Má bjóða þér á stefnumót? Sigurður Árni Þórðarson skrifar 14. maí 2012 09:00 Sesselja Thorberg og Magnús Sævar Magnússon giftu sig fyrir sjö árum. Þau fara á stefnumót á hverju sunnudagskvöldi til að næra ástina. Þau halda upp á ástarafmælin, taka frá tíma hvort fyrir annað og passa sig á að láta ekki annir, vini, áhugamál eða börn skerða frátekinn hjónatíma. Þau vanda sig í hjúskapnum og vita að það þarf að skipuleggja ástarlífið vel til að það blómstri. Ári eftir hjónavígslu komu þau í viðtal og fengu uppherslu hjá prestinum. Það þarf að yfirfara hjúskapinn reglulega ekkert síður en bílinn! Fimm árum eftir giftingu endurnýjuðu þau svo hjúskaparheitin. Þau áttuðu sig á að þó hjónavígsluathöfn sé einstök er ekkert sem hindrar að fólk komi í kirkjuna aftur og jafnvel reglulega til að staðfesta hjúskaparheitin og treysta kærleiksböndin. Eitt föstudagshádegið, á fimm ára giftingarafmælinu, gengu þau hátíðlega inn kirkjuganginn og fyrir altari. Á þeim helga stað sögðu þau já-in sín aftur og fannst það frábært. Þau eru búin að panta athöfn í september 2015. Saga þessara hjóna er til eftirbreytni. Þeim þykir gaman að vera saman og töff að vera rómó. Þau kunna að rækta hjónaband sitt. Þeim þykir líka vænt um kirkjuna sína og vita, að hún stendur með þeim í lífinu. Sesselja lagði til að Neskirkja efndi til stefnumótakvölda. Svo var myndaður hópur til undirbúnings og kvöldið auglýst. Á björtu maíkvöldi fylltist safnaðarheimilið af fólki, sem vill næra það sem máli skiptir, elskuna og ástina. Og það var ekki skilyrði að fólk væri í sambandi. Þrenn hjón miðluðu af reynslu sinni, sögðu sögur af sambandinu, hvað gengi og hvað ekki. Kertaljósin spegluðust í augum fólksins, hlátrarnir ómuðu og hendur laumuðust saman. Svo komu mörg þeirra aftur í kvöldguðsþjónustu nokkrum dögum seinna til að heyra ástarsögur Biblíunnar og njóta söngs og kyrrðar í kirkjunni. Prestarnir vígja fúslega eftir vel heppnuð stefnumót. Og svo opnar kirkjan faðm og hús gagnvart lífinu. „Þetta var frábært," sagði ein konan. Glaður karl sagði: „Þið verðið nú að gera þetta aftur, þetta gerir okkur svo gott". Já, það er sjálfsagt að efna til stefnumóta í kirkjunni. Prestarnir taka hjón í uppherslu. Svo er hægt að ganga upp að altarinu að nýju til að endurnýja hjúskap á ástarafmælinu. Það er eftirspurn eftir rómantík. Kirkjan leggur lífinu lið. Má bjóða þér á rómantískt stefnumót? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun
Sesselja Thorberg og Magnús Sævar Magnússon giftu sig fyrir sjö árum. Þau fara á stefnumót á hverju sunnudagskvöldi til að næra ástina. Þau halda upp á ástarafmælin, taka frá tíma hvort fyrir annað og passa sig á að láta ekki annir, vini, áhugamál eða börn skerða frátekinn hjónatíma. Þau vanda sig í hjúskapnum og vita að það þarf að skipuleggja ástarlífið vel til að það blómstri. Ári eftir hjónavígslu komu þau í viðtal og fengu uppherslu hjá prestinum. Það þarf að yfirfara hjúskapinn reglulega ekkert síður en bílinn! Fimm árum eftir giftingu endurnýjuðu þau svo hjúskaparheitin. Þau áttuðu sig á að þó hjónavígsluathöfn sé einstök er ekkert sem hindrar að fólk komi í kirkjuna aftur og jafnvel reglulega til að staðfesta hjúskaparheitin og treysta kærleiksböndin. Eitt föstudagshádegið, á fimm ára giftingarafmælinu, gengu þau hátíðlega inn kirkjuganginn og fyrir altari. Á þeim helga stað sögðu þau já-in sín aftur og fannst það frábært. Þau eru búin að panta athöfn í september 2015. Saga þessara hjóna er til eftirbreytni. Þeim þykir gaman að vera saman og töff að vera rómó. Þau kunna að rækta hjónaband sitt. Þeim þykir líka vænt um kirkjuna sína og vita, að hún stendur með þeim í lífinu. Sesselja lagði til að Neskirkja efndi til stefnumótakvölda. Svo var myndaður hópur til undirbúnings og kvöldið auglýst. Á björtu maíkvöldi fylltist safnaðarheimilið af fólki, sem vill næra það sem máli skiptir, elskuna og ástina. Og það var ekki skilyrði að fólk væri í sambandi. Þrenn hjón miðluðu af reynslu sinni, sögðu sögur af sambandinu, hvað gengi og hvað ekki. Kertaljósin spegluðust í augum fólksins, hlátrarnir ómuðu og hendur laumuðust saman. Svo komu mörg þeirra aftur í kvöldguðsþjónustu nokkrum dögum seinna til að heyra ástarsögur Biblíunnar og njóta söngs og kyrrðar í kirkjunni. Prestarnir vígja fúslega eftir vel heppnuð stefnumót. Og svo opnar kirkjan faðm og hús gagnvart lífinu. „Þetta var frábært," sagði ein konan. Glaður karl sagði: „Þið verðið nú að gera þetta aftur, þetta gerir okkur svo gott". Já, það er sjálfsagt að efna til stefnumóta í kirkjunni. Prestarnir taka hjón í uppherslu. Svo er hægt að ganga upp að altarinu að nýju til að endurnýja hjúskap á ástarafmælinu. Það er eftirspurn eftir rómantík. Kirkjan leggur lífinu lið. Má bjóða þér á rómantískt stefnumót?
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun