Norah prófar eitthvað nýtt Trausti Júlíusson skrifar 16. maí 2012 11:00 Little Broken Hearts. Norah Jones. Little Broken Hearts er fyrsta plata Noruh Jones síðan The Fall kom út fyrir þremur árum. Í millitíðinni gerði hún meðal annars plötu með kántríbandinu sínu The Little Willies og söng inn á samstarfsplötuna Rome með Danger Mouse og Daniele Luppi. Nýja platan hennar er einmitt gerð með Danger Mouse, en á henni er Norah að prófa nýja hluti. Norah Jones sló í gegn með fyrstu plötunni sinni Come Away With Me árið 2002 sem er búin að seljast í yfir 25 milljónum eintaka. Á henni var mjúk og róleg blanda af poppi og djassi. Á nýju plötunni eru djassáhrifin í lágmarki en poppið er litað af hljóðheimi Danger Mouse sem semur öll lögin með Noruh. Það er samt enginn æsingur á þessari plötu. Norah er ennþá á rólegu nótunum og söngröddin hennar er jafn sæt og áður. Little Broken Hearts er ekki slæm plata. Samstarfið gengur alveg upp. Í flottustu lögunum hefur Danger Mouse átt við sándið með góðum árangri, t.d. í Say Goodbye, 4 Broken Hearts og All A Dream. Blöðrubassasándið í því síðastnefnda er mjög flott. Það sem dregur plötuna samt svolítið niður er að lagasmíðarnar sjálfar eru ekkert sérstaklega sterkar.Danger Mouse semur öll lögin með Noruh Jones á nýjustu plötu hennar.Á heildina litið er þetta þokkalegasta plata sem aðdáendur Noruh ættu að vera sáttir við. Niðurstaða: Danger Mouse býr til nýja bakgrunn fyrir ljúfa poppið hennar Noruh Jones. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Little Broken Hearts. Norah Jones. Little Broken Hearts er fyrsta plata Noruh Jones síðan The Fall kom út fyrir þremur árum. Í millitíðinni gerði hún meðal annars plötu með kántríbandinu sínu The Little Willies og söng inn á samstarfsplötuna Rome með Danger Mouse og Daniele Luppi. Nýja platan hennar er einmitt gerð með Danger Mouse, en á henni er Norah að prófa nýja hluti. Norah Jones sló í gegn með fyrstu plötunni sinni Come Away With Me árið 2002 sem er búin að seljast í yfir 25 milljónum eintaka. Á henni var mjúk og róleg blanda af poppi og djassi. Á nýju plötunni eru djassáhrifin í lágmarki en poppið er litað af hljóðheimi Danger Mouse sem semur öll lögin með Noruh. Það er samt enginn æsingur á þessari plötu. Norah er ennþá á rólegu nótunum og söngröddin hennar er jafn sæt og áður. Little Broken Hearts er ekki slæm plata. Samstarfið gengur alveg upp. Í flottustu lögunum hefur Danger Mouse átt við sándið með góðum árangri, t.d. í Say Goodbye, 4 Broken Hearts og All A Dream. Blöðrubassasándið í því síðastnefnda er mjög flott. Það sem dregur plötuna samt svolítið niður er að lagasmíðarnar sjálfar eru ekkert sérstaklega sterkar.Danger Mouse semur öll lögin með Noruh Jones á nýjustu plötu hennar.Á heildina litið er þetta þokkalegasta plata sem aðdáendur Noruh ættu að vera sáttir við. Niðurstaða: Danger Mouse býr til nýja bakgrunn fyrir ljúfa poppið hennar Noruh Jones.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira