Heldur íslenska menningarhátíð í Frakklandi 13. apríl 2012 09:00 Meðal listamanna Hljómsveitin For a Minor Reflection kemur fram á tvennum tónleikum hátíðarinnar. Auk þeirra stíga þar á stokk hljómsveitirnar Kimono, Lazyblood, Reykjavík!, Kría Brekkan og Snorri Helgason. „Markmiðið er að fólk komi á hátíðina, uppgötvi eitthvað nýtt og kynnist íslenskri menningu og íslenskri list betur," segir Ari Allansson sem stendur fyrir íslensku menningarhátíðinni Air d'Islande í Frakklandi. Ari hefur verið búsettur í Frakklandi frá árinu 2005 og er giftur franskri konu. Hann fékk hugmyndina árið 2007, fékk þá nokkra Frakka í lið með sér og hélt fyrstu hátíðina í desember 2008. Hátíðin hefur gengið undir nafninu Air d'Islande, sem á íslensku þýðir eitthvað sem kemur frá Íslandi. „Nafnið tengist ekkert Icelandair eins og margir kunna að halda," segir Ari og hlær. Hátíðin hefur breyst og stækkað mikið frá því að hún var fyrst haldin. „Á fyrstu hátíðinni sýndum við fjórtán íslenskar kvikmyndir og héldum eina tónleika. Núna er tónlistin farin að hafa meira vægi og við erum búin að bæta samtímalist inn í dagskrána," segir Ari. Nú í ár er hátíðin í fyrsta skipti haldin á tveimur stöðum, í París og smábænum Chessy sem er um 50 kílómetra fyrir utan París. Hún er haldin í samstarfi við nokkra aðila. „Við erum þrjú sem berum hitann og þungann af verkefninu: ég, Cedric Delannoy og Charlotte Sohm sem bæði eru frönsk. Íslenska sendiráðið í París hefur svo staðið dyggilega við bakið á okkur," segir Ari, en Iceland Airwaves, Kimi Records og Promote Iceland koma einnig að hátíðinni. „Með þessari hátíð gefst okkur til dæmis færi á að kynna Iceland Airwaves-hátíðina, en við höldum eina tónleika undir þeirra formerkjum og aðra undir formerkjum Kimi Records. Svo erum við líka í samstarfi við Inspired by Iceland-átakið," bætir hann við. Það er ekki mikill gróði sem kemur af hátíðinni og að sögn Ara snýst hún meira um hugsjón. „Við náum að halda hátíðina og gera það vel. Við borgum tónlistarfólkinu sem kemur, borgum flug út og höldum því uppi meðan það er hér, svo við erum mjög ánægð með það," segir hann. Hátíðin hófst í Chessy 2. apríl síðastliðinn og stendur til 15. en í París hófst hún 11. apríl og stendur í tíu daga. - trs Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Markmiðið er að fólk komi á hátíðina, uppgötvi eitthvað nýtt og kynnist íslenskri menningu og íslenskri list betur," segir Ari Allansson sem stendur fyrir íslensku menningarhátíðinni Air d'Islande í Frakklandi. Ari hefur verið búsettur í Frakklandi frá árinu 2005 og er giftur franskri konu. Hann fékk hugmyndina árið 2007, fékk þá nokkra Frakka í lið með sér og hélt fyrstu hátíðina í desember 2008. Hátíðin hefur gengið undir nafninu Air d'Islande, sem á íslensku þýðir eitthvað sem kemur frá Íslandi. „Nafnið tengist ekkert Icelandair eins og margir kunna að halda," segir Ari og hlær. Hátíðin hefur breyst og stækkað mikið frá því að hún var fyrst haldin. „Á fyrstu hátíðinni sýndum við fjórtán íslenskar kvikmyndir og héldum eina tónleika. Núna er tónlistin farin að hafa meira vægi og við erum búin að bæta samtímalist inn í dagskrána," segir Ari. Nú í ár er hátíðin í fyrsta skipti haldin á tveimur stöðum, í París og smábænum Chessy sem er um 50 kílómetra fyrir utan París. Hún er haldin í samstarfi við nokkra aðila. „Við erum þrjú sem berum hitann og þungann af verkefninu: ég, Cedric Delannoy og Charlotte Sohm sem bæði eru frönsk. Íslenska sendiráðið í París hefur svo staðið dyggilega við bakið á okkur," segir Ari, en Iceland Airwaves, Kimi Records og Promote Iceland koma einnig að hátíðinni. „Með þessari hátíð gefst okkur til dæmis færi á að kynna Iceland Airwaves-hátíðina, en við höldum eina tónleika undir þeirra formerkjum og aðra undir formerkjum Kimi Records. Svo erum við líka í samstarfi við Inspired by Iceland-átakið," bætir hann við. Það er ekki mikill gróði sem kemur af hátíðinni og að sögn Ara snýst hún meira um hugsjón. „Við náum að halda hátíðina og gera það vel. Við borgum tónlistarfólkinu sem kemur, borgum flug út og höldum því uppi meðan það er hér, svo við erum mjög ánægð með það," segir hann. Hátíðin hófst í Chessy 2. apríl síðastliðinn og stendur til 15. en í París hófst hún 11. apríl og stendur í tíu daga. - trs
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira