Hátíð sem eflir íslenska hönnun 23. mars 2012 13:00 Fjöldi hönnuða tekur þátt í sýningum og uppákomum á HönnunarMars sem endurspegla hönnun í breiðum skilningi hugtaksins. „Hönnunarmiðstöð var sett á laggirnar vorið 2008 og það var strax á dagskrá hjá okkur að standa fyrir svona dögum. Og þrátt fyrir hrunið haustið 2008 þá stóðum við fyrir hinum fyrsta Hönnunarmars 2009," segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. „Við erum mjög ánægð með hversu mikið hátíðin hefur eflst ár frá ári. Ég myndi segja að hún hafi gert íslensku hönnunarsamfélagi gott og að við höfum náð upp mikilli umræðu um íslenska hönnun sem er eitt markmið hátíðarinnar. Við viljum meðal annars vekja athygli almennings, ráðamanna og fjölmiðla á hönnun og hvað hönnun er. Okkar hönnunarsaga er stutt og við höfum ekki jafn sterkan þekkingarbakgrunn eins og til dæmis Danir. Hönnun er ákveðin aðferðafræði og getur verið tæki til breytinga, því viljum við gjarnan koma á framfæri." Halla segir hönnunarsamfélagið hafa náð að nærast og nýta sér hátíðina sér til framdráttar. „Við finnum líka að með hverju árinu verður hátíðin þekktari og auðveldara að koma henni á framfæri til dæmis í fjölmiðlum." Þátttakendur í hátíðinni koma úr öllum stéttum hönnuða; fatahönnuðir, skartgripahönnuðir, arkitektar og iðnhönnuðir eiga allir sína fulltrúa á sýningum og uppákomum hátíðarinnar. „Hátíðin hefur vaxið og dafnað sem er mjög ánægjulegt," segir Halla. Upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðu hennar honnunarmars.is. Bækling með upplýsingum um dagskrána er að finna á sýningarstöðum og í verslunum 10-11 og svo er hægt að hlaða niður appi hjá Símanum með upplýsingum um dagskrána. sigridur@frettabladid.is HönnunarMars Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Fjöldi hönnuða tekur þátt í sýningum og uppákomum á HönnunarMars sem endurspegla hönnun í breiðum skilningi hugtaksins. „Hönnunarmiðstöð var sett á laggirnar vorið 2008 og það var strax á dagskrá hjá okkur að standa fyrir svona dögum. Og þrátt fyrir hrunið haustið 2008 þá stóðum við fyrir hinum fyrsta Hönnunarmars 2009," segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. „Við erum mjög ánægð með hversu mikið hátíðin hefur eflst ár frá ári. Ég myndi segja að hún hafi gert íslensku hönnunarsamfélagi gott og að við höfum náð upp mikilli umræðu um íslenska hönnun sem er eitt markmið hátíðarinnar. Við viljum meðal annars vekja athygli almennings, ráðamanna og fjölmiðla á hönnun og hvað hönnun er. Okkar hönnunarsaga er stutt og við höfum ekki jafn sterkan þekkingarbakgrunn eins og til dæmis Danir. Hönnun er ákveðin aðferðafræði og getur verið tæki til breytinga, því viljum við gjarnan koma á framfæri." Halla segir hönnunarsamfélagið hafa náð að nærast og nýta sér hátíðina sér til framdráttar. „Við finnum líka að með hverju árinu verður hátíðin þekktari og auðveldara að koma henni á framfæri til dæmis í fjölmiðlum." Þátttakendur í hátíðinni koma úr öllum stéttum hönnuða; fatahönnuðir, skartgripahönnuðir, arkitektar og iðnhönnuðir eiga allir sína fulltrúa á sýningum og uppákomum hátíðarinnar. „Hátíðin hefur vaxið og dafnað sem er mjög ánægjulegt," segir Halla. Upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðu hennar honnunarmars.is. Bækling með upplýsingum um dagskrána er að finna á sýningarstöðum og í verslunum 10-11 og svo er hægt að hlaða niður appi hjá Símanum með upplýsingum um dagskrána. sigridur@frettabladid.is
HönnunarMars Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira