Kynna íslenska tónlist í borg englanna 8. maí 2012 11:00 Ólafur Arnalds spilar á árlegum kynningarviðburði í Los Angeles 9. júní. fréttablaðið/valli Ólafur Arnalds mun troða upp á árlegum kynningarviðburði fyrir íslenska tónlist í Los Angeles 9. júní. „Yfirleitt hefur þetta verið einhver með gítar og það hefur verið trúbadorastemning en núna verður þetta aðeins öðruvísi. Ólafur verður kannski með einn eða tvo strengjaleikara sem hann ætlar að finna úti í Los Angeles," segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útóns. Meðal þeirra sem hafa spilað á þessum viðburði eru Jónsi í Sigur Rós, Emilíana Torrini og Haukur Heiðar í Diktu. Viðburðinum er ætlað að koma íslenskri tónlist á framfæri í útvarpi, sjónvarpsþáttum og auglýsingum í Bandaríkjunum. „Þetta hefur borið svolítinn ávöxt og árangur í gegnum tíðina," segir Sigtryggur. Ólafur Arnalds vakti nýlega athygli fyrir tónlist sína í Hollywood-myndinni The Hunger Games og stutt er síðan Of Monsters and Men áttu lag í sjónvarpsþættinum Grey"s Anatomy. Gestgjafi verður Lanette Phillips, framleiðandi myndbanda hjá Mighty Eight. Aðrir samstarfsaðilar eru Adam Lewis hjá Planetary Group sem sér um dreifingu á tónlist til útvarpsstöðva, og Staci Slater hjá The Talent House sem sér um að koma tónlist að í sjónvarpsþáttum og auglýsingum. Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson, sem er búsettur í Los Angeles, verður einnig á staðnum og vonir standa til að fleiri íslenskir tónlistarmenn láti sjá sig. Safnlatan Made in Iceland 5, sem hefur að geyma lög eftir átján íslenska flytjendur, verður einnig kynnt. Henni verður dreift til fimm til sex hundruð háskólaútvarpsstöðva og bloggara í Bandaríkjunum. Þar eiga lög GusGus, Ólafur Arnalds, Retro Stefson, Lay Low, Sóley og fleiri. -fb Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ólafur Arnalds mun troða upp á árlegum kynningarviðburði fyrir íslenska tónlist í Los Angeles 9. júní. „Yfirleitt hefur þetta verið einhver með gítar og það hefur verið trúbadorastemning en núna verður þetta aðeins öðruvísi. Ólafur verður kannski með einn eða tvo strengjaleikara sem hann ætlar að finna úti í Los Angeles," segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útóns. Meðal þeirra sem hafa spilað á þessum viðburði eru Jónsi í Sigur Rós, Emilíana Torrini og Haukur Heiðar í Diktu. Viðburðinum er ætlað að koma íslenskri tónlist á framfæri í útvarpi, sjónvarpsþáttum og auglýsingum í Bandaríkjunum. „Þetta hefur borið svolítinn ávöxt og árangur í gegnum tíðina," segir Sigtryggur. Ólafur Arnalds vakti nýlega athygli fyrir tónlist sína í Hollywood-myndinni The Hunger Games og stutt er síðan Of Monsters and Men áttu lag í sjónvarpsþættinum Grey"s Anatomy. Gestgjafi verður Lanette Phillips, framleiðandi myndbanda hjá Mighty Eight. Aðrir samstarfsaðilar eru Adam Lewis hjá Planetary Group sem sér um dreifingu á tónlist til útvarpsstöðva, og Staci Slater hjá The Talent House sem sér um að koma tónlist að í sjónvarpsþáttum og auglýsingum. Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson, sem er búsettur í Los Angeles, verður einnig á staðnum og vonir standa til að fleiri íslenskir tónlistarmenn láti sjá sig. Safnlatan Made in Iceland 5, sem hefur að geyma lög eftir átján íslenska flytjendur, verður einnig kynnt. Henni verður dreift til fimm til sex hundruð háskólaútvarpsstöðva og bloggara í Bandaríkjunum. Þar eiga lög GusGus, Ólafur Arnalds, Retro Stefson, Lay Low, Sóley og fleiri. -fb
Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira