Ísland eins og tölvugrafík 1. apríl 2012 17:00 Kit við tökur á Íslandi. „Ég elska landið þitt!" hrópar leikarinn Kit Harington upp yfir sig er blaðamaður kveðst vera frá Íslandi og vilja fá að ræða við hann um tökur þáttanna Game of Thrones sem fram fóru á Vatnajökli í nóvember síðastliðnum. „Það er einn af þessum stöðum sem ég myndi vilja flytja til. Ég elska það í alvöru! Ísland á sérstakan stað í hjarta mér." Ákafi Kit er svo dásamlega einlægur að blaðamaður þarf að hafa sig allan við að teygja ekki fram armana og klípa í rjóðar, tuttugu og fimm ára kinnarnar á honum og segja „gútsí-gú". Kit er nýútskrifaður úr leiklistarskóla. Engu að síður hafa honum hlotnast tvær stórar rullur á síðustu misserum: Annars vegar aðalhlutverkið í leikritinu War Horse sem sýnt var í breska Þjóðleikhúsinu og nú síðast hlutverk geðþekka bastarðsins Jon Snow í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. „Við dvöldum á Íslandi í um fjórar vikur við tökur," segir Kit. „Við tókum upp á þremur mismunandi stöðum á jöklinum. Og það var kalt." Hann hlær. „Skeggið á okkur fraus." Rakað virðist bústið andlit hans barnslegt. Ungæðislegur glampi er í koparbrúnum augunum. Þetta er tæpast ásjóna manns sem maður fæli það torvelda verkefni að verja heimsálfuna Vesturás fyrir ágangi lifandi dauðra ófreskja sem kallast Hvítgöngurnar (White Walkers). „Ísland tók vel á móti okkur. Við vorum mjög heppin með veður. Dagarnir voru heiðskírir og vetrarsólin skein á okkur. Einn myndatökumannanna sagðist hafa skotið magnaðasta myndskeið ferils síns á jöklinum. Allt í einum heyrðum við einhvern hrópa: „JESS!"" Kit segist nýverið hafa fengið að horfa á brot úr senum sem teknar voru upp á Íslandi. „Þær eru svo fallegar og framandi. Þær líta út eins og tölvugrafík. Við fórum til Íslands til að forðast að nota tölvugrafík en furðulegt nokk varð niðurstaðan í raun óraunverulegri en grafík." Persóna Kit í þáttunum er send til hins kalda Norðurs þar sem hann gengur til liðs við varðlið Næturvarðanna. Hjálpaði kuldinn á Íslandi honum að komast í karakter? „Sem leikari er engu líkt að vera staddur í umhverfi eins og því sem karakterinn á að vera staddur í. Og Ísland er eins nálægt Norðrinu og hægt er að hafa það. Það er kalt, hrjóstrugt, landslagið er framandi og á sinn eigin hátt er það gríðarlega fallegt. Aðstæðurnar hjálpuðu okkur leikurunum mjög." Áætlað er að tökur á þriðju seríu Game of Thrones hefjist í júlí. Kit segist vona að þær fari aftur fram á Íslandi. Game of Thrones Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
„Ég elska landið þitt!" hrópar leikarinn Kit Harington upp yfir sig er blaðamaður kveðst vera frá Íslandi og vilja fá að ræða við hann um tökur þáttanna Game of Thrones sem fram fóru á Vatnajökli í nóvember síðastliðnum. „Það er einn af þessum stöðum sem ég myndi vilja flytja til. Ég elska það í alvöru! Ísland á sérstakan stað í hjarta mér." Ákafi Kit er svo dásamlega einlægur að blaðamaður þarf að hafa sig allan við að teygja ekki fram armana og klípa í rjóðar, tuttugu og fimm ára kinnarnar á honum og segja „gútsí-gú". Kit er nýútskrifaður úr leiklistarskóla. Engu að síður hafa honum hlotnast tvær stórar rullur á síðustu misserum: Annars vegar aðalhlutverkið í leikritinu War Horse sem sýnt var í breska Þjóðleikhúsinu og nú síðast hlutverk geðþekka bastarðsins Jon Snow í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. „Við dvöldum á Íslandi í um fjórar vikur við tökur," segir Kit. „Við tókum upp á þremur mismunandi stöðum á jöklinum. Og það var kalt." Hann hlær. „Skeggið á okkur fraus." Rakað virðist bústið andlit hans barnslegt. Ungæðislegur glampi er í koparbrúnum augunum. Þetta er tæpast ásjóna manns sem maður fæli það torvelda verkefni að verja heimsálfuna Vesturás fyrir ágangi lifandi dauðra ófreskja sem kallast Hvítgöngurnar (White Walkers). „Ísland tók vel á móti okkur. Við vorum mjög heppin með veður. Dagarnir voru heiðskírir og vetrarsólin skein á okkur. Einn myndatökumannanna sagðist hafa skotið magnaðasta myndskeið ferils síns á jöklinum. Allt í einum heyrðum við einhvern hrópa: „JESS!"" Kit segist nýverið hafa fengið að horfa á brot úr senum sem teknar voru upp á Íslandi. „Þær eru svo fallegar og framandi. Þær líta út eins og tölvugrafík. Við fórum til Íslands til að forðast að nota tölvugrafík en furðulegt nokk varð niðurstaðan í raun óraunverulegri en grafík." Persóna Kit í þáttunum er send til hins kalda Norðurs þar sem hann gengur til liðs við varðlið Næturvarðanna. Hjálpaði kuldinn á Íslandi honum að komast í karakter? „Sem leikari er engu líkt að vera staddur í umhverfi eins og því sem karakterinn á að vera staddur í. Og Ísland er eins nálægt Norðrinu og hægt er að hafa það. Það er kalt, hrjóstrugt, landslagið er framandi og á sinn eigin hátt er það gríðarlega fallegt. Aðstæðurnar hjálpuðu okkur leikurunum mjög." Áætlað er að tökur á þriðju seríu Game of Thrones hefjist í júlí. Kit segist vona að þær fari aftur fram á Íslandi.
Game of Thrones Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira