Af stjórnmálamenningarástandi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. apríl 2012 06:00 Alþingi ályktar að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Mikilvægt sé að Alþingi verji og styrki sitt grundvallarhlutverk. Alþingi ályktar að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og leggur áherslu á að af henni sé dreginn lærdómur. Alþingi ályktar að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu, verklagi og skorti á formfestu. Þetta stóð í ályktun um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndarinnar, sem allir 63 alþingismennirnir okkar samþykktu samhljóða 28. september 2010. Í sömu ályktun var ákveðið að ráðast í endurskoðun á þingsköpum Alþingis. Þrátt fyrir góð áform og heitstrengingar virðist lítið hafa breytzt í störfum þingsins. Fréttablaðið sagði frá því í gær að rétt eina ferðina ríkti óvissa um þingstörfin. Engar horfur eru á að takist að afgreiða vel á annað hundrað þingmál ríkisstjórnarinnar fyrir sumarleyfi þingsins í maílok og þingið er enn og aftur farið að funda fram á nætur, án þess þó að fjöldi mála komist til meðferðar í þingnefndum. Framundan eru því – enn einu sinni – enn fleiri næturfundir, enn fleiri nefndarfundir í tímahraki, enn fleiri mistök við meðferð þingmála og væntanlega líka nokkrar málþófsumræður þar sem þingmenn bulla eða lesa upp úr símaskránni. Svo kenna menn hver öðrum um eins og krakkar í sandkassa og hafa kannski eitthvað til síns máls. Stjórnarþingmenn segja stjórnarandstöðuna beita málþófi þannig að mál komist ekki til nefndar. Stjórnarandstaðan bendir á að stjórnin hafi hrúgað tugum mála inn í þingið rétt fyrir skilafrest og eigi sjálf í mesta basli með að forgangsraða þeim. Nú er búið að breyta þingsköpunum; það gerðist í fyrrahaust. Breytingarnar áttu meðal annars að stuðla að skilvirkari og faglegri vinnubrögðum með því að knýja stjórnina til að skila inn þingmálum með lengri fyrirvara þannig að „þingmönnum gefist gott ráðrúm til að taka þau til faglegrar skoðunar, upplýstrar málefnalegrar umræðu og afgreiðslu" eins og það var orðað í greinargerð með frumvarpinu. Þetta hefur greinilega ekki dugað. Hver er þá vandinn? Þarf að breyta þingsköpunum meira, eða er vandamálið kannski frekar stjórnmálamennirnir sjálfir og stjórnmálamenningin svokallaða? Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir heimildarmönnum á þingi að andrúmsloftið á löggjafarsamkundunni væri „við frostmark" og dómur Landsdóms hefði ekki bætt þar úr skák. Hvernig geta kjörnir fulltrúar okkar leyft sér að vera bara í fýlu og marklitlu hnútukasti hver við annan þegar mörg brýn hagsmunamál þjóðarinnar krefjast úrlausnar? Þeir eiga að koma sér upp úr hinum gömlu skotgröfum stjórnar og stjórnarandstöðu, fullorðnast og snúa sér í sameiningu að „faglegri skoðun" og „upplýstri, málefnalegri umræðu". Upp á hvort tveggja vantar sárlega á Alþingi þessa dagana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Ólafur Stephensen Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Alþingi ályktar að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Mikilvægt sé að Alþingi verji og styrki sitt grundvallarhlutverk. Alþingi ályktar að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og leggur áherslu á að af henni sé dreginn lærdómur. Alþingi ályktar að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu, verklagi og skorti á formfestu. Þetta stóð í ályktun um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndarinnar, sem allir 63 alþingismennirnir okkar samþykktu samhljóða 28. september 2010. Í sömu ályktun var ákveðið að ráðast í endurskoðun á þingsköpum Alþingis. Þrátt fyrir góð áform og heitstrengingar virðist lítið hafa breytzt í störfum þingsins. Fréttablaðið sagði frá því í gær að rétt eina ferðina ríkti óvissa um þingstörfin. Engar horfur eru á að takist að afgreiða vel á annað hundrað þingmál ríkisstjórnarinnar fyrir sumarleyfi þingsins í maílok og þingið er enn og aftur farið að funda fram á nætur, án þess þó að fjöldi mála komist til meðferðar í þingnefndum. Framundan eru því – enn einu sinni – enn fleiri næturfundir, enn fleiri nefndarfundir í tímahraki, enn fleiri mistök við meðferð þingmála og væntanlega líka nokkrar málþófsumræður þar sem þingmenn bulla eða lesa upp úr símaskránni. Svo kenna menn hver öðrum um eins og krakkar í sandkassa og hafa kannski eitthvað til síns máls. Stjórnarþingmenn segja stjórnarandstöðuna beita málþófi þannig að mál komist ekki til nefndar. Stjórnarandstaðan bendir á að stjórnin hafi hrúgað tugum mála inn í þingið rétt fyrir skilafrest og eigi sjálf í mesta basli með að forgangsraða þeim. Nú er búið að breyta þingsköpunum; það gerðist í fyrrahaust. Breytingarnar áttu meðal annars að stuðla að skilvirkari og faglegri vinnubrögðum með því að knýja stjórnina til að skila inn þingmálum með lengri fyrirvara þannig að „þingmönnum gefist gott ráðrúm til að taka þau til faglegrar skoðunar, upplýstrar málefnalegrar umræðu og afgreiðslu" eins og það var orðað í greinargerð með frumvarpinu. Þetta hefur greinilega ekki dugað. Hver er þá vandinn? Þarf að breyta þingsköpunum meira, eða er vandamálið kannski frekar stjórnmálamennirnir sjálfir og stjórnmálamenningin svokallaða? Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir heimildarmönnum á þingi að andrúmsloftið á löggjafarsamkundunni væri „við frostmark" og dómur Landsdóms hefði ekki bætt þar úr skák. Hvernig geta kjörnir fulltrúar okkar leyft sér að vera bara í fýlu og marklitlu hnútukasti hver við annan þegar mörg brýn hagsmunamál þjóðarinnar krefjast úrlausnar? Þeir eiga að koma sér upp úr hinum gömlu skotgröfum stjórnar og stjórnarandstöðu, fullorðnast og snúa sér í sameiningu að „faglegri skoðun" og „upplýstri, málefnalegri umræðu". Upp á hvort tveggja vantar sárlega á Alþingi þessa dagana.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun