Leikkonan Reese Witherspoon gæti verið ólétt af sínu þriðja barni ef marka má forsíðufrétt US Weekly.
Witherspoon giftist umboðsmanninum Jim Toth í mars á síðasta ári og hefur sjaldan verið hamingjusamari. Tímaritið US Weekly heldur því fram að leikkonan sé komin tólf vikur á leið en telji enn ekki tímabært að ræða fréttirnar opinberlega.
Witherspoon á fyrir tvö börn, Övu og Deacon, með fyrrum eiginmanni sínum, leikaranum Ryan Phillippe.
Ólétt að sínu þriðja barni
