Tækni Orðrómur er uppi um að fjórða útgáfan af leikjatölvunni Playstation frá Sony eigi að heita Orbis og sé væntanleg í búðir á næsta ári. Menn telja að þessi nýjasta útgáfa muni tengjast Vita-kerfinu og að ekki verði hægt að spila leikina í öðrum leikjatölvum. Ekki verður heldur hægt að spila PS3-leiki í tölvunni. Að sögn BBC hafa forsvarsmenn Sony ekki viljað staðfesta neitt en ljóst er að spennan fyrir tölvunni er mikill víða um heim.
Playstation 4 á næsta ári?
