nota auglýsingar til að koma sjónarmiðum og upplýsingum á framfæri. Það er vissulega sjónarmið að auglýsingar eru dýr leið til upplýsingamiðlunar og þeir sem hafa úr miklum peningum að spila geta fremur nýtt hana en aðrir. Hins vegar er það nú svo að gagnrýnendur dýrra auglýsingaherferða, þar sem þjóðfélagsmál koma við sögu, láta yfirleitt í sér heyra þegar þeir eru ósammála sjónarmiðunum sem eru auglýst en þegja þegar þeir eru sammála. Auglýsingar af þessu tagi eru einfaldlega hluti af lýðræðislegri umræðu. Ekkert bendir til að sá sem auglýsir mikið hafi endilega sitt fram. Frambjóðendur og flokkar sem mest auglýsa fyrir kosningar fá ekki alltaf mest fylgi. VR, stærsta stéttarfélag landsins, hefur reglulega efnt til áberandi auglýsingaherferða í þágu launajafnréttis kynjanna, í krafti sterkrar fjárhagsstöðu félagsins. Árangurinn af þeim herferðum er að minnsta kosti mjög lengi að skila sér. Þórunn, Ásmundur Einar og allir hinir sem hafa allt á hornum sér yfir kynningar- og auglýsingaherferðum, ættu fremur að svara rangfærslum sem þau telja sig sjá, færa fram gagnrök og rökstyðja vel eigin málstað – og til þess hafa þau margar leiðir – en að amast við þessum þætti í lýðræðislegri umræðu. Það er engin ástæða til að óttast upplýsingar, ekki heldur þótt þær séu settar fram í auglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði grein hér í blaðið fyrr í vikunni og skammaðist út í auglýsingaherferð hagsmunaaðila í sjávarútvegi vegna kvótafrumvarpa ríkisstjórnarinnar. „Uppistaðan í skilaboðum útgerðarmanna til þjóðarinnar eru órökstuddar fullyrðingar, illa dulbúnar hótanir og tilfinningaklám af ömurlegustu sort," skrifar Þórunn. „Rökræðan krefst þess að málefnið sé skoðað frá öllum hliðum og leyfir ekki þöggun eða ofríki af neinu tagi. Auglýsingaherferð útgerðarmanna er að þessu leyti lítið annað en tilræði við frjálsa rökræðu í lýðræðissamfélagi." Þessi málflutningur er endurómur af annarri ræðu, sem er líka vinsæl þessa dagana, um að upplýsingamiðlun á vegum Evrópusambandsins, til almennings í ríki sem sótt hefur um aðild að sambandinu, jaðri við landráð. Ásmundur Einar Daðason þingmaður skrifaði á vef sinn um daginn: „Í lýðræðisþjóðfélagi eru pólitísk álitamál rædd í opinni frjálsri umræðu. Til að umræðan sé frjáls þarf að gæta að jafnræðissjónarmiðum [...] Evrópustofa skekkir í grundvallaratriðum lýðræðislega umræðu á Íslandi." Auglýsinga- og kynningarherferðir eru aðeins ein leið til að koma sjónarmiðum og upplýsingum á framfæri í hinni lýðræðislegu umræðu. Almenningur sækir sér upplýsingar eftir ótalmörgum öðrum leiðum. Svo við tökum bara þessi tvö dæmi, er enginn hörgull á sjónarmiðum og röksemdum gegn hvort heldur er Evrópusambandsaðild Íslands og ESB sem slíku eða þeirri skoðun að bezt sé að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu sem minnst. Það er þess vegna fráleitt að kalla það „þöggun eða ofríki" eða tilræði við lýðræðislega umræðu þegar einhverjir nota auglýsingar til að koma sjónarmiðum og upplýsingum á framfæri. Það er vissulega sjónarmið að auglýsingar eru dýr leið til upplýsingamiðlunar og þeir sem hafa úr miklum peningum að spila geta fremur nýtt hana en aðrir. Hins vegar er það nú svo að gagnrýnendur dýrra auglýsingaherferða, þar sem þjóðfélagsmál koma við sögu, láta yfirleitt í sér heyra þegar þeir eru ósammála sjónarmiðunum sem eru auglýst en þegja þegar þeir eru sammála. Auglýsingar af þessu tagi eru einfaldlega hluti af lýðræðislegri umræðu. Ekkert bendir til að sá sem auglýsir mikið hafi endilega sitt fram. Frambjóðendur og flokkar sem mest auglýsa fyrir kosningar fá ekki alltaf mest fylgi. VR, stærsta stéttarfélag landsins, hefur reglulega efnt til áberandi auglýsingaherferða í þágu launajafnréttis kynjanna, í krafti sterkrar fjárhagsstöðu félagsins. Árangurinn af þeim herferðum er að minnsta kosti mjög lengi að skila sér. Þórunn, Ásmundur Einar og allir hinir sem hafa allt á hornum sér yfir kynningar- og auglýsingaherferðum, ættu fremur að svara rangfærslum sem þau telja sig sjá, færa fram gagnrök og rökstyðja vel eigin málstað – og til þess hafa þau margar leiðir – en að amast við þessum þætti í lýðræðislegri umræðu. Það er engin ástæða til að óttast upplýsingar, ekki heldur þótt þær séu settar fram í auglýsingum.
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun