Ísland eins og tölvugrafík 1. apríl 2012 17:00 Kit við tökur á Íslandi. „Ég elska landið þitt!" hrópar leikarinn Kit Harington upp yfir sig er blaðamaður kveðst vera frá Íslandi og vilja fá að ræða við hann um tökur þáttanna Game of Thrones sem fram fóru á Vatnajökli í nóvember síðastliðnum. „Það er einn af þessum stöðum sem ég myndi vilja flytja til. Ég elska það í alvöru! Ísland á sérstakan stað í hjarta mér." Ákafi Kit er svo dásamlega einlægur að blaðamaður þarf að hafa sig allan við að teygja ekki fram armana og klípa í rjóðar, tuttugu og fimm ára kinnarnar á honum og segja „gútsí-gú". Kit er nýútskrifaður úr leiklistarskóla. Engu að síður hafa honum hlotnast tvær stórar rullur á síðustu misserum: Annars vegar aðalhlutverkið í leikritinu War Horse sem sýnt var í breska Þjóðleikhúsinu og nú síðast hlutverk geðþekka bastarðsins Jon Snow í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. „Við dvöldum á Íslandi í um fjórar vikur við tökur," segir Kit. „Við tókum upp á þremur mismunandi stöðum á jöklinum. Og það var kalt." Hann hlær. „Skeggið á okkur fraus." Rakað virðist bústið andlit hans barnslegt. Ungæðislegur glampi er í koparbrúnum augunum. Þetta er tæpast ásjóna manns sem maður fæli það torvelda verkefni að verja heimsálfuna Vesturás fyrir ágangi lifandi dauðra ófreskja sem kallast Hvítgöngurnar (White Walkers). „Ísland tók vel á móti okkur. Við vorum mjög heppin með veður. Dagarnir voru heiðskírir og vetrarsólin skein á okkur. Einn myndatökumannanna sagðist hafa skotið magnaðasta myndskeið ferils síns á jöklinum. Allt í einum heyrðum við einhvern hrópa: „JESS!"" Kit segist nýverið hafa fengið að horfa á brot úr senum sem teknar voru upp á Íslandi. „Þær eru svo fallegar og framandi. Þær líta út eins og tölvugrafík. Við fórum til Íslands til að forðast að nota tölvugrafík en furðulegt nokk varð niðurstaðan í raun óraunverulegri en grafík." Persóna Kit í þáttunum er send til hins kalda Norðurs þar sem hann gengur til liðs við varðlið Næturvarðanna. Hjálpaði kuldinn á Íslandi honum að komast í karakter? „Sem leikari er engu líkt að vera staddur í umhverfi eins og því sem karakterinn á að vera staddur í. Og Ísland er eins nálægt Norðrinu og hægt er að hafa það. Það er kalt, hrjóstrugt, landslagið er framandi og á sinn eigin hátt er það gríðarlega fallegt. Aðstæðurnar hjálpuðu okkur leikurunum mjög." Áætlað er að tökur á þriðju seríu Game of Thrones hefjist í júlí. Kit segist vona að þær fari aftur fram á Íslandi. Game of Thrones Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
„Ég elska landið þitt!" hrópar leikarinn Kit Harington upp yfir sig er blaðamaður kveðst vera frá Íslandi og vilja fá að ræða við hann um tökur þáttanna Game of Thrones sem fram fóru á Vatnajökli í nóvember síðastliðnum. „Það er einn af þessum stöðum sem ég myndi vilja flytja til. Ég elska það í alvöru! Ísland á sérstakan stað í hjarta mér." Ákafi Kit er svo dásamlega einlægur að blaðamaður þarf að hafa sig allan við að teygja ekki fram armana og klípa í rjóðar, tuttugu og fimm ára kinnarnar á honum og segja „gútsí-gú". Kit er nýútskrifaður úr leiklistarskóla. Engu að síður hafa honum hlotnast tvær stórar rullur á síðustu misserum: Annars vegar aðalhlutverkið í leikritinu War Horse sem sýnt var í breska Þjóðleikhúsinu og nú síðast hlutverk geðþekka bastarðsins Jon Snow í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. „Við dvöldum á Íslandi í um fjórar vikur við tökur," segir Kit. „Við tókum upp á þremur mismunandi stöðum á jöklinum. Og það var kalt." Hann hlær. „Skeggið á okkur fraus." Rakað virðist bústið andlit hans barnslegt. Ungæðislegur glampi er í koparbrúnum augunum. Þetta er tæpast ásjóna manns sem maður fæli það torvelda verkefni að verja heimsálfuna Vesturás fyrir ágangi lifandi dauðra ófreskja sem kallast Hvítgöngurnar (White Walkers). „Ísland tók vel á móti okkur. Við vorum mjög heppin með veður. Dagarnir voru heiðskírir og vetrarsólin skein á okkur. Einn myndatökumannanna sagðist hafa skotið magnaðasta myndskeið ferils síns á jöklinum. Allt í einum heyrðum við einhvern hrópa: „JESS!"" Kit segist nýverið hafa fengið að horfa á brot úr senum sem teknar voru upp á Íslandi. „Þær eru svo fallegar og framandi. Þær líta út eins og tölvugrafík. Við fórum til Íslands til að forðast að nota tölvugrafík en furðulegt nokk varð niðurstaðan í raun óraunverulegri en grafík." Persóna Kit í þáttunum er send til hins kalda Norðurs þar sem hann gengur til liðs við varðlið Næturvarðanna. Hjálpaði kuldinn á Íslandi honum að komast í karakter? „Sem leikari er engu líkt að vera staddur í umhverfi eins og því sem karakterinn á að vera staddur í. Og Ísland er eins nálægt Norðrinu og hægt er að hafa það. Það er kalt, hrjóstrugt, landslagið er framandi og á sinn eigin hátt er það gríðarlega fallegt. Aðstæðurnar hjálpuðu okkur leikurunum mjög." Áætlað er að tökur á þriðju seríu Game of Thrones hefjist í júlí. Kit segist vona að þær fari aftur fram á Íslandi.
Game of Thrones Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira