Fjöldamorðingja leitað í Frakklandi 20. mars 2012 00:00 við skólann Ozar Hatorah-skólinn fyrir gyðinga er í norðausturhluta Toulouse. Lögreglumenn rannsökuðu vettvanginn í gær. fréttablaðið/ap Fjórir eru látnir eftir að byssumaður á vespu eða mótorhjóli hóf skothríð við gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í gærmorgun. Þrjú börn létust og eitt er alvarlega sært. Viðtæk leit hefur verið gerð að manninum. Vitni segja að byssumaðurinn hafi komið á svartri vespu upp að skólanum og hafið skothríð. „Hann skaut á alla sem voru nálægt honum, börn og fullorðna. Börnin voru elt inn í skólann," sagði saksóknarinn Michel Valet. Byssumaðurinn var með tvær byssur á sér og þegar önnur stóð á sér notaði hann hina. Hann skaut að minnsta kosti fimmtán skotum. Jonathan Sandler, þrítugur maður sem kenndi við skólann, var myrtur ásamt tveimur sonum sínum, þriggja og sex ára. Þá var tíu ára stúlka myrt og sautján ára drengur særðist alvarlega. Skotárásin var sú þriðja á rúmri viku í Frakklandi. Lögreglan greindi frá því í gær að sama byssa hefði verið notuð í að minnsta kosti tveimur þeirra. Fyrir rúmri viku var óeinkennisklæddur hermaður drepinn í Toulouse. Síðastliðinn fimmtudag voru þrír hermenn skotnir þegar þeir voru í hraðbanka í bænum Montauban sem er 46 kílómetrum frá Toulouse. Tveir mannanna létust og einn slasaðist alvarlega. Árásarmaðurinn komst undan á vespu eða mótorhjóli. Lögreglan rannsakar nú hvort málin tengist, en það er talið líklegt enda málin svipuð. Rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka hryðjuverk skoða nú allar skotárásirnar. Öryggisgæsla við alla skóla gyðinga í Frakklandi var aukin í gær og seinna um daginn var gæsla aukin við allar trúartengdar bygginga. Ákveðið hefur verið að banna hermönnum að vera í búningum sínum utan herstöðva. Fréttir hafa borist af því að allir hermennirnir sem voru skotnir í síðustu viku hafi verið frá Norður-Afríku og múslimar. Franskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að svo virtist sem morðin gætu verið tengd kynþáttafordómum. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, flaug til Toulouse í gær og heimsótti skólann. Hann sagði skotárásina þjóðarharmleik og tilkynnti að mínútuþögn yrði í öllum frönskum skólum í dag til minningar um þá látnu. Hann lofaði því að morðinginn yrði handsamaður. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú, fordæmdi árásirnar í gær. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Fjórir eru látnir eftir að byssumaður á vespu eða mótorhjóli hóf skothríð við gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í gærmorgun. Þrjú börn létust og eitt er alvarlega sært. Viðtæk leit hefur verið gerð að manninum. Vitni segja að byssumaðurinn hafi komið á svartri vespu upp að skólanum og hafið skothríð. „Hann skaut á alla sem voru nálægt honum, börn og fullorðna. Börnin voru elt inn í skólann," sagði saksóknarinn Michel Valet. Byssumaðurinn var með tvær byssur á sér og þegar önnur stóð á sér notaði hann hina. Hann skaut að minnsta kosti fimmtán skotum. Jonathan Sandler, þrítugur maður sem kenndi við skólann, var myrtur ásamt tveimur sonum sínum, þriggja og sex ára. Þá var tíu ára stúlka myrt og sautján ára drengur særðist alvarlega. Skotárásin var sú þriðja á rúmri viku í Frakklandi. Lögreglan greindi frá því í gær að sama byssa hefði verið notuð í að minnsta kosti tveimur þeirra. Fyrir rúmri viku var óeinkennisklæddur hermaður drepinn í Toulouse. Síðastliðinn fimmtudag voru þrír hermenn skotnir þegar þeir voru í hraðbanka í bænum Montauban sem er 46 kílómetrum frá Toulouse. Tveir mannanna létust og einn slasaðist alvarlega. Árásarmaðurinn komst undan á vespu eða mótorhjóli. Lögreglan rannsakar nú hvort málin tengist, en það er talið líklegt enda málin svipuð. Rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka hryðjuverk skoða nú allar skotárásirnar. Öryggisgæsla við alla skóla gyðinga í Frakklandi var aukin í gær og seinna um daginn var gæsla aukin við allar trúartengdar bygginga. Ákveðið hefur verið að banna hermönnum að vera í búningum sínum utan herstöðva. Fréttir hafa borist af því að allir hermennirnir sem voru skotnir í síðustu viku hafi verið frá Norður-Afríku og múslimar. Franskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að svo virtist sem morðin gætu verið tengd kynþáttafordómum. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, flaug til Toulouse í gær og heimsótti skólann. Hann sagði skotárásina þjóðarharmleik og tilkynnti að mínútuþögn yrði í öllum frönskum skólum í dag til minningar um þá látnu. Hann lofaði því að morðinginn yrði handsamaður. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú, fordæmdi árásirnar í gær. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent