Útlent svartagallsraus Ólafur Stephensen skrifar 19. mars 2012 09:15 Fyrir rétt rúmu ári gagnrýndi Niels Jacobsen, hinn danski stjórnarformaður Össurar hf., stefnu íslenzkra stjórnvalda í málefnum atvinnulífsins harðlega í viðtali hér í blaðinu. Jacobsen talaði þá um hringlandahátt og flumbrugang í lagasetningu, gjaldeyrishöft og fleira sem gerði erfitt að reka fyrirtæki á Íslandi. Sama dag og viðtalið birtist ákvað aðalfundur Össurar 2011 að afskrá fyrirtækið úr Kauphöll Íslands. „Við getum ekki verið skráð á hlutabréfamarkað sem notar gjaldmiðil sem er ekki nothæfur," sagði Jacobsen þá. Kauphöllin ákvað síðar einhliða að að skrá bréf félagsins að nýju, í óþökk stjórnenda Össurar. Á aðalfundi Össurar síðastliðinn föstudag endurtók Jacobsen gagnrýni sína og bætti heldur í; sagði rekstrar- og lagaumhverfi fyrirtækja hafa hrakað undanfarin ár. Fljótfærnisleg, tíð og ófagleg lagasetning og vilji til að búa til séríslenzkar lausnir, sem ekki hefðu verið reyndar annars staðar, græfu undan þeim fyrirsjáanleika sem væri nauðsynlegur í alþjóðlegum viðskiptum. „Við þurfum að sætta okkur við þvingaða skráningu á hlutabréfamarkað hér, minnkandi seljanleika og tvöfalt hlutabréfaverð. Við þurfum að þreifa okkur áfram í umhverfi alls kyns óvenjulegra reglugerða sem keppinautar okkar þurfa ekki að taka tillit til," sagði Jacobsen í ræðu sinni. Jacobsen er út af fyrir sig ekki að segja neitt sem forsvarsmenn íslenzkra fyrirtækja og samtaka þeirra hafa ekki margsagt. En kannski verður frekar hlustað á hann en talsmenn íslenzks atvinnulífs. Málflutning þeirra, sem verið hefur á sama veg, hefur forsætisráðherrann kallað „svartagallsraus" og gefið í skyn að fólkið sem á og rekur fyrirtækin átti sig bara alls ekki á því hvað það sé frábært að reka fyrirtæki á Íslandi og gangi í rauninni ljómandi vel. Jacobsen hefur hins vegar samanburðinn. Hann er alþjóðlegur fjárfestir sem hefur reynslu af rekstri á Íslandi. Hann þekkir líka vel til í dönsku og evrópsku atvinnulífi (sem sumir telja búa við þungt og viðamikið regluverk). Hann dregur þá ályktun að rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi sé verra en á meginlandinu og fari versnandi. Ef ríkisstjórnin meinar það sem hún segir um að hún vilji auka erlenda fjárfestingu í atvinnulífinu, að ekki sé talað um að bæta skilyrði þeirra fyrirtækja sem fyrir eru, hlýtur hún að hlusta. Suma ágalla Íslands eins og smæðina og fjarlægð frá öðrum mörkuðum getum við ekki lagað. Við þurfum hins vegar að vega þá upp með því að fyrirtæki búi við betra rekstrarumhverfi hér en í nágrannaríkjunum eða að minnsta kosti sambærilegt. Gjaldmiðilinn sitjum við uppi með í einhver ár enn, en þurfum trúverðuga stefnu um hvernig við ætlum að skipta honum út. Stjórnvöld þurfa að hafa stefnu sem mark er tekið á í þessum efnum, eigi að takast að laða hingað erlenda fjárfesta og halda í þá fáu sem fyrir eru. Gagnrýni þeirra er ekki hægt að afgreiða sem svartagallsraus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Fyrir rétt rúmu ári gagnrýndi Niels Jacobsen, hinn danski stjórnarformaður Össurar hf., stefnu íslenzkra stjórnvalda í málefnum atvinnulífsins harðlega í viðtali hér í blaðinu. Jacobsen talaði þá um hringlandahátt og flumbrugang í lagasetningu, gjaldeyrishöft og fleira sem gerði erfitt að reka fyrirtæki á Íslandi. Sama dag og viðtalið birtist ákvað aðalfundur Össurar 2011 að afskrá fyrirtækið úr Kauphöll Íslands. „Við getum ekki verið skráð á hlutabréfamarkað sem notar gjaldmiðil sem er ekki nothæfur," sagði Jacobsen þá. Kauphöllin ákvað síðar einhliða að að skrá bréf félagsins að nýju, í óþökk stjórnenda Össurar. Á aðalfundi Össurar síðastliðinn föstudag endurtók Jacobsen gagnrýni sína og bætti heldur í; sagði rekstrar- og lagaumhverfi fyrirtækja hafa hrakað undanfarin ár. Fljótfærnisleg, tíð og ófagleg lagasetning og vilji til að búa til séríslenzkar lausnir, sem ekki hefðu verið reyndar annars staðar, græfu undan þeim fyrirsjáanleika sem væri nauðsynlegur í alþjóðlegum viðskiptum. „Við þurfum að sætta okkur við þvingaða skráningu á hlutabréfamarkað hér, minnkandi seljanleika og tvöfalt hlutabréfaverð. Við þurfum að þreifa okkur áfram í umhverfi alls kyns óvenjulegra reglugerða sem keppinautar okkar þurfa ekki að taka tillit til," sagði Jacobsen í ræðu sinni. Jacobsen er út af fyrir sig ekki að segja neitt sem forsvarsmenn íslenzkra fyrirtækja og samtaka þeirra hafa ekki margsagt. En kannski verður frekar hlustað á hann en talsmenn íslenzks atvinnulífs. Málflutning þeirra, sem verið hefur á sama veg, hefur forsætisráðherrann kallað „svartagallsraus" og gefið í skyn að fólkið sem á og rekur fyrirtækin átti sig bara alls ekki á því hvað það sé frábært að reka fyrirtæki á Íslandi og gangi í rauninni ljómandi vel. Jacobsen hefur hins vegar samanburðinn. Hann er alþjóðlegur fjárfestir sem hefur reynslu af rekstri á Íslandi. Hann þekkir líka vel til í dönsku og evrópsku atvinnulífi (sem sumir telja búa við þungt og viðamikið regluverk). Hann dregur þá ályktun að rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi sé verra en á meginlandinu og fari versnandi. Ef ríkisstjórnin meinar það sem hún segir um að hún vilji auka erlenda fjárfestingu í atvinnulífinu, að ekki sé talað um að bæta skilyrði þeirra fyrirtækja sem fyrir eru, hlýtur hún að hlusta. Suma ágalla Íslands eins og smæðina og fjarlægð frá öðrum mörkuðum getum við ekki lagað. Við þurfum hins vegar að vega þá upp með því að fyrirtæki búi við betra rekstrarumhverfi hér en í nágrannaríkjunum eða að minnsta kosti sambærilegt. Gjaldmiðilinn sitjum við uppi með í einhver ár enn, en þurfum trúverðuga stefnu um hvernig við ætlum að skipta honum út. Stjórnvöld þurfa að hafa stefnu sem mark er tekið á í þessum efnum, eigi að takast að laða hingað erlenda fjárfesta og halda í þá fáu sem fyrir eru. Gagnrýni þeirra er ekki hægt að afgreiða sem svartagallsraus.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun