Andrúmsloftið og ábyrgðin Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. apríl 2012 06:00 Steingrímur J. Sigfússon ráðherra og leiðtogi Vinstri grænna sagði þingmönnum í gær að engin ástæða væri til að fara á taugum og slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Það er rétt hjá ráðherranum. Það að framkvæmdastjórn ESB hafi nýtt rétt sinn samkvæmt EES-samningnum til að gerast aðili að málsókn Eftirlitsstofnunar EFTA er ekki óvænt, ekki óeðlilegt og ekki til marks um neinn „fjandskap" í garð Íslendinga eins og sumir stjórnmálamenn hafa haldið fram á síðustu dögum. Framkvæmdastjórnin sinnir því hlutverki sínu að passa upp á regluverk sambandsins og í Icesave-málinu er tekizt á um lögfræðileg grundvallaratriði varðandi innistæðutryggingakerfi ESB. Steingrímur lét önnur ummæli falla um þetta mál í fréttum Stöðvar 2 á föstudagskvöldið, sem ástæða er til að staldra við. Hann sagði þá að andrúmsloftið skipti miklu máli í aðildarviðræðum Íslands og ESB. „Að menn séu að ræða saman í góðri trú og af velvild. Ef ítrekað kemur til hluta af hálfu Evrópusambandsins sem við hljótum að túlka sem ákveðna andstöðu þeirra hlýtur það að hafa áhrif á andrúmsloftið," sagði Steingrímur. Þetta er líka rétt. Í samningaviðræðum skiptir andrúmsloftið máli. En ber Evrópusambandið eitt ábyrgð á því að andrúmsloftið sé gott í aðildarviðræðunum? Hvað hefur flokkur ráðherrans lagt af mörkum til þess að velvild ríki í viðræðunum? Ætli það hafi hjálpað til að skapa gott andrúmsloft þegar Jón Bjarnason, flokksbróðir Steingríms, sakaði Evrópusambandið um að reyna að múta Íslendingum og varaði við „öllum tilhneigingum hins erlenda stórveldis til að taka hér stjórnartauma af réttkjörnum og lýðræðislegum stjórnvöldum landsins"? Var það í þágu velvildar og góðs anda í viðræðunum þegar Ögmundur Jónasson, annar VG-ráðherra, talaði um sókn ESB eftir „lífsrými" í blaðagrein og bendlaði sambandið þannig nokkuð augljóslega við helstefnu Hitlers? Í sömu grein skrifaði Ögmundur: „Það er ekki að undra að herskáir Evrópusinnar líti hýru auga til Festung Island, Virkisins í norðri. En ekki mun standa á styrkveitingum – svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Bull og vitleysa af þessu tagi, víðs fjarri öllum staðreyndagrunni, ýtir ekki undir málefnalega umræðu um Evrópumálin og mætti jafnvel túlka sem „ákveðna andstöðu" við ESB, burtséð frá því hvort Ísland sækist eftir aðild að þessu bandalagi frjálsra lýðræðisríkja. Þetta er einn meginvandinn varðandi aðildarumsókn Íslands; hálfri ríkisstjórninni og gjörvallri stjórnarandstöðunni virðist ómögulegt að ræða málið án þess að mála skrattann á vegginn með gífuryrðum og hlaupa upp til handa og fóta út af smámunum eins og við höfum orðið vitni að á undanförnum dögum. Hagsmunir Íslands eru þeir að aðildarviðræðurnar fari fram í velvild og góðri trú, að þeim loknum vitum við nákvæmlega með hvaða skilyrðum við getum fengið aðild að ESB og að þjóðin taki afstöðu til niðurstöðunnar. Hin sífelldu taugaveiklunarköst bæði í flokki Steingríms og í öðrum flokkum vinna gegn þessum þjóðarhagsmunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Steingrímur J. Sigfússon ráðherra og leiðtogi Vinstri grænna sagði þingmönnum í gær að engin ástæða væri til að fara á taugum og slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Það er rétt hjá ráðherranum. Það að framkvæmdastjórn ESB hafi nýtt rétt sinn samkvæmt EES-samningnum til að gerast aðili að málsókn Eftirlitsstofnunar EFTA er ekki óvænt, ekki óeðlilegt og ekki til marks um neinn „fjandskap" í garð Íslendinga eins og sumir stjórnmálamenn hafa haldið fram á síðustu dögum. Framkvæmdastjórnin sinnir því hlutverki sínu að passa upp á regluverk sambandsins og í Icesave-málinu er tekizt á um lögfræðileg grundvallaratriði varðandi innistæðutryggingakerfi ESB. Steingrímur lét önnur ummæli falla um þetta mál í fréttum Stöðvar 2 á föstudagskvöldið, sem ástæða er til að staldra við. Hann sagði þá að andrúmsloftið skipti miklu máli í aðildarviðræðum Íslands og ESB. „Að menn séu að ræða saman í góðri trú og af velvild. Ef ítrekað kemur til hluta af hálfu Evrópusambandsins sem við hljótum að túlka sem ákveðna andstöðu þeirra hlýtur það að hafa áhrif á andrúmsloftið," sagði Steingrímur. Þetta er líka rétt. Í samningaviðræðum skiptir andrúmsloftið máli. En ber Evrópusambandið eitt ábyrgð á því að andrúmsloftið sé gott í aðildarviðræðunum? Hvað hefur flokkur ráðherrans lagt af mörkum til þess að velvild ríki í viðræðunum? Ætli það hafi hjálpað til að skapa gott andrúmsloft þegar Jón Bjarnason, flokksbróðir Steingríms, sakaði Evrópusambandið um að reyna að múta Íslendingum og varaði við „öllum tilhneigingum hins erlenda stórveldis til að taka hér stjórnartauma af réttkjörnum og lýðræðislegum stjórnvöldum landsins"? Var það í þágu velvildar og góðs anda í viðræðunum þegar Ögmundur Jónasson, annar VG-ráðherra, talaði um sókn ESB eftir „lífsrými" í blaðagrein og bendlaði sambandið þannig nokkuð augljóslega við helstefnu Hitlers? Í sömu grein skrifaði Ögmundur: „Það er ekki að undra að herskáir Evrópusinnar líti hýru auga til Festung Island, Virkisins í norðri. En ekki mun standa á styrkveitingum – svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Bull og vitleysa af þessu tagi, víðs fjarri öllum staðreyndagrunni, ýtir ekki undir málefnalega umræðu um Evrópumálin og mætti jafnvel túlka sem „ákveðna andstöðu" við ESB, burtséð frá því hvort Ísland sækist eftir aðild að þessu bandalagi frjálsra lýðræðisríkja. Þetta er einn meginvandinn varðandi aðildarumsókn Íslands; hálfri ríkisstjórninni og gjörvallri stjórnarandstöðunni virðist ómögulegt að ræða málið án þess að mála skrattann á vegginn með gífuryrðum og hlaupa upp til handa og fóta út af smámunum eins og við höfum orðið vitni að á undanförnum dögum. Hagsmunir Íslands eru þeir að aðildarviðræðurnar fari fram í velvild og góðri trú, að þeim loknum vitum við nákvæmlega með hvaða skilyrðum við getum fengið aðild að ESB og að þjóðin taki afstöðu til niðurstöðunnar. Hin sífelldu taugaveiklunarköst bæði í flokki Steingríms og í öðrum flokkum vinna gegn þessum þjóðarhagsmunum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun