Fædd lítil mús Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. apríl 2012 06:00 Um málareksturinn gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er óhætt að segja að fjallið hafi tekið jóðsótt og fæðzt lítil mús. Dómur Landsdóms er ekki í neinu samræmi við það sem lagt var upp með þegar meirihluti Alþingis ákvað að ákæra Geir, einn fyrrverandi ráðherra, fyrir lögbrot í aðdraganda bankahrunsins. Af sex upphaflegum ákæruliðum hefur tveimur verið vísað frá dómi og Geir var í gær sýknaður af þremur til viðbótar. Hann er sakfelldur fyrir einn lið; að hafa látið undir höfuð leggjast að boða til ráðherrafunda um mikilvæg stjórnarmálefni. Upphafsmenn málarekstursins eru varla ánægðir með þessa niðurstöðu, því að hún þýðir í raun ekki annað en að það verklag sem ótal ríkisstjórnir hafa viðhaft hafi ekki verið í samræmi við stjórnarskrá. Dómur Landsdóms hlýtur þá að vekja spurningar um hvort fleiri venjur í íslenzkri stjórnsýslu standist ekki bókstaf stjórnarskrárinnar. Umræður um ábyrgð á hruninu hafa snúizt um margt, en alls ekki um það hvort fundir hafi verið boðaðir í samræmi við 17. grein stjórnarskrárinnar. Raunar má fullyrða að 17. greinin hafi svo gott sem ekkert verið til umræðu í tengslum við stjórnmál og stjórnsýslu á Íslandi yfirleitt, þau rúmlega 90 ár sem hún hefur verið í stjórnarskránni. Geir er þannig sakfelldur fyrir fremur afkáralegt aukaatriði í ákærunni. Þótt meirihluti dómsins sé gagnrýninn á ýmis störf hans í aðdraganda hrunsins og telji hann hafa gert mistök – sem hann hefur sjálfur viðurkennt – kemst hann ekki að þeirri niðurstöðu hvað varðar efnislegt innihald ákærunnar að öðru leyti að Geir hafi brotið lög. Það var rangt að ákæra Geir H. Haarde fyrir Landsdómi og það er jafnrangt af þeim sem voru ósáttir við þá ákvörðun að hóta núverandi ráðherrum Landsdómi vegna hinna og þessara ákvarðana þeirra. Stjórnmálamenn, bæði þeir sem stóðu að ákærunni á hendur Geir og hinir sem lögðust gegn henni – og þeim fjölgaði eftir því sem leið á málareksturinn – hljóta nú að sjá að Landsdómsleiðin var frá upphafi röng. Lögin um Landsdóm eru gömul og tryggja sakborningi ekki sama rétt til réttlátrar málsmeðferðar og nýrri lagaákvæði um meðferð sakamála. Pólitískt eðli ákærunnar og dómstólsins dregur að auki úr öllum trúverðugleika málsmeðferðarinnar. Það er þessi óheppilega blanda af lögfræði og pólitík, sem gerir nánast óhjákvæmilegt að sá sem er sakfelldur af Landsdómi deili við dómarana eins og Geir H. Haarde gerði í gær eftir að dómur var kveðinn upp. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kallar eftir því í Fréttablaðinu í dag að stjórn og stjórnarandstaða setjist niður og geri breytingar á lögunum um Landsdóm. Til þess er full ástæða. Pólitíska ábyrgð eiga menn að axla á hinum pólitíska vettvangi, en um lögbrot ráðherra eiga að gilda sömu almennu reglur og um önnur sakamál. Vonandi var dómsuppsagan í Landsdómi í gær því bæði sú fyrsta og síðasta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Ólafur Stephensen Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun
Um málareksturinn gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er óhætt að segja að fjallið hafi tekið jóðsótt og fæðzt lítil mús. Dómur Landsdóms er ekki í neinu samræmi við það sem lagt var upp með þegar meirihluti Alþingis ákvað að ákæra Geir, einn fyrrverandi ráðherra, fyrir lögbrot í aðdraganda bankahrunsins. Af sex upphaflegum ákæruliðum hefur tveimur verið vísað frá dómi og Geir var í gær sýknaður af þremur til viðbótar. Hann er sakfelldur fyrir einn lið; að hafa látið undir höfuð leggjast að boða til ráðherrafunda um mikilvæg stjórnarmálefni. Upphafsmenn málarekstursins eru varla ánægðir með þessa niðurstöðu, því að hún þýðir í raun ekki annað en að það verklag sem ótal ríkisstjórnir hafa viðhaft hafi ekki verið í samræmi við stjórnarskrá. Dómur Landsdóms hlýtur þá að vekja spurningar um hvort fleiri venjur í íslenzkri stjórnsýslu standist ekki bókstaf stjórnarskrárinnar. Umræður um ábyrgð á hruninu hafa snúizt um margt, en alls ekki um það hvort fundir hafi verið boðaðir í samræmi við 17. grein stjórnarskrárinnar. Raunar má fullyrða að 17. greinin hafi svo gott sem ekkert verið til umræðu í tengslum við stjórnmál og stjórnsýslu á Íslandi yfirleitt, þau rúmlega 90 ár sem hún hefur verið í stjórnarskránni. Geir er þannig sakfelldur fyrir fremur afkáralegt aukaatriði í ákærunni. Þótt meirihluti dómsins sé gagnrýninn á ýmis störf hans í aðdraganda hrunsins og telji hann hafa gert mistök – sem hann hefur sjálfur viðurkennt – kemst hann ekki að þeirri niðurstöðu hvað varðar efnislegt innihald ákærunnar að öðru leyti að Geir hafi brotið lög. Það var rangt að ákæra Geir H. Haarde fyrir Landsdómi og það er jafnrangt af þeim sem voru ósáttir við þá ákvörðun að hóta núverandi ráðherrum Landsdómi vegna hinna og þessara ákvarðana þeirra. Stjórnmálamenn, bæði þeir sem stóðu að ákærunni á hendur Geir og hinir sem lögðust gegn henni – og þeim fjölgaði eftir því sem leið á málareksturinn – hljóta nú að sjá að Landsdómsleiðin var frá upphafi röng. Lögin um Landsdóm eru gömul og tryggja sakborningi ekki sama rétt til réttlátrar málsmeðferðar og nýrri lagaákvæði um meðferð sakamála. Pólitískt eðli ákærunnar og dómstólsins dregur að auki úr öllum trúverðugleika málsmeðferðarinnar. Það er þessi óheppilega blanda af lögfræði og pólitík, sem gerir nánast óhjákvæmilegt að sá sem er sakfelldur af Landsdómi deili við dómarana eins og Geir H. Haarde gerði í gær eftir að dómur var kveðinn upp. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kallar eftir því í Fréttablaðinu í dag að stjórn og stjórnarandstaða setjist niður og geri breytingar á lögunum um Landsdóm. Til þess er full ástæða. Pólitíska ábyrgð eiga menn að axla á hinum pólitíska vettvangi, en um lögbrot ráðherra eiga að gilda sömu almennu reglur og um önnur sakamál. Vonandi var dómsuppsagan í Landsdómi í gær því bæði sú fyrsta og síðasta.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun