Hljómsveitin Prinspóló hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist Landspítalinn. Það er óður til upphafs- og endastöðvar þeirra Íslendinga sem kjósa að fæðast á Landspítalanum. Hægt er að skoða myndband við lagið á Prinspolo.com.
Hljómsveitin ferðast til Danmerkur í maí. Þar spilar hún á tónleikum í Kaupmannahöfn 3. maí og á Spot Festival í Árósum 5. maí. Næstu tónleikar Prinspóló verða í Kaldalóni í Hörpu í kvöld kl. 17.30 ásamt Sudden Weather Change. Aðgangur er ókeypis.
Nýtt lag um Landspítala
