Lífið

María Birta stefnir á fallhlífarstökk

María Birta Bjarnadóttir, leikkona
María Birta Bjarnadóttir, leikkona
Tökum á íslensku kvikmyndinni XL er lokið í bili en leikkonan María Birta Bjarnadóttir fer með annað af aðalhlutverkunum í henni. Myndin er í leikstjórn Marteins Þórssonar og fjallar um þingmann sem berst við áfengissýki og er skikkaður í meðferð af yfirmanni sínum.

Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk þingmannsins og leikur María Birta ástkonu hans. María Birta flaug til Bandaríkjanna í gær og mun dvelja þar næsta mánuðinn.

María Birta hyggst heimsækja New York, Los Angeles og Flórída þar sem hún ætlar meðal annars að fara í fallhlífarstökk. Ólíklegt er að stúlkan sé lofthrædd því hún hefur undanfarið ár verið að læra til flugmanns og því vön háloftunum. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.