Fer til Hollands og nælir í BA-gráðu í sirkuslistum 12. apríl 2012 11:30 Eyrún Ævarsdóttir fékk inngöngu í sirkusnám við Codart-skólann í Rotterdam. Eyrún hefur verið meðlimur í Sirkus Íslands í þrjú ár. fréttablaðið/stefán „Fyrsta árið lærir maður allar greinar fagsins, þar á meðal að gegla og loftfimleika, en hin þrjú árin fara í það að sérhæfa sig," segir Eyrún Ævarsdóttir sem mun hefja nám í sirkuslistum við Codart-skólann í Rotterdam í haust. Eyrún leiddist inn í sirkusinn í gegnum leiklist og hefur verið meðlimur í Sirkus Íslands í þrjú ár. Hún hefur sérhæft sig í loftfimleikunum aerial silks, eða silki eins og hún kýs að kalla það, og þrisvar sinnum komið fram með Sirkusnum. „Á fyrstu sýningunni var ég trúður en síðan fór ég að einbeita mér að loftfimleikum í auknum mæli og það er nú orðið sérgreinin mín. Silki eru borðar sem hanga úr loftinu og maður vefur sig í þá, klifrar upp þá og gerir alls kyns kúnstir," útskýrir Eyrún sem útskrifast með BA-gráðu í Circus Arts að náminu loknu. Eyrún lauk námi af félagsfræðibraut Menntaskólans í Hamrahlíð um jólin og sótti um inngöngu í Codart stuttu síðar. Hún segir námsvalið ekki hafa komið foreldrum hennar á óvart enda hafi hún verið viðloðandi Sirkus Íslands í nokkur ár. Eyrún var kölluð í inntökupróf við skólann fyrir stuttu sem hún segir hafa verið langt og strangt. „Þetta voru í raun tveggja daga vinnubúðir þar sem allir umsækjendurnir unnu saman í hópum. Þetta var flest mjög venjulegt fólk og margir voru með bakgrunn í dansi og leiklist." Aðspurð segist hún vilja flytja aftur heim að náminu loknu til að leggja sitt af mörkum til að efla sirkuslistina á Íslandi. „Draumurinn er að geta nýtt námið hér heima eftir að ég klára. Mig langar að flétta saman sirkuslistum og leiklist, kannski ekki svo ólíkt því sem Vesturport hefur verið að gera, en með áhersluna á sirkus og leiklistina í aukahlutverki."sara@frettabladid.is Menning Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Fyrsta árið lærir maður allar greinar fagsins, þar á meðal að gegla og loftfimleika, en hin þrjú árin fara í það að sérhæfa sig," segir Eyrún Ævarsdóttir sem mun hefja nám í sirkuslistum við Codart-skólann í Rotterdam í haust. Eyrún leiddist inn í sirkusinn í gegnum leiklist og hefur verið meðlimur í Sirkus Íslands í þrjú ár. Hún hefur sérhæft sig í loftfimleikunum aerial silks, eða silki eins og hún kýs að kalla það, og þrisvar sinnum komið fram með Sirkusnum. „Á fyrstu sýningunni var ég trúður en síðan fór ég að einbeita mér að loftfimleikum í auknum mæli og það er nú orðið sérgreinin mín. Silki eru borðar sem hanga úr loftinu og maður vefur sig í þá, klifrar upp þá og gerir alls kyns kúnstir," útskýrir Eyrún sem útskrifast með BA-gráðu í Circus Arts að náminu loknu. Eyrún lauk námi af félagsfræðibraut Menntaskólans í Hamrahlíð um jólin og sótti um inngöngu í Codart stuttu síðar. Hún segir námsvalið ekki hafa komið foreldrum hennar á óvart enda hafi hún verið viðloðandi Sirkus Íslands í nokkur ár. Eyrún var kölluð í inntökupróf við skólann fyrir stuttu sem hún segir hafa verið langt og strangt. „Þetta voru í raun tveggja daga vinnubúðir þar sem allir umsækjendurnir unnu saman í hópum. Þetta var flest mjög venjulegt fólk og margir voru með bakgrunn í dansi og leiklist." Aðspurð segist hún vilja flytja aftur heim að náminu loknu til að leggja sitt af mörkum til að efla sirkuslistina á Íslandi. „Draumurinn er að geta nýtt námið hér heima eftir að ég klára. Mig langar að flétta saman sirkuslistum og leiklist, kannski ekki svo ólíkt því sem Vesturport hefur verið að gera, en með áhersluna á sirkus og leiklistina í aukahlutverki."sara@frettabladid.is
Menning Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira