Glæpasagnadrottning gefur ráð í þáttum Gulla Helga Tinna Rós skrifar 4. apríl 2012 15:30 Yrsa segist geta talað frá faglegu og persónulegu sjónarhorni þar sem hún hafi staðið í miklum framkvæmdum í gegnum tíðina sjálf. Vísir/Vilhelm „Ég er svo glöð að einhver á Íslandi sé að búa til sjónvarpsefni um framkvæmdir að það var auðsótt mál að fá mig til að taka þátt," segir Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur, sem verður ráðgjafi í nýrri þáttaröð af byggingarþáttum fjölmiðlamannsins og smiðsins Gunnlaugs Helgasonar, Gulli byggir. Yrsa er einn ástkærasti rithöfundur þjóðarinnar og einn besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda að mati breska blaðsins The Times. Hún hefur vakið athygli um allan heim fyrir ritsnilli sína og bækur hennar hafa verið gefnar út á fjölda tungumála. Síðasta bók hennar, Brakið, kom út í lok síðasta árs og varð mest selda bók ársins 2011 á Íslandi. Margir þekkja Yrsu aðeins sem rithöfund svo það verður áhugavert að sjá hana í nýju hlutverki í þáttunum, sem hefja göngu sína á RÚV í vor. Þar mun hún svara spurningum og leiðbeina áhorfendum um hluti sem snúa að verkfræðinni. „Ég kem aðallega til með að ráðleggja fólki með undirbúning og slíkt. Ég get bæði talað frá faglegu sjónarhorni og persónulegu, en ég hef staðið í alls kyns framkvæmdum sjálf í gegnum tíðina," segir Yrsa. „Ég vona bara að mitt innlegg í þættina verði öðrum til gagns og að þeir sem séu að fara út í framkvæmdir hlusti á ráðleggingar. Ég veit að ég hlusta sjaldnast á eigin ráð, svo ég veit hvað ég er að tala um þegar ég segi að það sé mikilvægt," bætir hún við hlæjandi. Yrsa starfar sem verkfræðingur og aðspurð segir hún það ganga vel að samræma vinnuna og skrifin. „Þetta er reyndar búið að vera erfitt að undanförnu þar sem ég er búin að vera svo mikið á ferðinni, en það stendur til bóta með hækkandi sól," segir hún. Hinir fjölmörgu aðdáendur hennar gleðjast svo eflaust yfir þeim fréttum að hún er nú að vinna í nýrri bók þessa dagana sem kemur út um næstu jól, gangi allt að óskum. Gulli byggir Mest lesið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Sjá meira
„Ég er svo glöð að einhver á Íslandi sé að búa til sjónvarpsefni um framkvæmdir að það var auðsótt mál að fá mig til að taka þátt," segir Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur, sem verður ráðgjafi í nýrri þáttaröð af byggingarþáttum fjölmiðlamannsins og smiðsins Gunnlaugs Helgasonar, Gulli byggir. Yrsa er einn ástkærasti rithöfundur þjóðarinnar og einn besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda að mati breska blaðsins The Times. Hún hefur vakið athygli um allan heim fyrir ritsnilli sína og bækur hennar hafa verið gefnar út á fjölda tungumála. Síðasta bók hennar, Brakið, kom út í lok síðasta árs og varð mest selda bók ársins 2011 á Íslandi. Margir þekkja Yrsu aðeins sem rithöfund svo það verður áhugavert að sjá hana í nýju hlutverki í þáttunum, sem hefja göngu sína á RÚV í vor. Þar mun hún svara spurningum og leiðbeina áhorfendum um hluti sem snúa að verkfræðinni. „Ég kem aðallega til með að ráðleggja fólki með undirbúning og slíkt. Ég get bæði talað frá faglegu sjónarhorni og persónulegu, en ég hef staðið í alls kyns framkvæmdum sjálf í gegnum tíðina," segir Yrsa. „Ég vona bara að mitt innlegg í þættina verði öðrum til gagns og að þeir sem séu að fara út í framkvæmdir hlusti á ráðleggingar. Ég veit að ég hlusta sjaldnast á eigin ráð, svo ég veit hvað ég er að tala um þegar ég segi að það sé mikilvægt," bætir hún við hlæjandi. Yrsa starfar sem verkfræðingur og aðspurð segir hún það ganga vel að samræma vinnuna og skrifin. „Þetta er reyndar búið að vera erfitt að undanförnu þar sem ég er búin að vera svo mikið á ferðinni, en það stendur til bóta með hækkandi sól," segir hún. Hinir fjölmörgu aðdáendur hennar gleðjast svo eflaust yfir þeim fréttum að hún er nú að vinna í nýrri bók þessa dagana sem kemur út um næstu jól, gangi allt að óskum.
Gulli byggir Mest lesið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Sjá meira