Háski skapar rokkstemningu 16. maí 2012 14:00 Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari, ásamt grjótinu Háska. fréttablaðið/Stefán Þungarokkssveitin Skálmöld er nú við upptökur á annari breiðskífu sinni, Börnum Loka. Í hljóðverinu má finna risastóran grjóthnullung, sem hljómsveitarmeðlimir nefna Háska og var fluttur þangað með erfiðleikum fyrir tveimur árum. Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari hljómsveitarinnar, segir hlutverk grjótsins vera að skapa réttu stemninguna í hljóðverinu. „Þetta er líklega 150 kíló að þyngd og þriggja manna tak. Tilgangurinn með þessu var fyrst og fremst að hafa gaman af lífinu en líka að skapa þungarokksstemningu í hljóðverinu. En svona í sannleika sagt notum við grjótið helst til að setja fótinn upp á þegar við spilum," útskýrir Snæbjörn. Grjótið fundu nokkrir meðlimir Skálmaldar úti á víðavangi og viðurkennir Snæbjörn að það hafi verið erfitt verk að flytja það í hljóðverið. „Það var ægilegt vesen að koma þessu í skottið á bílnum. Við fluttum þetta svo með okkur til Flex Árnasonar, eiganda hljóðversins, og grjótið hefur verið þar síðan," segir hann og bætir við að Háska verði líklega ekki skilað aftur í bráð. Spurður út í nafnið segir Snæbjörn það mega rekja til orðtaks sem Skálmaldarmenn nota gjarnan við æfingar „Ef hlutirnir ganga ekki nægilega vel upp segjum við stundum að það vanti allan háska í tónlistina og okkur fannst það tilvalið nafn á grjótið." Hraungrýtið er þó ekki það eina sem hljómsveitarmeðlimirnir hafa til að skapa stemningu í hljóðverinu því þar er einnig ískrapvél. „Það er reyndar lítið rokk í krapvélinni en hún er skemmtileg."- sm Lífið Tónlist Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Þungarokkssveitin Skálmöld er nú við upptökur á annari breiðskífu sinni, Börnum Loka. Í hljóðverinu má finna risastóran grjóthnullung, sem hljómsveitarmeðlimir nefna Háska og var fluttur þangað með erfiðleikum fyrir tveimur árum. Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari hljómsveitarinnar, segir hlutverk grjótsins vera að skapa réttu stemninguna í hljóðverinu. „Þetta er líklega 150 kíló að þyngd og þriggja manna tak. Tilgangurinn með þessu var fyrst og fremst að hafa gaman af lífinu en líka að skapa þungarokksstemningu í hljóðverinu. En svona í sannleika sagt notum við grjótið helst til að setja fótinn upp á þegar við spilum," útskýrir Snæbjörn. Grjótið fundu nokkrir meðlimir Skálmaldar úti á víðavangi og viðurkennir Snæbjörn að það hafi verið erfitt verk að flytja það í hljóðverið. „Það var ægilegt vesen að koma þessu í skottið á bílnum. Við fluttum þetta svo með okkur til Flex Árnasonar, eiganda hljóðversins, og grjótið hefur verið þar síðan," segir hann og bætir við að Háska verði líklega ekki skilað aftur í bráð. Spurður út í nafnið segir Snæbjörn það mega rekja til orðtaks sem Skálmaldarmenn nota gjarnan við æfingar „Ef hlutirnir ganga ekki nægilega vel upp segjum við stundum að það vanti allan háska í tónlistina og okkur fannst það tilvalið nafn á grjótið." Hraungrýtið er þó ekki það eina sem hljómsveitarmeðlimirnir hafa til að skapa stemningu í hljóðverinu því þar er einnig ískrapvél. „Það er reyndar lítið rokk í krapvélinni en hún er skemmtileg."- sm
Lífið Tónlist Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira